Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 10
294 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS steyptum flothylkjum. Hún er 3807 fet á lengd, en ekki bein, heldur hefir hún verið lögð í alnboga móti straumi, svo að hún standist bet- ur. Við hafnarbakkann í Hobarth er hlið á henni, sem stærstu skip geta siglt um. Nýtízku bragur er á öllu í Hobart og geisileg bílaumferð á götunum. Er hún því all ólík því sem hún var á þeim árum, er Jörundur var að veslast þar upp. Önnur stærsta borgin er Launce- ton og er norðan á eynni, en hún er helmingi minni en Hobarth. Þó er þar mikill iðnaður. En kunn- ust er borgin fyrir ullarverslun, enda eru mestu fjársveitir eyar- innar austur af henni. Um þær liggur þjóðvegur milli borganna. Það var kona, sem flutti fyrstu kindurnar til Tasmaníu. Hún hét Elisabet Forlonge og kom þangað 1820 með 100 kindur af Merino- stofni. Nú eru þama milljón sauðfjár og er það svo að segja allt komið af þessum kindum. Og það var sauðfjárræktin er fyrst kom fótunum undir landbúnað þar. Nú flytja Tasmaníumenn árlega út um 20 milljónir punda af ull og fá fyrir um 14% milljón dollara. Ullin þyk- ir framúrskarandi góð og er mjög eftirsótt. Mikið kapp er og lagt á það að kynbæta féð þannig, að ull- in verði sem bezt. Eru því kyn- bótahrútar í mjög háu verði og árið 1896 var þar seldur hrútur fyrir 8000 dollara. Það er met, en þó eru góðir hrútar seldir nú á 2—3 þúsund dollara. Og svo er komið, að ullin í Tasmaníu þykir betri en ástralska ullin og fæst hærra verð fyrir hana. Á fyrstu árum sauðfjárræktar- innar höfðu bændur engan frið með kindur sínar. Þá var þarna enn mikið um markamenn, sem stálu kindunum. Var það því tekið til bragðs að geyma fé um nætur í ramgerum girðingum. Má enn sjá slíkan nátthaga hjá Bricken- don. Er þetta há girðing og mjög ramger grind í hliði. En bændur áttu líka í stríði við villidýr, sem lögðust á sauðféð. Það voru Tasmaníu-úlfar og Tasmaníu- skollar, dýr sem hvergi eru til nema þar. Nú er svo komið, að úlf- ar sjást þar ekki og halda náttúru- fræðingar að þeim hafi verið alger- lega útrýmt*). Skollarnir lifa aftur á móti góðu lífi. Þetta eru kolsvört pungdýr, á stærð við greifingja, en grimm mjög og víla ekki fyrir sér að ráðast á stærstu kindur. Af öðrum dýrum, sem þarna eru og hvergi annars staðar, má nefna þrjár slöngutegundir og er bit allra banvænt af eitri. MESTI ókosturinn á Ástralíu er vatnsskorturinn. En af honum hef- ir Tasmanía ekki að segja. Þótt ey- an sé hundrað sinnum minni en meginlandið, er þar eins mikið vatn eins og á öllu meginlandinu. Þar rignir mikið, þar eru há fjöll og frá þeim koma vatnsmiklar ár, en víða eru stöðuvötn. Hér hagar því mjög vel til um vatnsvirkjun, enda hefir það verið notað svo, að nú er þar rafmagn á hverjum 96 heimilum af 100. En þrátt fyrir kosti rafmagnsins finnst mörgum bændum sem það hafi orðið óþarfur gestur þar í landi, því að það hafi haft enda- skipti á öllum hlutum. Landið sé ekki sjálfu sér líkt lengur, og sé það hörmulegt. Með rafmagninu hafi komið stóraukinn iðnaður, sem dragi fólkið úr sveitunum í margmennið. Og það er hverju orði sannara, að svo hefir farið. Nú vinna þar fleiri við verksmiðj- ur en landbúnað. Áströlsk iðnfyrir- tæki hafa flutt sig þangað, vegna •) 1 nýustu enskum blöðum er skýrt frá því að Tasmaníu-úlfur hafi nú fundizt, en þá voru liðin 27 ár síðan menn heldu þá aidauða. raforkunnar, og erlend iðnfyrir- tæki eru einnig farin að skjóta þar upp kollinum. Síðan seinni heims- styrjöldinni lauk, hafa risið þar upp 560 verksmiðjur. ÞAÐ ER dálítið einkennilegt að ferðast um Tasmaníu og sjá hvað cllu svipar mjög til þess sem er í Englandi. Bóndabæimir eru í sama stíl og enskir bóndabæir og byggð- ir sem þeir úr múrsteini. Gróður er og mjög svipaður, en það er vegna þess, að þangað hafa verið fluttar allar þær trjátegundir, sem til eru í Englandi og mikið af grös- um og blómum. Landið er mjög frjóvsamt og þar eru margir fagrir dalir, sem kalla má einn samfelldan aldingarð upp í miðjar hlíðar. Einkum er það Huondalurinn, en þar eru aðallega ræktuð eplatré. Þau eru innflutt, því að engin eplatré voru á Tas- maníu er hún fannst. Nú er upp- skeran orðin svo mikil, að út- flutningur á þeim veitir eynni næst hæstar tekjur og slaga þær háttupp í tekjurnar af útflutningi ullar. Með -al uppskera af eplum er nú talin um 5 milljónir bushels. Uppskeru- tíminn hefst í febrúar og stendur fram í maí. Eplunum er ekið á stórum flutningabílum til Hobart og þar er farið með þau rakleitt í kæligeymslur flutningaskipanna er flytja þau til útlanda. Vegna þessarar miklu eplaframleiðslu er Tasmanía stundum nefnd Epla- landið, og má það til sanns vegar færast. Þess má geta hér, að það var William Blight, skipstjóri á „Bounty“ sem flutti fyrstu epla- trén til Tasmaníu og gróðursetti þau 1788 á eynni Bruny, sem ligg- ur fyrir utan Hobarth. Ey þessi er löng og mjó. Þar eru nú um 600 íbúar og lifa aðallega á epla- rækt, en einnig á sauðfjárrækt, fiskveiðum og skógarhöggi. Það er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.