Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 8
292 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS unn EYAN TASMANIA er hinum megin á hnettinum I LESBÓK 23. maí 1954 er sagt frá s einustu æviárum Jörundar Hundadagakonungs. Hann dvaldist þá á eynni Tasmaníu, sem er hin- um megin á hnettinum, og eru það andfætingar vorir sem þar búa. Lengra frá íslandi gat Jörundur tæplega komizt. Og þarna bar hann beinin og var grafinn í gamla kirkjugarðinum í borginni Hobarth, en nú er leiði hans týnt. Það má því vera að ýmsum þyki gaman að kynnast nánar þessu eylandi, þar sem íslenzki konungurinn hvílir. rpASMANÍA er stór ey suður af Melbourne í Ástralíu, þar sem Olympíuleikarnir voru háðir nú fyrir skemmstu. Það var hollenzk- ur landkönnuður, Abel Tasman, sem fann eyna fyrstur manna árið 1642. Hann kom þangað á tveimur skipum, sem hétu „Heemskirk11 og „Zeehaen“. Hann gaf eynni nafn og kallaði hana Van Diemens land, til heiðurs við hollenzka landstjórann í Austur Indíum, er svo hét. Seinna var nafninu breytt og eyan köll- uð Tasmanía og kennd við þann er fyrstur fann hana. Breitt sund, um 130 sjómílur, að- skilur Tasmaníu og meginland Ástralíu og nefnist Bass Strait. Einhvern tíma í fymdinni hefir ey- an þó verið áföst meginlandinu, verið höfði á skaga, sem gekk suð- ur úr því. En annað hvort hefir skaginn sokkið, eða þá að yfirborð sjávar hefir hækkað, því að langt er nú síðan að eyan losnaði við meginlandið. Og þegar þau tíðindi gerðust, urðu þar einangraðir þeir Ástralíunegrar, sem þar bjuggu og einnig öll dýr, sem þar höfðust við. Af þessu stafar það, að á eynni finn- ast enn nokkrar dýrategundir, sem ekki eru til annars staðar. Nú eiga um 315.000 manna heima í Tasmaníu, þar af um þriðjungur í höfuðborginni Hobarth. Eyan er hálend og víða ill yfirferðar, enda er um þriðjungur hennar svo að segja óbyggður. Það er vel hægt að fljúga umhverfis eyna á einum degi, en svo torsótt er að ferðast í óbyggðunum að menn hafa stund- um verið 12 stundir að brjótast á- fram svo sem 2 km leið. Þetta svæði er á suðvestur ströndinni og er í daglegu tali nefnt „gleymda fimmtin“. EKKI festu hvítir menn byggð á Tasmaníu, þótt hún væri fundin. Liðu svo 162 ár, að enginn maður settist þar að. En svo hófst sú saga, er gerði eyna illræmda um langa hríð. Bretar gerðu hana að saka- mannanýlendu árið 1804 og voru þangað fluttir allir þeir, sem eitt- hvað höfðu gert af sér, jafnt smá- þjófar sem morðingjar, brennu- vargar og ræningjar. í skrám um sakamenn má enn lesa, að ungur smiður var fluttur þangað í lífs- tíðar útlegð fyrir „privatly skat- ing“. En það þýðir víst sama sem : -=-8«r: Tasmanía er (ásamt mörgum smáeyum) um 67.870 ferkm, að flatarmáli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.