Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 14
298 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Iðnvæðing BANDARÍKJAMENN eru komnir lengst í því að nota allskonar vélar við landbúnaðinn. Eru nú í vestur- hluta landsins fjölda margir bú- garðar sem reknir eru þannig, að fyrirkomulagið minnir meira á iðn- fyrirtæki en búskap. Þar vinna sérfræðingar, hver á sínu sviði. Þar eru nautgripabú, þar sem tveir menn komast yfir að gæta 1000 nautgripa. Þar eru kúabú, þar sem tveir menn hirða að öllu leyti 100 kýr. Þar eru hænsabú, þar sem einn maður hirðir um 10.000 hæns. Iðnvæðingin hefir sérstaklega náð sér niðri í hænsnabúum. Þar flytja sjálfvirk færibönd allt fóð- ur til fuglanna og vatnsleiðslan sér fyrir því að alltaf sé vatn hjá þeim. Þegar hænurnar verpa velta eggin niður í vírnet, og þaðan fara þau í vél, sem aðgreinir þau eftir stærðum og lit. Sá sem hirðir hænsnin hefir ekki annað að gera en ganga þar um og líta eftir að þau sé öll við góða heilsu. Iðnvæðingin hófst með því er bændur fóru að fá sér vélar til að vinna þau störf, er áður höfðu ver- ið unnin af mönnum, hestum og nautum. Þessi iðnvæðing hefir nú farið sívaxandi seinustu 25 árin og eigi aðeins orðið til mikils léttis við búskapinn, heldur einnið auk- ið afköstin stórkostlega. Nú vinna 37% færri menn við landbúnað heldur en fyrir 25 árum, en fram- leiðslan er 57% meiri en hún var þá. Þetta eru tölur sem tala. í kjölfar þessarar iðnvæðingar hefir fylgt sú breyting, að jarð- irnar fara stækkandi. Jörðum, sem eru 1000 ekrur og þaðan af meira, fer nú sífjölgandi. Þær þurfa að vera svo stórar til þess að geta borið kostnað við vélakost. En landbúnaðar bændur, sem búa á minni jörðum, hafa tekið sig saman, keypt dýrar vélar í félagi og nota þær í fé- lagi, hafa samvinnu um innkaup og sölu afurða sinna. Á stærstu búunum er stundum ráðsmaður eða framkvæmdastjóri og hann hefir á að skipa faglærð- um mönnum, vélfræðingum, efna- fræðingum og jarðvegsfræðingum. Og það eru þessi bú, sem kenna bændum að iðnvæðast. Þangað streymir fjöldi manna til þess að kynna sér rekstur þeirra, eigi að- eins amerískir bændur, heldur bændur úr öllum álfum heims. Þangað hafa meira að segja komið sendimenn frá rússnesku stjórninni til þess að læra. Því hefir verið haldið fram, að þær þjóðir, sem skemmst eru á veg komnar, muni búa við sult og seiru þangað til þeim takist að iðnvæða landbúnaðinn hjá sér. — Japan er mikið iðnaðarland, en það hefir ekki komið á iðnvæðingu í landbúnaði sínum. Gott dæmi um það er, að þar er eytt 900 dags- verkum í að rækta eina ekru af hrísgrjónum, en til þess að rækta jafn vel eina ekru af hrísgrjónum í Kaliforníu, þarf ekki nema 7% dagsverk, vegna þess að þar er notuð nýasta véltækni. Vélar eru notaðar til þess að plægja, sá, eyða illgresi o. s. frv. Stærstu búin hafa sínar eigin flugvélar til þess að dreifa útsæði yfir akrana og síðan skordýraeitri. Koptar eru mikið notaðir til þessa og einnig við uppskeru aldina. Þeir, sem ekki eiga flugvélar, leigja þær. Rafmagn er notað í æ stærri stíl. Ein kílówatt-stund af rafmagni getur afkastað jafn miklu og einn maður á 8 klukkustundum. Raf- magn »r aotað til þess að sjá um t hænsabúin og klekja út eggjunum. Rafmagn er notað til þess að hrista hnetur af trjám og síðan er hnet- unum safnað saman með rafmagns- sogdælu. Og því er spáð, að innan 20 ára verði komnar sjálfvirkar og sjálfstýrðar rafmagnsvélar (rob- ots), sem vinna flest störf miklu hraðar og betur heldur en menn geta gert. En það er eigi aðeins iðnvæð- ingin sem fleygir landbúnaðinum fram. Bændur hafa einnig tekið efnafræðina í þjónustu sína. Með aðstoð hennar geta þeir valið heil- brigt útsæði og varizt skordýrum og illgresi. Og með aðstoð hennar verða þeir ekki jafn háðir veðráttu og árstíðum, eins og verið hefir. Efnafræðingar hafa fundið, að með sérstökum efnum er hægt að hafa áhrif á vöxt jarðargróða og dýra. Sérstök efni geta bætt jurtum upp sólarleysi, svo að ekki er útilokað að hægt sé t. d. að rækta ananas norður í Svíþjóð. Frægur andlitsmynda málari hringdi í lögfræðing sinn af því að hann var í mestu vandræðum. — Hvað á eg að gera? spurði hann. Frú de Smythe bað mig að mála mynd af sér og lofaði að borga mér 5000 st.erlingspund fyrir, en nú þegar mynd- in er fullgerð, vill hún ekki taka við henni. — Hvernig stendur á því? — Hún segir að myndin geti ekki verið lík sér, vegna þess að uppáhalds hundurinn sinn þekki sig ekki á henni. — I>að er auðvelt að ráða fram úr þessu. Berðu dálítið af reyktu svins- floti á myndina, biddu svo konuna að koma til þín og líta á hana, því að þú hafir gert nokkrar breytingar á myndinni, og bezt sé að hún hafi hund- inn með sér. Daginn eftir hringdi málarinn aftur og sagði: — Þetta gekk ljómandi vel. Hundur- inn hljóp þegar að myndinni og byrj- aði að sleikja hana og þá sagði konan: Ja, nú veit eg að myndin er lík mér, sko hvað hundurinn er hrifinn af henni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.