Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 2
286 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS yngri, minnast þess að á þessari lóð stóð eitt af stórhýsum bæarins fyr- ir 13 árum — Hótel ísland. Það brann til kaldra kola aðfaranótt 2. febrúar 1944. Hamingjan má vita hvort nokkum tíma verður reist hús þarna aftur. En lóðin á sína sögu, og væri ekki rétt að rifja hana upp áður en það gleymist að lóðin hafi nokkru sinni verið byggð? Þar er þá fyrst til máls að taka að Aðalstræti myndaðist þegar verksmiðjuhúsin voru reist. Nyrzt í því að vestanverðu voru kóngs- verslunarhúsin, sem flutt höfðu verið úr Örfirisey. Þar réði fyrir Sunckenberg kaupmaður, gegn maður á marga lund og framtaks- samur. Hann keypti verslunina þegar konungur seldi. Hann lét reisa vörugeymsluhús rétt norðan við fjós verksmiðjunnar, en það stóð þar sem nú er verslun B. H. Bjarnason. Þetta var tvílyft timb- urhús og langstærsta timburhúsið sem þá var til í bænum, og gnæfði yfir alla byggðina. Af þessu húsi fara fáar sögur nema hvað einu sinni kom til orða, að það yrði Alþingishús. Segir Jón biskup Helgason að Magnús Steph- ensen lögmaður á Leirá muni hafa eignast húsið, eftir að Sunckenberg fluttist af landi brott. „Bendir ým- islegt til þess, að Stephensen hafi leikið hugur á að selja stjórninni hús þetta, til þess að breyta því í Alþingishús, ef sú ráðagerð kæmist í framkvæmd, sem þá var á döfinni, að flytja alþingishaldið frá Þing- völlum til Reykjavíkur“. Alþingi var flutt til Reykjavíkur og háð þar í fyrsta skifti 1799 í Hólavallarskóla. Þar var lesið upp bréf frá stjórninni um að hún fell- ist á að „lögþing skyldi hér eftir haldið í Reykjavík", en þvertók fyrir að byggja hús handa því; kostnaður við byggingar á íslandi væri allt of mikill. En rétt taldi hún að festa kaup á „pakkhúsi Sunckenbergs, því að þar mætti koma fyrir bæði Alþingi og „ráð- stofu bæarins." En úr þessu varð þó ekki, því að Alþingi var lagt niður árið 1800. Og skömmu seinna mun stóra vörugeymsluhúsið hafa verið rifið. Næst kemur til sögunnar Einar borgari Jónsson, föðurbróðir Jóns Sigurðssonar forseta. Einar var kvæntur Ingveldi Jafetsdóttur ló- skera Illugasonar í Grjóta, og voru böm þeirra: Ingibjörg kona Jóns Sigurðssonar forseta, séra Ólafur á Stað á Reykjanesi (faðir Þorláks Ó. Johnson kaupmanns 1 Reykja- vík), séra Guðmundur í Arnarbæli og Jafet gullsmiður í Reykjavík. Einar var með allra fremstu borg- urum bæarins á sinni tíð. Hann tók við forstjóm Jacobæus-verslunar þegar Gísli Símonarson lét af, og gengdi því starfi lengi. Átti hann þá lengstum heima í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi. Þá var öldin önn- ur en nú um samgöngur, því að svo er sagt að Einar gengi á hverjum morgni til vinnu sinnar og heim aftur að kvöldi. Það mundi ein- hverjum þykja harðir kostir nú á þessari öld hraðans, þegar menn geta varla farið húsa milli öðru vísi en í bíl. Um 1820 eignaðist Einar lóðina, þar sem vöruhús Sunckenbergs hafði staðið og reisti þar einlyft íbúðarhús. Var það kallað Einars- hús. Mun hús þetta hafa staðið nyrzt á götuhorninu, sem nú er. Einar var verslunarstjóri Norð- borgarverslunar (þar sem nú er Edinborg) á árunum 1826—1835. En er hann hætti þar útbjó hann litla búð í suðurenda húss síns og verslaði þar síðan. Jafnframt reisti hann þá lítið vörugeymslu- hús þar fyrir sunnan, á milli fjóss- ins og íbúðarhússins. Síðan reisti Einar annað íbúðarhús þar sem nú er Túngata 6 og bjó þar seinustu árin (d. 1839). Eignaðist þá Jafet sonur hans húsið við Aðalstræti og var það þá um hríð nefnt Jafets- hús. En Einar flutti verslun sína í vörugeymsluhúsið og verslaði þar seinasta árið. Var það hús kallað „Hyttan“ og versluðu ýmsir þar með misjöfnum árangri. Seinast bjó Coghill hrossakaupmaður þar á sumrin. Var það þá kallað Cog- hills-hús, en „Hyttu“-nafnið lagð- ist niður. Um 1845 fluttist Jafet í Norður- bæ, sem stóð rétt hjá Dúkskoti. Seldi hann þá R. P. Tærgesen kaupmanni húsin í Aðalstræti, og bjó Tærgensen þar um skeið. Hann var að mörgu merkur maður og naut mikils álits í bænum, var m.a. í fyrstu bæarstjórn og fyrsti slökkviliðsstjóri bæarins. Má því segja að um hálfa öld hafi hver merkismaðurinn af öðrum komið við sögu þessa staðar. Fyrir endanum á Aðalstræti reis mikið tvílyft timburhús árið 1850. Það var eins og kassi í laginu og drógst þakið á því upp í topp. Af útliti þess gaf Sveinbjörn Hall- grímsson ritstjóri því nafn, og kall- aði „Okakerið“. Annars var það kallað „Nýi klúbburinn“ og var fyrsta gistihúsið í bænum. Var það svonefnt „Bræðrafélag11, sem reisti það, en í því voru nokkrir helztu kaupmenn Reykjavíkur, sem ekki fannst sér lengur sæma að sitja í „gamla klúbbnum", sem var þar rétt fyrir sunnan. En kaupmenn þóttust þurfa eitthvert athvarf, þar sem þeir gætu setið á kvöldin við drykkju, spil og reykingar. Vildu þeir einnig fá betri stað fyrir sam- komur sínar. Voru þarna sam- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.