Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1957, Blaðsíða 2
78 dal að Grímsstöðum. Hvergi var skýhnoðri yfir hálendinu og sól- blik á Vatnajökli, einkum á Bárð- arbungu, og svo á Herðubreið. Og tilkomumikið þótti okkur að horfa á hrikagljúfrin í Kverkfjöllum. Við höfðum ágætan sjónauka, 7x50, og notuðum hann óspart í þessu ein- staka skyggni“. Eg gleymdi alveg húfupottlok- inu og hvernig eg var útlits og langaði til að heyra meira. Hér voru konur, sem kunnu að ferðast og njóta fegurðar landsins. Það var auðheyrt á hrifningu þeirra. ,Þótti ykkur þá ekki fagurt í Hallormsstaðaskógi og við Lagar- fljót?“ „Jú, það er ógleymanlegt, þessir ilmandi víðáttumiklu skógar og trén stórvaxnari heldur en við höfðum álitið að til væri á ís- landi. Og svo fljótið lygnt og draumfagurt. En eitt sáum við þar ljótt. Það var ýmislegt rusl í ná- grenni við tjaldstaði, og sums stað- ar brunnir blettir, þar sem sýni- lega höfðu verið kveikt bál. Slíkt ætti engum að líðast“. „Já, því miður er umgengni oft ábótavant, og einkum á slíkum stöðuný En hvernig sofnaðist ykk- ur í Forvöðum. Komuð þið ekki seint þangað í gærkvöldi?“ „Jú, en við byrjuðum þegar á því að tjalda skammt frá læknum, rétt norðan við Vígabjargið. En hvað hann er fallegur. Eða þá þar sem hann steypir sér niður skógar- brekkuna fyrir austan. Annars vöknuðum við klukkan fimm við einhverjar óskapa drunur. Það rumdi, stundi og hvein í Víga- bjarginu og við heldum fyrst að flugvél væri að koma. En þegar við litum út, sáum við að þetta var jarðýta handan við ána, beint á móti okkur. Við sáum ýtu- stjórann glöggt og hefðum sannar- lega boðið honum í morgunkaffi, •f göngubrú hefði verið komin á / LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ána hjá Vígabjargi. Okkur þótti hann taka daginn semma“. „Þarna eru þeir að verki bræð- urnir Björn og Jóhann frá Árna- nesi í Kelduhverfi“, svaraði eg. „Þeir eru að enda við að ryðja veg frá Svínadal suður að Ytra Þórunnarfjalli. Þangað var vegur kominn fyrir nokkru frá Mývatns- sveit og Dettifossi. Þegar verkinu er lokið, ætla þeir bræður þegar að vígja nýja veginn í jeppanum sínum, og taka þá auðvitað kær- usturnar með. Þá aka þeir að heiman um Svínadal og Hólma- tungur til Mývatnssveitar, og það verður fyrsti bíllinn, sem fer þá leið. í Hólmatungum mun mörg- um ferðamanni verða ljúft að dveljast, því að þar er margt fag- urt að sjá. En eruð þið kunnugar í Forvöðum?" „Ein okkar, sú sem á heima á Húsavík, hefir komið þar áður.“ Húsvíkingur, já einmitt. Og nú rifjaðist það upp fyrir mér, að frá Húsavík var fyrsti stóri hópurinn lengra að, sem kom til að sjá For- vöð og gisti þar fyrir 27 árum. Það voru um 20 í þeim hópi, og flestir gengu suður með Jökulsá að Hafragilsfossi. Norðan við fossinn eru hrikalegustu árgljúfur á ís- landi. Þar voru karlar, sem ekki klígjaði við smámununum. OG NÚ KOM AÐALFRÉTTIN Mig furðaði á athyglisgáfu þess- ara kvenna og hvað þær höfðu næman skilning á því, sem fyrir augu hafði borið, því að þær sögðu mér margt fleira en þetta. En svo tóku þær skarið af. „í gær sáum við fágæta sjón, sem við ætluðum einmitt að segja þér frá“. „Það var gaman. Vonandi hafa það ekki verið flugvélar eða jarð- ýtur“. ,Nei, það var nú eitthvað annað. Þegar við komum nokkuð norður fyrir Hólssel, gengum við þar upp á háan hól til að njóta útsýnisins. Hóllinn var sandborinn að norðan og í sandinum sáum við mikið af refasporum. Þegar við svo komum hérna niður fyrir Hólssand, þar sem graslendið byrjar, þá sjáum við fjóra stóra refahvolpa rétt við veginn, þrjá hvíta og einn mórauð- an‘r. „Eruð þið nú vissar um að þetta hafi verið tófur?“ „Já, það leyndi sér ekki. Þær voru.rétt við veginn og gláptu á okkur. En þegar bíllinn nam stað- ar, viku þær frá“. Eg var satt að segja mjög van- trúaður á þetta, og það var alveg komið fram á varirnar á mér. En sem betur fór stillti eg mig og sagði: „Eg el hér tvo tófuhvolpa, hvítan og mórauðan. Viljið þið gera svo vel að segja mér hvort stærðin er svipuð?“ „Já, það skulum við gera.------ Nei, nei, sjáið þið litlu greyin. Já, svona voru þeir, þrír og einn mó- rauður, en nokkuð grennri og hlaupalegri, fannst okkur“. Þama kom athyglisgáfa þeirra enn fram, þannig eru villtir yrðl- ingar einmitt á þessum tíma. „Eg þakka ykkur innilega fyrir upplýsingamar og dáist að eftir- tekt ykkar“. ----„Vertu blessaður". „Verið þið blessaðar og góða ferð.“ Og í mestu einlægni hneigði eg mig og þreif nú af mér húfu- skömmina. LAGT Á STAÐ í VEIÐIFERÐ Klukkan 7 um kvöldið, þá er við höfðum gengið frá heyinu eftir beztu getu, snörumst við Guð- mundur, eldri sonur minn, upp í jeppann og þeysum á stað til þess að svipast eftir þessum yrðlingum, sem frúrnar höfðu séð. Eg verð þó að viðurkenna, að eg var enn i i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.