Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 293 Fjárhirðir með rekstur. að sök hans hafi verið sú, að hann hefir verið að æfa sig á skautum á annars manns landi. Það þótti hinn mesti búhnykkur að hafa fangana þarna, því að þar voru þeir sjálfgeymdir og í sjálf- heldu. Stjórnin lét þá þó vinna baki brotnu við húsagerð og rækt- un, því að ætlunin var að nýlend- an gæti séð um sig sjálf. En þetta fór nú öðru vísi. Skömmu eftir að nýlendan var stofnuð, komu þang- að selveiðimenn og hvalveiðimenn og settust að þar sem nú er höfuð- borgin Hobarth. Varð þar þá ærið sukksamt, drykkjuskapur mikill og hvers konar ofbeldisverk framin, enda ægði þar saman misindis- Xasmaníu-skoUar. mönnum úr sjómannastétt og saka- mönnunum. Jafnframt fór þá að bera á því, að sakamenn hyrfi. Þeir struku upp í fjöllin og út í skógana. Sumir höfðu þar ofan af fyrir sér á heiðarlegan hátt en aðr- ir gerðust stigamenn og ræningj- ar. Út af þessu gerðist það nauð- synlegt að reisa fangahús í nýlend- unni. Árið 1830 voru svo þeir, sem eitt- hvað höfðu brotið af sér, fluttir út á skaga nokkurn, sem gengur suðaustur úr eynni og safnað sam- an á þeim stað, sem kallaður var Port Arthur. Þar voru þefr látnir vinna að því að reisa stórt fanga- hús, hergagnageymslu, kirkju, sjúkrahús og forstjórabústað. Flutningar sakamanna til ný- lendunnar þarna voru óvinsælir í Englandi og árið 1853 var þeim hætt með öllu. Og árið 1877 — eða fyrir réttum 80 árum — var saka- mannanýlendan í Port Arthur lögð niður. Eru þar nú rústir einar. Þak- ið er farið af kirkjunni og gras grær á gólfi hennar. Blóm vaxa í sprungum í veggjum sjúkrahúss- ins og villirósir setja hlýlegan svip á rústir hegningarhússins. En í Hobarth standa nokkur gömul hús inn á milli nýtízku verslana og glerhúsa. Þar er stjórn- arhúsið, þar eru nokkur geymslu- hús við höínina sem hvalveiðimenn notuðu, og þar er leikhúsið (The- atre Royal) sem opnað var 1837, og þar er brugghús, sem opnað var 1832. HOBARTH er nú orðin allmikil borg og ólík því sem hún var á dögum hvalveiðanna. Nú er þetta friðsæl menningarborg. Þar er mikil verslun og iðnaður og þar er einnig togaraútgerð. Höfnin er stór og góð og geta stærstu skip athafn- að sig þar við hafnarbakkana. Þar má líka sjá skip af öllum gerðum, herskip, stór kaupför og farþega- skip, togara, fljótaskip og kapp- siglingaskip. Á hverju ári er þar efnt til kappsiglingar til minning- ar um þann dag er eyan fannst 1642. Var það Sir John Franklin sem fyrstur stofnaði til þessara kappsiglinga þegar hann var land- stjóri í Tasmaníu. Það var árið 1838. Seinna fórst Sir John ásamt öllum mönnum sínum á ey fyrir norðan Kanada, er þeir freistuðu þess að finna siglingaleið norður fyrir Ameríku. Hobarth stendur við mynni ár- innar Derwent og fram til ársins 1943 var alltaf farið yfir ána á skipum og bátum. En þetta ár var gerð á hana einkennileg brú. Það er flotbrú og hvílir á 24 stein- Uumrar eru útílutuingsvara.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.