Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Side 4
r
136
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
sama leyti lærist þeim að gera leir-
ker. Helluristurnar og veiðigald-
urinn bera einnig vott um ný áhrií
og vaxandi menningu. Á hverri öld
miðar nokkuð áfram, en svo verður
stórbreyting þegar akuryrkjan
kemur til sögunnar.
Akuryrkja hófst í inum frjóv-
sömu löndum, svo sem Mesopota-
míu og Egyptalandi. Upp af því
risu þar svo menningarríki þús-
undum ára fyrir kristni. Og þaðan
barst svo menningin vestur og
norður á bóginn með ströndum
fram og upp með Dóná. Frá Svarta-
hafinu barst hún og til ins mikla
sléttulands í Austur-Evrópu. En
þar tóku menn aðeins upp kvik-
fjárrækt. Þar hófst hirðingjalíf, ríð-
andi hirðingjar fóru um allt með
hjarðir sínar. En í Suður-Evrópu
og Mið-Evrópu tóku menn upp ak-
urvrkiu.
En þessum breytingum á lifnað-
arháttum fylgdi talsvert los og við-
sjár. í akuryrkjusveitunum höfðu
menn jafnan nóg til alls, og það
varð freisting fyrir stigamenn að
fara þar fram með ránum. Síðar
bættist bað við, að veðurfar brevtt-
ist um 2500 f. Kr„ sumrin urðu heit
og burr, og það hafði víða geisileg
áhrif á afkomu þeirra, er stunduðu
landbúnað. Þessi er og talin orsök
til inna miklu þjóðflutninga, sem
hefiast um þetta leyti. En með
þjóðflutningunum barst akuryrkj-
an og bændamenningin til Noregs.
Elztu minjar þessara þjóðflutn-
inga eru breyttir greftrunarsiðir,
er bárust með inum farandi þjóð-
flokkum. Það eru steingrafirnar og
jötnaborgirnar, þar sem stórir
steinar eru reistir upp á endann
og aðrir steinar jafn stórir lagðir
ofan á þá. Þá koma og fágaðar og
bunnmvnntar steinaxir, sem menn
halda helzt að hafi verið helgi-
grinir. Þeir hafa víða fundizt hjá
Víkinni. á Jaðri, Austurlandi og
Suðurlandi á vissum stöðum, og
virðist bað helzt benda til þess, að
inir innfluttu akurvrkjubændur
hafi komið í smáhópum og hver
hópur sezt að á sínum stað. Af þess-
um bændum lærðu þeir er fyrir
voru ýmislegt, en svo virðist sem
aðkomumenn hafi smám saman
runnið saman við frumbyggjana,
og af komu þeirra hafi ekki leitt
neina byltingu í menningarlífi
þjóðarinnar.
En svo fer önnur flóðbylgja far-
andfólks yfir Evrópu nokkru síðar,
og þessir þjóðflutningar stafa enn
af breyttu veðurfari. Þessi flóð-
bylgja kom að austan og fræði-
menn þykjast geta rakið feril
hennar frá Mið-Asíu, frumheim-
kynni indogermana, og frá slétt-
unum í suðaustanverðu Rússlandi.
Á báðum þessum stöðum eru víð-
feðma sléttur og þar hafði verið
óhemju gróður meðan veðrátta var
votviðrasöm. En þegar þurrkarnir
komu, skrælnaði allt. Þá varð bágt
um björg fyrir kvikfénaðinn, og
svo lögðu heilir herskarar hirð-
ingja á stað vestur á bóginn. Þeir
sem nyrzt fóru, komu fyrst til Dan-
merkur, en þaðan heldu þeir svo
lengra, til Svíþjóðar og Noregs.
Með þeim barst ný gerð vopna til
Noregs, steinhamrar á skafti. Þess-
Steinhnífur, sér á bakkann á fremri
mynd, en á hlið á hinni.