Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Page 6
1*3 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bjúghnífar úr tinnu og enginn vafi er á því að þeir bera vitni um auk- inn landbiinað, því glöggt má sjá til hvars þeir hafa verið notaðir. Þetta hafa verið sigðir og máske jafnframt áhöld til þess að kvista við. Fundizt hefur mesti f jöldi þess- ara gripa í Víkinni, á Jaðri. Lista, Upplöndum. hjá Karmtsundi og á Mæri. Þessir fornleifafundir og aðrir sýna, hvernig umhorfs hefur verið í Noregi í lok steinaldar. Þá búa í landinu tveir þjóðflokkar, annars vegar veiðimenn og fiskimenn, hins vegar innfluttir bændur. Víða hafa veiðimennirnir orðið að hörfa und- an og leita sér nýrra veiðilanda, en yfirleitt hafa þeir þó haldið kvrru fyrir þar sem þeir voru áður. Inn- flytjendumir hafa ekki verið nógu fjðlmennir til þess að bera ægis- hjálm yfir þá, sem fyrir voru. Sú brevting hefur og orðið á háttum innflytjenda, að þeir hafa orðið að taka sér fasta bústaði, því að þarna gátu þeir ekki lifað hirðingjalífi. Þeir hafa og eflaust að ýmsu levti orðið að semja sig að háttum þeirra er fvrir voru. Um fiskimennina er öðru máli að gegna. Þeir hafa séð að innflvtj- endur höfðu meira vald á náttúr- unni og öflum hennar heldur en þeir siálfir. Innflytiendur kunnu að láta jörðina vinna fyrir sig, og þeir létu dýrin þjóna sér. Þeir höfðu alltaf nógan mat og þurftu engar áhyggjur að hafa af aflabresti. í augum fiskimannanna hafa þeir því verið ofurmenni. Hiá þeim gátu fiskimennirnir fengið betri áhöld og vopn, en þeir áttu áður, og þeir hafa líka fengið hiá þeim kornmat og ef til vill skepnur. Er líklegt að þá hafi það hafizt að stunda fisk- veiðar og landbúnað iöfnum hönd- um. Þetta verður ljóst af fornleifa- fundum frá þessum tíma, einkum því sem fundizt hefur í hellum, þar sem mánnábyggð var. Þar má helzt nefna Ruskenes-hellirinn skammt fvrir sunnan Björgvin. Þar fannst mikið af beinum úr hjörtum og sel, en það voru aðeins hauslrúpur, hálsliðir og útlimabein. En þar fannst einnig mikið af alls konar beinum úr húsdýrum, þó aðeins af ungviði, svo sem kálfum, lombum og grísum. Þetta sýnir að menn hafa haft hér bústað aðeins nokk- um hluta ársins. Hellirinn hefur verið veiðistöð. Þarna fannst líka ofurlítið af byggi. Þetta sýnir, að ungviðið og kornið hafa menn haft með sér sem matarforða, en skrokk- ana af veiðidýrunum hafa þeir gevmt til vetrarforða. Veiðitækin voru úr beini, en samt sýnir fund- urinn, að þetta fólk hefur lifað jöfnum höndum á veiðiskap og ak- urvrkju og kvikfjárrækt. Aðalbú- staðir þess hafa verið lengra inni í fjörðunum. m. BRONSÖLDIN & f SUÐLÆGARI löndum voru málmamir komnir til sögunnar meðan enn var steinöld á Norður- löndum, en áhrifa frá málmöldinni gætir þar þó í gerð steinvopnanna. Notkun málma hófst þannig, að menn höfðu fundið nokkurn veg- inn hreina málma og löguðu þá til í hendi sér líkt og steininn áður. En um málmöld er ekki að ræða fyr en menn komust upp á lagið að bræða málmana og steypa þá. Og svo varð enn mikilsverð breyt- ing, er mönnum tókst að bræða saman tvo málma, eins og t. d. kooar og tin, og fá þannig betri málm. Þá hefst bronsöldin. Þessi málmur barst til Norður- landa að sunnan. Hann var dýr, en Danir og Skánverjar höfðu efni á að kaupa hann, vegna þess að þeir áttu dýra útflutningsvöru þar sem raíið var, en eftir því var mjög sótzt í suðrænum löndum. En Nor- Steinhamrar með skafti. IVIundi ekki Mjöllnlr, hamar Þórw, hafa verift svípaftur? egur átti ekkert af þeirri vöru, og fólkið var yfirleitt ákaflega fátækt og gat ekki veitt sér þann munað að kaupa ina dýru bronsgripi. Hafa því fundizt þar snöggum mun færri gripir heldur en í Danmörk. eða alls um 600. Er um helmingur- inn af því skartgripir, en fimmti hlutinn vopn. Gripir þessir eru frá öllum öldum bronstímans (1500— 300 f. Kr.) En vegna þess hve fáir gripimir eru, þykir auðsætt að það hafi að- eins verið lítill hluti þjóðarinnar, sem gat keypt þá. Og á fundar- stöðunum má sjá, að það hafa verið bændurnir eða innflytjendurnir. Veiðimennimir og fiskimennimir hafa haldið áfram að nota verkfæri úr steini. Fundarstaðirnir benda og á að landbúnaður hefur aukizt í Noregi, því að bronsgripirnir hafa eigi aðeins fundizt við Víkina, heldur einnig á Jaðri, Upplöndum. Mæri, Þrándheimi og jafnvel í döl- unum inn af Sogni og Harðangri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.