Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28» Gatnamót Austurstrætis og Aðalstrætis um 1874. Gildaskáli Jörgensens á mlðrl myndinni. T. v. sér í hús Björns Gunnlaugssonar kennara. ir fógetarétt 4. júlí, og varð úr- skurður fógeta þessi: „Eignina njj. 2 a og b í Aðalstræti ber að af- henda til beiðandans N. Jörgen- sen sem veð til umráða (Pant til Brugelighed), samkvæmt hinni framlögðu veðsetningu Askams 22. júlí 1872“. Skoraði fógeti svo á Einar Zoega að afhenda Jörgensen eignina þeg- ar í stað til umráða sem veð. En Einar neitaði harðlega að verða við því. Jörgensen bauð honum þá tveggja daga frest að flytjast burt úr húsunum, en það var sama, Ein- ar neitaði. Sagði fógeti þá, að ef hann léti ekki Jörgensen fá óhindr- uð umráð yfir eigninni, þá yrði beitt við hann lögregluvaldi. Jörgensen áfrýjaði þá málinu til yfirréttar. Um þessar múndir kom Askam til Reykjavíkur og gagnstefndi Jörgensen. Krafðist hann ógilding- ar fjárnámsgerðarinnar og fógeta- úrskurðar, og heimtaði skaðabætur fyrir álitsspjöll. Einnig stefndi hann fógetanum Árna Thorsteins- son, til að halda svörum uppi fyrir þessa fógetagerð og úrskurð. í Reykjavík voru þá tveir mál- flytjendur við landsyfirréttinn, þeir Páll Melsted og Jón Guð- mundsson ritstjóri, Páll tók að sér málið fyrir hönd Jörgensens og hefði Jón Guðmundsson því átt að sækja gagnsökina fyrir hönd Ask- ams. En hann vildi gjarna vera laus við það, meðal annars vegna þess að hann hafði verið vitundarvottur að kaupsamningi þeirra Askams og Jörgensens. Afsalaði hann sér því réttinum til þess að reka þetta mál. Fekk Askam þá Benedikt Sveinsson á Elliðavatni til þess að vera málsvara sinn. Varð Benedikt að fá löggildingu hjá landshöfð- ingja til þess að mega flytja mál fyrir landsyfirrétti, enda þótt hann hefði verið 2. dómari í þeim rétti á árunum 1859—1870. En nú vildi svo til, að lands- höfðingi var ekki heima, en Jón ritari var fulltrúi hans. Sneri Benedikt sér þangað og í upphafi málsins lagði hann fram eftirfar- andi löggildingu: „Landshöfðinginn yfir íslandi Reykjavík, 4. júlí 1874. Þar eð hr. Benedikt Sveinsson hefir óskað löggildingar til að færa mál kaupmanns Askams fyrir hin- um konunglega landsyfirrétti og til þeirrai' málfærslu sýnt skriflegt samþykki const. yfirréttarprókúr- ators Jóns Guðmundssonar, er hin umbeðna löggilding hér með veitt. F. h. Landshöfðingjans Jón Jónsson. Lagt fram í hinum konunglega yfirdómi á íslandi 6. dag júlímán- aðar 1874 Magnús Stephensen“. Málið gekk nú venjulegan gang, skjöl voru lögð fram og Páll Mel- sted skilaði sókn. Síðan fekk Bene- dikt Sveinsson skjölin. Og um það leyti er landshöfðingi kominn heim og þá fær Benedikt hann til að skrifa á löggildingu Jóns ritara: „Eftir beiðni herra B. Sveinsson- ar staðfestist hér að framan ritað* löggilding. Landshöfðinginn yfir Islandi, Reykjavík 18. júlí 1874 Hilmar Finsen / /Jón Jónsson". Þegar Benedikt skilaði sinnl málsútlistan, gerði hann þær rétt- arkröfur, að fógetagerð og fógeta- úrskurðír 13. og 15. júní og 4. júlí væri gert ógilt, og að Jörgensen yrði gert að greiða Askam 3000—• 4000 rdl. skaðabætur fyrir ýmis- konar óþægindi og traustspjöll. Taldi hann að víxiÚ, afsagður í Englandi, væri ekki viðfangsefni dómstóla hér á landi, heldur dóm- stóla þar. Lagði hann og fram sann- anir fyrir því, að Askam hefði vilj- að borga víxilinn ytra, en ekki fengið það. Kaupsamningurinn þykir honum grunsamlegur og segir: „Engum dettur í hug að rengja, að kaupin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.