Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 291 syni hafi orðið eitthvað likt innan brjóst þegar hann heyrði dóm þennan, eins og Þórhalli Ásgríms- syni þegar hann frétti að eytt væri brennumálinu á Alþingi. En sá var munurinn, að Benedikt gat ekki gripið til vopna og látið þau skera úr málinu. Og nú, eftir rúm 80 ár, lætur þessi dómur einkennilega í eyrum manna, að minnsta kostiþeirra, sem eru ólögfróðir. Landsyfirréttur tekur við fjölmörgum skjölum af Benedikt Sveinssyni, þetta mál varðandi. Benedikt mætir í réttin- um hvað eftir annað í þessu máli. Rétturinn afhendir honum skjöl málsins og tekur síðan við vörn hans og gagnsókn. En þegar til dómsálagningar kemur segir rétt- urinn við Benedikt: Þú hafðir ekk- ert leyfi til þess að vasast í þessu máli, því að þú ert ekki málfærslu- maður við yfirdóminn! Allt, sem þú hefir gert er helber markleysa, og það er sama sem að hvorki Askam né neinn fyrir hans hönd hafi mætt í málinu! Manni er spurn: Hvernig stóð þá á því að landsyfirréttur lét Bene- dikt Sveinsson vera að vasast í þessu máli, úr því að hann hafði engan rétt til þess? Eru þetta álíka lögvillur eins og hjá Eyólfi sáluga Bölverkssyni? Jörgensen tók við húsunum og hóf veitingastarfsemi að nýu. Sum- arið eftir fór hann til Kaupmanna- hafnar, varð þar undir sporvagni og beið bana. Ekkja hans helt áfram veitinga- starfinu um skeið, en giftist brátt aftur Johan Halberg skipstjóra. Um aldamótin lét hann rífa gamla „Jafetshúsið" og „Hyttuna" (eða Coghillshús) og reisa þarna stór- hýsið Hótel ísland. En þótt þetta væri myndarlegt hús og setti svip á Miðbæinn, þótti engin bæarbót að því. Varð það miðstöð drykkju- skapar og sérstaklega var „svína- Álagablettir Álög á Rúfeyum í ÞJÓÐSÖGUM Jóns Árnasonar er prentuð þessi sögn, skráð af Ólafi Sveinssyni í Purkey: í Rúfeyum hér á Skarðsströnd mátti aldrei griðung hafa; þeir voru ávallt drepnir; ei þurfti held- ur að sækja naut til kúnna á vetr- um, þær fengu við huldunauti þar á eynni. Þetta gekk lengi fram eft- ir, marga mannsaldra, þangað til bóndi nokkur kom þar er Sigurður hét. Hann keypti graðung af landi til kúnna sinna, og var hann jafn- skjótt drepinn og hann var þang- að kominn. Þetta lét hann ganga í 20 ár; en allir voru drepnir nema sá 20., hann lifði, og síðan hefir þar graðungur verið. Aldrei mátti slá tún í eyum þeim; það var og lítið tún; sýnist svo, að huldufólk þar hafi viljað kosta graðunginn fyrir bændur þá, er þar bjuggu, til léttis fyrir grasið af túninu. — ---o—— Einu sinni bjó í Rúfeyum bóndi sá er Þorgeir hét Jónsson. Kona stían“ þar alræmd. Leiddi þetta til þess að árið 1906 réðust Góðtempl- arar í að kaupa hótelið, og ráku það síðan án áfengisveitinga. „Þótti það tíðindum sæta“, segir Jón biskup Helgason. Árið 1911 keypti Jensen-Bjerg kaupmaður húsið og flutti Vöru- húsið þangað. En árið eftir var Nýa Bíó stofnað og fekk inni í austurálmu hússins og var þar til 1920. Seinast eignaðist Rosenberg veitingamaður húsið. Og svo lauk sögu þess með því að það brann til kaldra kola, eins og fyr er sagt. Þannig er saga þessa staðar. -Á.Ó. hans hét Guðrún, svarkur mikill. Er það sagt frá þeim hjónum, að Þorgeir þætti margfróður og jafn- an vissi hann það fyrir, er fiskur kæmi að Bjarnareyum og færi hann þá í eyarnar og reri því oftast fyrstur og hlæði þá. Það er sagt að formaður væri hann mikill, en heldur kallaður ójafnaðarmaður um sumt. Eitt sinn er sagt að Guð- rúnu konu hans dreymdi, að hún þóttist vera komin í himnaríki, og segði það manni sínum. Þá mælti Þorgeir: „Heldur þú að eg komi þar, Guðrún?" Hún svaraði: „Eitt- hvað máttu þá af leggja, Geiri“. Það voru talin álög á Rúfeyum, að enginn bóndi mátti túnið slá, fyrir því að slys átti við að liggja. Þorgeir vildi ekki heyra slíkt og kallaði hégilju vera, og sló nú sum- ar eitt túnið. En þegar um haustið missti hann ferju eina mikla er hann átti, úr nausti, svo hana braut í spón og var sagt að orðið hefði í litlum vindi. Annað sumar sló Þorgeir túnið, og þá bar svo að, að hann fell ofan af vegg og lær- brotnaði. Þá var það enn þriðja sumarið að Þorgeir sló túnið. Eftir það fór hann út í Bjamareyar til róðra, eins og hann var vanur. En er hann fór heim aftur, fann hann kýr sínar dauðar og Guðrúnu konu sína drukknaða á floti, þungaða, og var þetta kennt túnslættinum. Er og sagt að þá hafi Þorgeir látið af að slá túnið. Hefir og aldrei síðan tún verið slegið í Rúfeyum, allt til þess að þetta er ritað (1833) eftir frá- sögn Odds Ormssonar, er þá bjó í Rúfeyum. Út af Rúfeyum eru sker, sem nefnast Nautasker. Fjarar í þau í stórstraum. Sagt er að fyrrum hafi þau verið metin á 5 hundruð, sök- um sölvatekju. Sú er sögn, að sker- in hafi fengið þetta nafn, þegar kýrnar fórust þar og Guðrún kona Þorgeirs. t Þ.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.