Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 287 Jafetshús á horninu, þá „Hyttan“ og Landsprentsmiðjan lengst til hægri. - "• -yikwi 'HipiF"' —ra komusalir og veitingastofur og fá- ein herbergi handa ferðamönnum. Saga þessa húss er í fáum orðum á þessa leið: Bræðrafélagið varð gjaldþrota eftir fimm ár. Þá keyptu nokkrir kaupmenn húsið og enn- fremur „gamla klúbbinn“ og köll- uðu þetta „Hotel Scandinavia1*. Fengu þeir síðar ungan danskan mann, Niels Jörgensen, til þess að veita fyrirtækinu forstöðu, en þeim helzt ekki á honum, eins og enn mun sagt verða. Seinna tók Einar Zoéga húsið á leigu og kallaði „Hótel Reykjavík“. En 1865 gaf Carl H. Siemsen nýstofnuðu sjúkrahúsfélagi eignina, og var þarna sjúkrahús uppi á lofti um langt skeið, en niðri voru sam- komur haldnar og leiksýningar, og þótti mörgum erlendum mönnum einkennilegt að þetta tvennt gæti farið saman — sjúkrastofur uppi á lofti en dynjandi dansmúsík og annar hávaði þar undir langt fram á nætur. — Árið 1895 festi Hjálp- ræðisherinn rætur hér á landi og næsta ár keypti hann sjúkrahúsið og hélt þar samkomur sínar í 20 ár. Þá hóf hann byggingu stór- hýsis þess, er þar stendur nú. Nú er að minnast á Niels Jörgen- sen. Hann hafði komið hingað sem þjónn Trampe greifa, og í þeirri stöðu hafði honum tekist að koma sér innundir hjá ýmsum helztu valdamönnum í bænum. Og þegar hann hafði nú um hríð verið for- stjóri „Hotel Scandinavia“, kom honum til hugar að það væri mikið betra fyrir sig að reka sitt eigið veitingahús, og sótti því um veit- ingaleyfi. Að vísu virðist svo, sem það hefði átt að nægja jafn litlum bæ og Reykjavík var þá, að þar væri eitt veitingahús. En nú brá svo við, að bæði stiftamtmaður (Trampe) ogbæarfógeti (Vilhjálm- ur Finsen) vöknuðu við að mikil þörf væri hér á öðru veitingahúsi, og þess vegna var Jörgensen veitt veitingaleyfi. Þarf ekki að fara í neinar grafgötur um, að þar hefir hann notið atfylgis stiftamtmanns. Ekki munu kaupmenn, sem þá réðu miklu í bænum, hafa verið gin- keyptir fyrir þessu, því að þeir áttu í mesta basli með „Hótel Scandina- via“, og ekki gott að fá keppinaut. Enda fór svo, að dagar þess fyrir- tækis voru brátt taldir. Jörgensen keypti nú aí Tærge- sen húsin tvö við Aðalstræti, íbúð- arhúsið og verslunarhúsið, sem Einar borgari hafði reist. Stækk- aði hann íbúðarhúsið og hóf svo veitingar. Fóru þær fram í tveim- ur stofum, og var þar farið eftir mannvirðingum. Anddyri var á miðju húsinu að vestan og var gengið úr því inn í veitingastof- urnar. Norðurstofan var ætluð „ó- æðri lýðnum“, en suðurstofan var fyrir höfðingja og heldri menn. Einnig hýsti hann ferðamenn, og var þá stundum svo, að þeir urðu að sofa í veitingastofunum, og voru sumir útlendingar ekki ánægðir með það, þóttust komast seint í rúmið á kvöldin, en verða að fara á fætur á morgnana áður en þeim gott þætti. Annars má það um Jörgensen segja, að hann hefir verið ráðdeild- armaður fyrir sína hönd og laginn á að laða til sín gesti. Hann hefir og verið nokkuð útsjónarsamur, eins og sjá má á því, að hann stofn- aði fyrsta íshúsið í Reykjavík. Var það árið 1871 að beiðni kom frá honum og fleiri mönnum til bæ- arstjórnar um að þeir mættu gera ískjallara í brekkunni suður með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.