Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Síða 10
142 Framundan Hlýinda yEÐURFRÆÐINGAR, sem telj- ast verða elnhverjir varkárustu vísindamenn í orðum, hafa nú kom- izt að þeirri niðurstöðu, að hér á jörð sé byrjað hlýindatímabil og það muni standa enn um 100 ár, að minnsta kosti. Veður hefur farið hlýnandi á þessari öld um allan heim. í inum norðlægu löndum hafa skriðjöklar stytzt um 1500—2000 fet, og snjó- línan hefur hælckað um ailt að 300 fet. Eðlisfræðingurinn dr. P. W. Currie við háskólann í Saskatc- hewan, segir að meðalhiti ársins í Norðvesturlandinu í Kanada hafi hækkað um 4—5 stig á þessari öld. Afleiðing þessa er sú, að nú er hægt að stunda búskap þar 80—150 km. norðar en áður var talið hugsan- legt. Sumum finnst að það geti ekki haft mikla þýðingu þótt meðalhiti ársins hækki um tvö stig. En einn af færustu veðurfræðingum heims- ins, dr. C. E. P. Brooks, segir að tveggja stiga hækkun á meðalhita, er standi í 100 ár, sé nægileg til þess að bræða allan ís af nurður- hveli jarðar. Ef svo skyldi nú fara, að spá veðurfræðinganna rættist, um hundrað ára hlýinda tímabil, og jöklarnir á norðurhveli bráðnuðu, þá mundi yfirborð sjávar hækka svo mjög, að hann gengi víða á lönd. Mundi hann þá breyta strand- lengjum og færa margar borgir í kaf. Stórborgir, sem standa við sjó, * svo sem eins og New York, yrðu þá ,, að verja sig með voldugum flóð- görðum. ,iste LESBOK morgunblaðsins er 100 ára -tímabil NÁTTÚRAN sjálf varð manninum fjnri til þess að uppgötva tíðarfars- breytinguna, og haga sér sam- kvæmt þvi. Fiskarnir hafa fundið að sjórinn er að hlýna. Þeir færa sig lengra og lengra norður á bóg- inn. Seinustu tíu árin hefur orðið vart við beinhákarla norður hjá Vínlandi (Cape Cod) þar sem þeir voru ekki áður. önnur fiskakvn, svo sem lax, túnfiskur, sverðfiskur og humar, hafa fært sig norður á bóginn hjá báðum ströndum Norð- ur-Ameríku og eru nú allt að 150 km. norðar en áður. Á sama tíma hefur þorskurinn leitað langt norð- ur með Grænlandi, þar sem hann var ekki áður. Jarðargróður hefur einnig færst norður á bóginn. Nú þroskast hafr- ar, bygg og hveiti miklu norðar en áður, og kál er hægt að rækta í norðlægum löndum. Þá hafa og fuglamir fært sig norður á bóginn, verpa norðar en áður og hafa jafnvel vetursetu þar sem þeir sáust ekki á sumrin. En hlýnandi veður hefur einnig sína ókosti, einkum þegar því fylgja miklir þurrkar. Hvítbjark- arskógarnir í Nýa Englandi og suð- urhluta Kanada hafa fengið að kenna á þessu nú þegar. Vegna þurkanna og hitanna á sumrin að undanförnu, hafa 250.000 ekrur af skógi eyðilagzt. Hitt er þó ískyggilegra hvemig fellibyljir hafa færzt í aukana hjá austurströnd Ameríku. Sumir voru að g;7,ka á, að eitthvert samband mundi vera milli þeirra og kjam- orjcusprenginga. Veðurstofan í Bandaríkjunum gerði nákvæmar rannsóknir á upptökum sjö verstu fellibyljanna 1953, og komst að þeirri niðurstöðu að ekkert sam- band væri milli kjarnorku-tilraun- anna og þessar veðurhamfara. Sumir hafa haldið því fram, að með kjarnorku og vetnissprenging- um muni vera hægt að stöðva felli- bylji, en það segja veðurfræðingar að muni vera álíka áhrifamikið og að skjóta á stórbruna með vatns- bvssu, vegna þess að í svona meðal fellibyl sé álíka mikil orka og í tíu kj arnasprengj um. # HVERNIG stendur á því að veðr- átta fer hlýnandi? Veðurfræðingarnir minnkast sín ekkert fyrir að viðurkenna, að þeir viti’ það ekki. En mikið er hugsað um það efni, og margar getgátur hafa komið fram. Sumir segja að kuldatímabilið á fyrri öldum hafi stafað af eldgos- um. Þá hafi svo mikið af ösku þyrlazt upp í háloftin og dreift þar úr sér, að hún hafi verið sem skil- veggur milli sólar og jarðar, og hlýindi sólarinnar því ekki notið sín. Nú að undanförnu hafi verið lítið um stórgos, askan sem var í loftinu hafi smám saman sigið til jarðar, loftið hreinsast og hitageisl- um sólar því greiðfærari leið til jarðar. Enn eru þeir vísindamenn sem halda því fram, að sumarhitar og þurrviðri muni að nokkru leyti sfafa af þeim 6000 milljónum lesta af kolsýrlingi, sem þeytt er árlega upp í gufuhvolfið frá óteljandi verksmiðjureykháfum. Veðurfræð- ingar hafa tekið eftir því, að kol- sýrlingurinn hitar jarðveginn og gerir hann harðan og þurran. Svo eru enn aðrir vísindamenn, sem halda því fram, að hlýindin sé að rekja til sólgosa — að sólin sé að hitna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.