Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 4
288 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tjörninni. Átti hann að vera 8 aln- ir á hvern veg og grafinn inn í brekkuna. Þarna skyldi geymd matvæli, og hefir Jörgensen óefað haft manna mesta þörf fyrir slíka geymslu, vegna veitingastarfsemi sinnar. Staðurinn var hentuglega valinn, því að skammt var að ná í ís á tjöminni um vetur. Bygginga- nefnd fellst á þessa beiðni og svo var ískjallarinn gerður í miðri brekkunni. Var hann síðan notað- ur í nokkur ár, en einhverra or- saka vegna lagðist hann þó niður aftur. Mælt er að Jörgensen hafi grætt á tá og fingri, einkum eftir að „Hotel Scandinavia" lagðist niður, og fór svo fram um hríð. Vorið 1872 kom hingað enskur kaupmaður, William Askam frá Hornsea í Yorkshire. Hann átti og verslun í Færeyum og gerði þar út nokkur skip á fiskveiðar. Hing- að var hann kominn til þess að kaupa hesta og sauðfé á fæti að flytja lifandi til Englands. Hann settist að í gistihúsi Jörgensens. Og nú vill svo til, að 10 júlí kaupir Askam allar fastar og laus- ar eignir Jörgensens, að undan- skildum sængurfötum, nærklæðum og ígangsfötum hans sjálfs, konu og barna. Kaupverðið var 12.000 rdl. í kaupsamningnum er nánar tiltekið hverjar hinar seldu eignir sé. Þær eru: Veitinga- og íbúðar- húsið Aðalstræti 2A, með báðum aðalviðbyggingum og nýjum skúr áföstum; verslunarhús og pakkhús Aðalstræti 2 B; lóð, sem þessum húsum fylgir og afgirtur garður nyrzt í henni; allt lausafé, sem nú er í húsum þessum. En Askam skuldbatt sig til þess að greiða allt andvirðið, 12.000 rdl. fyrir 26. júlí. Þessi sala mun hafa vakið all- mikla furðu og umtal í bænum, því að þá hafði ekki heyrzt fyr að nokkur eign hefði verið seld svo dýrt. Viðurkenndi og Jörgensen það síðar, að virðingarverð hins selda hefði ekki verið nema 11 h* af upphæðinni, eða 5500 rdl., og hefði Askam verið kunnugt um það. Askam var með stórar fyrirætl- anir á prjónunum í sambandi við þessi kaup. Hann ætlaði að reisa þarna stórt og vandað gistihús, einkum miðað við þarfir og kröfur erlendra ferðamanna, og svo ætl- aði hann að hafa að minnsta kosti 100 hesta til að leigja útlending- um til ferðalaga um landið. En þegar leið að skuldardegi var Askam það ljóst, að hann mundi ekki geta staðið í skilum. Var þá gerð sætt milli þeirra Jörgensens fyrir gestarétti. Var hún á þá leið, að Askam skyldi greiða þá þegar 6000 rdl., en fá ársfrest á greiðslu eftirstöðvanna, með því að greiða af þeim 4% vexti. Jafnframt gaf Askam Jörgensen 1. veðrétt í fast- eigninni og öllu því er hann keypti. Fóru þeir svo heim í gistihúsið og bættu þar nýum ákvæðum við þessa sætt. Voru þau á þá leið, að ef vanefndir yrðu af hálfu Askams, skyldi hann eigi aðeins greiða Jörg- ensen skaðabætur eins og lög heim- iluðu, heldur einnig 2000 rdl. fyrir veitingaréttinn, sem Jörgensen framseldi honum þá. Eftir þetta fluttist Jörgensen til Kaupmannahafnar og ætlaði að setjast þar að. En Adam réð Ein- ar Zoéga til þess að stjórna gisti- húsinu fyrir sig. Síðan keypti hann allmarga hesta til útflutnings, en skipið, sem flutti þá, komst ekki héðan fyr en í nóvember og hreppti verstu veður. Munu hafa orðið all- mikil vanhöld á hestunum á leið- inni, en þeir sem lifandi komust til Englands, voru,svo illa útlítandi, að lítið verð fékkst fyrir þá. Mun Askam hafa beðið mikið tjón af þeim kaupum. Leið nú og beið fram á næsta sumar, en þá gat Askam ekki stað- ið í skilum með annað en vexti, en lét Jörgensen hafa víxil fyrir upp- hæðinni. Greiddi hann svo 200 Sterlingspund um haustið (1800 rdl.) og gaf út víxil fyrir eftir- stöðvum skuldarinnar. Fól Jörgen- sen málaflutningsmönnunum La Cour & Watson í Leith að inn- heimta víxilinn þegar að gjalddaga kæmi. En gjalddaginn var nokkuð óákveðinn „í eða kringum marz- mánuð 1874“. Nokkru áður en víxillinn féll, kom Askam til málaflutnings- manna og skýrði þeim frá því, að hann mundi geta greitt víxilinn, en til þess yrði hann að taka lán með afarkostum. Kvaðst hann helzt vilja vera laus við það, því að inn- an skamms fengi hann peninga hjá nautgripasala nokkrum. Spurði hann því hvort ekki' mundi hægt að fá enn nokkurn frest. Málaflutn- ingsmennirnir lofuðu að skrifa Jörgensen og spyrja hvort hann vildi framlengja enn. Þegar svarið kom svo frá Jörgen- sen kom Askam enn á fund mála- flutningsmannanna og kvaðst nú geta greitt víxilinn að fullu. En þá neituðu þeir að taka við borgun, og sögðu að Jörgensen hefði bann- að sér það. Snemma sumars kemur svo Jörgensen til Reykjavíkur og krefst þess að fjárnám sé gert í húsunum við Aðalstræti og öllu sem í þeim sé, samkvæmt veðsetn- ingu Askams. Taldi hann sig þá eiga hjá Askam 4200 rdl. eftir- stöðvar af kaupverðinu og 2000 rdl. fyrir veitingaleyfið, eða sam- tals 6200 rdl., að viðbættum vöxt- um og skaðabótum. Fjárnámið var gert, og síðan krafðist Jörgensen þess að eignirn- ar væri sér afhentar. Kom það fyr- L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.