Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 12
29S LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan: Þriðjudagur LÆKNIRINN heyrði að klukkan sló 12 á miðnætti. Hann var að enda við mánudags-dagbók sína, og var þreyttur. Þetta hafði verið langur og erfiður dagur. Bara að morgundagur- inn yrði nú ekki eins! Þá heyrði hann konu sína kalla ofan af lofti. — Já, —já, nú er ég að koma, kall- aði hann á móti. Svo stóð hann á fæt- ur, teygði úr sér, slökkti svo ljósið og gekk upp stigann. Ósjálfrátt komu hon- um í hug þeir dagar, þegar hann var stúdent og hamaðist í knattleik, fór ó dansleika og í veizlur, og var eins og nýsleginn túskildingur morguninn eft- ir. Hvernig skyldi honum takast nú að hlaupa með knött? Nei, hann vildi ekki hugsa um það. Hann var of þreytt- ur. En hvernig stóð á því að hann skyldi álpast til að verða læknir? Hann var kominn upp á stigapall- inn og þreifaði eftir kveikjaranum. En i sama bili hringdi dyrabjallan. „Æ, ekki núna!“ stundi hann. Átti hann að láta sem hann heyrði ekki? Skyldi komumaður ekki hætta að hringja, ef enginn svaraði? Þessu hafði hann oft velt fyrir sér áður, en altaf orðið að láta í minni pokann. Hann vissi ofur vel, að hann mundi verða að fara til dyra, þótt honum væri það sárnauð- ugt. Hann tautaði einhver óprenthæf orð, fór svo niður stigann og skaut loku frá hurð. — Hvað viljið þér? kallaði hann hryssingslega út um dyragættina. Gestur lét sér hvergi bregða. — Gott kvöld, læknir. Viljið þér koma. Hún er sárþjáð. Læknirinn virti manninn fyrir sér. Þetta var lítill maður, bringubreiður, órakaður og svart skeggstæðið og bak við það skein í hvítar tennur; heldur óaðlaðandi maður með væmnisbrosi. — Hvað gengur að henni? spurði læknirinn. — Veit það ekki. Hún kemur bara hart niður, harðara en nokkuru sinni áður. — Hve mörg börn hefir hún átt? — Níu, sagði maðurinn og virtist montinn af. Sex eru dauð. — Jæja, sagði læknirinn, eg skal koma. fil þrautar Svo fór hann að ná í tösku sína. Sex dauð — lét í eyrum hans. Það er svo sem engin furða. Læknirinn hjálpar konunum, en hvað dugir það í þess- um tjöldum og grenjum, innan um hunda og ketti og hesta, og við illt viðurværi? Það er furða að þau skuli ekki öll deya. Hann kom út, steig á bílinn sinn og lauk svo upp hinni hurðinni. — Komið þér hérna inn, sagði hann við gestinn. Maðurinn settist hjá hon- um og læknirinn sá að hann var kóf- sveittur. Hann sá líka að hönd hans titraði, stór og geisilega óhrein hönd. — Hver hjálpaði henni þegar hún átti hin börnin? spurði læknirinn. — Hún sjálf og ég, svaraði maður- inn. — Þér eruð þá vanur þessu, sagði læknirinn. Hvers vegna eruð þér að sækja mig? — Það er verra núna. Hún kemur mjög hart niður. Við höfum verið lengi saman, hún og ég. Hún er ágæt, og það væri slæmt fyrir mig að missa hana. Þér skiljið það. Læknirinn komst við. — Það væri líklega réttast að flytja hana í sjúkrahús, sagði hann. — Nei, nei, ekki í sjúkrahús, sagði maðurinn. Þar deya allir. Bíllinn var nú kominn út á slæman veg, sem lá um eyðilönd. Læknirinn kom auga á tjald utan við veginn. Það var topptjald og stóð í skjóli við hest- vagn. Hann renndi bílnum þar að, en lét ljósin loga. — Hún er hérna, sagði maðurinn og skreið á fjórum fótum inn í tjaldið. Læknirinn varð líka að skríða á fjórum fótum inn. Þar logaði kerta- ljós og hann sá framan í konuna. And- lit hennar var afmyndað af þjáningu, svitinn bogaði niður af því og hárið klesstist í hann. — Eg kem með hann, Leel, sagði maðurinn, og nú er öllu borgið. — Velkominn, sagði hún. Hún var mjög stórskorin, með sterka kjálka og há kinnbein, dökk af sólbruna, en það var ekkert blóð í húðinni. Þetta er hræðilegt, hugsaði læknir- inn, og hann íann köiduna svita slá út um sig. Það mátti heita ólíft þarna inni fyrir ódaun af fólki og hundum. Læknirinn fór úr jakkanum og í þrjár klukkustundir var hann að reyna að hjálpa konunni, og alltaf vonlaus. Barn- ið hlaut að deya og konan hlaut að deya. Það var ekki hægt að bjarga þeim eins og á stóð. Rafhlaða bílsins var nær tæmd þeg- ar hann kom út. En þá var honum glatt í geði. Honum hafði tekist að gera það, sem allir mundu hafa talið óhugsandi. — Ekki fleiri börn, sagði hann við manninn. í næsta skifti deyr hún. Skilj- ið þér það? Maðurinn varð súr á svipinn. — Mér er alvara, sagði læknirinn. — Eg skal minnast þess, sagði mað- urinn. Hvað skulda ég yður? Læknirinn hugsaði sig um. Svo brosti hann; — Þér skuluð biðja fyrir mér! — Guð blessi yður, sagði maðurinn. Og hérna — hann dró upp úr vasa sínum lítinn útskorinn hlut — takið við þessu. Því fylgir blessun. Meðan þér geymið það heima hjá yður, þá deyr ekkert barn yðar úr barnaveiki. Kunningi minn gaf mér þetta, hann kom með það frá Evrópu. Viljið þér þiggja það? — Já, sagði læknirinn og ók af stað. Honum var gott í skapi. Þegar hann kom heim hringdi sím- inn látlaust. Hann bölvaði, en greip þó heyrnartólið. Hann hélt á útskorna hlutnum í hendinni; hann var úr svart- viði, slitinn af því að vera lengi velkt- ur milli handa. Þetta var andlitslaus mynd af sitjandi goði með uppréttar hendur. Það var símakall frá sjúkrahúsinu inni í borginni, en þangað var 30 km. vegur. Hann yrði að koma undir eins. Frú B. var komin þangað og átti að fæða. Hann spurði hvort sín gerðist þörf, hvort hún væri alveg komin að því að fæða. Já, hann yrði að koma. Hann var dauðþreyttur og hreipt ekki uppnæmur fyrir frú B. Hún var vell- auðug og stálhraust. — Jæja, ég skal þá koma, sagði hann þreytulega. Hvenær skyldi ég fá að blunda? hugs- aði hann á leiðinni til borgarinnar, og einu sinni eða tvisvar varð hánn þess var að hann var að dotta við stýrið. Hann varð að taka á öllu þreki sínu til þess að halda sér vakandi. Frú B. var ekki komin að því að fæða, en hún vildi hafa hann sjá sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.