Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Page 3
^ LESBÖK M0RGUNBLAÐSIN3
133
hann allavega í hendi sér. Og stein
skorti ekki í Noregi, þar var af nógu
að taka. En þó var þar lítið um
tinnu, og urðu menn því að notast
við grænstein eða flögugrjót.
Fyrstu aximar voru ekki með
neinu skafti, það var aðeins blaðið,
og heldu menn á því í hendinni.
Brátt hefur steinsmíðin aukizt
mjög. Hafa fundizt grjótnámur, þar
sem gott grjót hefur verið brotið,
og svo hafa fundizt staðir, þar sem
menn gerðu áhöld úr þessu grjóti.
Er líklegt að steinsmíðin hafi orðið
sérstök atvinnugrein, eða iðnaður,
inn fyrsti i Noregi, því að stein-
áhöld frá þessum námum hafa
fundizt víðs vegar með ströndum
fram. Hafa þau verið verslunar-
vara.
Steinöldin stóð í nær 2000 ár,.og
hefur mönnum stöðugt farið fram
á þeim tíma að smíða áhöldin. Þau
verða láglegri, hentugri og betri,
eftir því sem tímar líða.
EFTIR baral-tímabilið kom hlý-
indatímabil, sem nefnt er atlant-
iska tímabilið og stóð frá h. u. b.
5500—2500 f. Kr. Var þá mikið
hlýrra og votviðrasamara en áður,
svo að þá magnaðist vöxtur skógar
um allan helming og gerði landið
torfærara. Þó er svo að sjá, að
menn hafi þá leitað meir en áður
inn í skógana, og kefur það eflaust
verið tii þess að veiða dýr. Það er
aðalbreyttngkt, sem verður á lifn-
aðarká'ttum manna við það að fé
betri áhöld og vopn. Akuryrkja
þekktist alls ekki, og húsdýr höfðu
mehn engin, nema hunda. Talandi
vitni um þetta eru fornleifar, sem
fundust nyrzt á Jaðri, og eru frá
þessu tímabili.
Þarna eru nokkrir hellar og einn
þeirra heitir Svarthola. Þar hafa
menn búið fyrir 6—7000 árum.
Fundust þarna bexn af 50 dýrateg-
undum, Öllum ótðmdum nema
hundinum. Mest var þar af beinum
úr villisvínum, elgum, hjörtum,
landsel og sjófuglum, svo sem álku
og langvíu. Ennfremur fundust þar
bein úr þorski, hlýra og löngu og
mikið af skeljum. Þetta sýnir á
hverju f ólkið hefur lifað. Hægt
hefur verið um heimatökin, veiði-
dýr voru næg í furu- og eikarskóg-
unum, sem þá þöktu allan Jaðar,
fiskur gekk alveg upp að strönd-
inni og á ey þar fyrir utan var
fuglabjarg. Er og sýnilegt að þarna
hefur fólk átt heíma allan ársins
hring, kynslóð eftir kynslóð.
Gripir þeir, sem fundust þarna,
voru nokkrar axir úr grænsteini,
vel brýndar, en annars var flest úr
beini, svo sem agnúalausir önglar,
örvar og skutlar. Þetta sýnir fast-
heldni við fomar venjur.
ÞEGAR rætt er um veiðar stein-
aldarmanna, verður einnig að geta
um helluristurnar. — Myndirnar
eru langoftast af veiðidýrum. svo
sem elg, hjörtum og hreindýrum,
en einnig af hval og lúðu. Margar
af þessum helluristum eru á stöð-
um, þar sem vel hagaði til um
veiðiskap. Og maður getur ekki
varizt þeirri hugsun, að þær sé
gerðar til þess að seiða veiðidýrin
þangað.
Einhverjar mestu helluristurnar
eru í bergi hjá Vingen í Norðfirði.
Þar má sjá 300—400 hirti, sem allir
hlaupa í sömu átt, til vesturs. í
áttina að hafinu.
Á þessum slóðum var oft mikið
um hjartdýr, og leituðu þau út að
sjónum seint á haustin. Þá sátu
bændur um það, allt fram á 18. öld.
að fara á bak við þau og fæla þau
fram af hömrum, þar sem þau lim-
Iestust og rotuðust. Það er varla efi
á, að klettamyndirnar hiá Vangen,
standa í sambandi við slíka hrotta-
lega veiðiaðferð,
Hér et það fjöldi dýranna, sem
er kjarní myndarinnar En sums
staðar, eins og í Þrændalögum og
enn norðar, eru myndir af einstök-
um dýrum, stærri en venjulega, en
vel gerðum. Þessar myndir hafa á
einhvern hátt átt að hafa áhrif á
þann „anda“, sem í dýrinu bjó og
gera hann mönnunum hliðhollan.
En svo eru einnig táknlínur og
merki með myndunum, er sýna að
veiðigaldurinn var djúpstæðari.
Með honum átti að gefa veiði-
manninum aukið afl og hæfni. En
fyrst og fremst miðaði hann að því,
að auka viðkomu veiðidýranna,
fylla skógana af veiðidýrum og
hafið af sel og hval og fiskum.
Margar helluristurnar sýna svo
mikla leikni, að þær geta ekki verið
eftir viðvaninga. Það hafa því verið
sérstakir menn, sem kunnu veiði-
galdurinn, menn sem höfðu náð
sérstöku sambandi við náttúruofl-
in, og hlutu því að vera hærra
metnir en aðrir. En það hefur lík-
lega verið eini stigmunurinn á
mönnum þá. Víðast hvar hafa ætt-
flokkar búið saman og veitt í fé-
lagi. Það var bezt fyrir alla. Eng-
inn gat orðið ríkur á því að veiða,
en veiðiheill gat reynzt mönnum
mísjöfn, og því var það happa-
drýgst, að allir ættu hvert búsílag
í félagi.
II.
AKURYRKJA
KEMUR TIL SÖGUNNAR
&
FÓLKIÐ i inum dreifðu veiði-
manna og fiskimanna byggðum
Noregs lifði sínu lífi, óháð um-
heiminum og óháð hvert öðru.
Byggðirnar voru þó ekki einangi*-
aðai', þær stóðu í sambandi inn-
byrðis, og höfðu einnig sambönd
út á við. Líkur eru til þess að fólk-
ið hafi blandazt, kunningsskapur
og viðskipti hafi verið meðal inna
ýmsu flokka. Og á þann hátt gátu
menníngaráhrif borizt frá einum 41
annars. Þetta sést og a því hvaö
steintækjum þeirra fer fram. Um