Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 299 Björn í Bœ: Úr lífi alþýðunnar MARGT BREYTIST MEÐ TÍMANUM ÞAB HEFIR sagt mér Bjöm Bjöms- son, ættaður úr Svarfaðardal, nú 85 ára, að þegar hann var 10 ára var hann sendur vestur yfir Unadalsjökul niður í Unadal að Ljótstöðum til Sigmundar Pálssonar bónda þar sem verslaði með ýmsar smávörur. Átti Bjöm að sækja 2 pund af kandís. Þetta var náttúrlega að sumri til, en sýnir þó hve mikið var lagt á sig í þá tíð oft fyrir lítið að manni finnst, því þama var yfir slæman fjallveg að fara. Sagt er mér að Pétur Sigurðsson, nú ritstjóri „Einingar" hafi eitt sinn verið sendur úr Flókadal í Fljótum til Sauðárkróks til að sækja 2 potta af brennivíni. Var þá 12 ára. Þama hefir verið yfir margar óbrúað- ar ár að fara og um 70 km leið. Vínið hefir æði oft verið bölvaldur þessarar þjóðar og margur maðurinn týnt lífi af þess völdum. Vel gat svo farið, að drengurinn Pétur hefði ekki komið úr þessari sendiferð, en sem betur fór átti bindindishreyfingin því láni að fagna að njóta starfskrafta hans. MERKIS MAÐUR GÍELI PÁLL SIGMUNDSSON sem var lengi bóndi á Ljótstöðum í Hofshreppi, dáinn 1927, þá 75 ára, var að mínu minni frekar lágur maður, laglegur sem eldri maður, skegglaus, sköllóttur og notaði parruk sem þá var nokkuð títt, sérstaklega af betri mönnum sem kall- aoir voru. Á unga aldri var Gísli sagður einn mesti fyrirmyndar og glæsimaður í héraði sínu. Hann sigldi til Danmerkur o* nam þar trésmíði sem þá var talinn mikill frami. Marga muni haglega gerði Gísli og á eg t.d. skáp eftir hann, sem á þessa tíma mælikvarða er mjög vel gerður. Uppfinningamaður mun Gísli hafa verið, og má þar til nefna að hann fann upp taðkvörnina, sem á sín- um tíma var talin þarfaþing og var raunar mikil framför frá því að berja áburðinn sundur með kláru eða hross- haus. Eftir að Gísli kom frá útlöndum snúðaði hann sér plóg sem hann mun hafa séð ytra, en eliki mun hafa orðið mikil framkvæmd í plægmgunum því dráttaraflið var gángspil, sem hefir reynst frekar tafsamt í notkun. Gísli mun hafa verið mikill gleði og dansmaður á yngri árum og þó var hann víst ekki vínmaður. Var hann eftirsóttur í öll samkvæmi. Faðir Gísla, Sigmundur Pálsson, bjó á Ljótstöðum og var einn mesti bú- höldur; stundaði hann einnig verslun með búi sínu. Er Sigmundur forfaðir þeirra Davíðs S. Jónssonar stórkaup- manns og Björns Jónssonar kaupmanns (versl. Halli Þór) og fleiri dugandi fólks í Reykjavík og víðar. í mínu ungdæmi man eg eftir gam- alli konu, mjög einkennilegri, sem hét Lilja Ólafsdóttir og var kölluð litla Lilja. Hún var svo smá, að hún náði fullorðnum manni í mitti. Fyrir mitt minni bjó hún með manni sem kall- aður var Jón hái. Var sagt að Lilja hefði getað gengið upprétt á milli fóta hans. Nokkrar sögur hripaði eg niður eftir Lilju og heyrði nokkrar um hana sagðar. Hér kemur ein eftir henni sögð: í Hofsós var um 1850 til 1880 miltið og listilega dansað og mikill gleð- skapur oft. Aðalmaðurinn í skemmt- analífi staðarins var Hólm nokkur, danskur verslunarmaður, og svo ungur maður, Gísli á Ljótstöðum sem var tal- inn efnilegur ungur maður. Hólm gat dansað með parabakka á kollinum án þess að halda við hann eða að pörin hreyfðust. Mjög strangur var hann að regla væri góð á dansgólfinu og þar urðu allir að vera í einum hring og lágu sektir við ef útaf var brugðið. T.d. urðu þau pör, sem útúr hringnum döns- uðu, að klæða sig úr og dansa á nær- klæðum. Þótti það mikil skömm. Sagð- ist Lilja aðeins einu sinni hafa orðið fyrir því óláni. Mjög fannst okkur krökkunum Lilja vera skritin og ekki beint þrifaleg. Bróðir hennar réri eitt sinn frá Bæjar- klettum (þar sem Lilja var búsett) og eldaði hún ofaní hann. En eitt sinn er kútmagar voru framreiddir, kom aung- ull úr einum. Er þá sagt að bróðirinn hafi hætt að láta Lilju sjóða íyrir sig. í kofa þeim er Lilja bjó voru svo lágar «iyr að þegar við strákarnir ætl- uðum inn þurftum við að fara á fjóra fætur. Eg var viðstaddur er Lilja litla var kistulögð. Þurftum við að leggja lík hennar á teppi og hálfgert draga hana þannig út um dymar. Flugskeyti í BLÖÐUM vestan hafs er þess getið, án þess þó að opinber stað- festing hafi fengizt á því, að amer- íski herinn hafi nýlega skotið flug- skeyti, er fór hærra en nokkur dæmi eru um áður. Flugskeyti þetta nefnist „Jupi- ter C“ og er sagt að það hafi kom- izt í 650 enskra mílna hæð og farið með 15 þús. mílna hraða á klukku- stund. Það kom niður syðst í At- lantshafi, um 3000 mílur frá þeim stað, þar sem því var skotið, en það var í Florida. Hæðarmetið var áður 240 ensk- ar mílur og var sett af WAC Corporal rákettunni, en hún hafði þá líka náð hámarkshraða, 6.864 mílum á klukkustund. í sambandi við þetta er minnt á tvö önnur merkileg flugskeyti. Annað þeirra nefnist „Viking“, og er það ráketta, sams konar og sú, sem á að bera gerfiknöttinn fyrsta áfangann. Þessi ráketta var reynd nýlega. Komst hún í 125 mílna hæð og fór með 4000 mílna hraða á klukkustund. Hitt flugskeytið nefnist „Polaris" og á að geta kom- izt í 1500 mílna hæð. Það er smíð- að fyrir flotann og á að vera hægt að skjóta því úr kafbátum, enda þótt þeir sé neðansjávar. Þetta skeyti er með kjarnasprengju í broddinum. S>!9INMNJ i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.