Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 29T Hún var björt og rjóð í kinnum, hún hvíldi undir drifhvítum lökum og það var glóbjart í stofunni. Þar voru líka blóm og angaði af þeim. Hún rétti honum höndina. — Guði sé lof fyrir það að þér kom- uð, sagði hún. Eg veit að ég hefði dáið ef þér hefðuð ekki komið. Hann brosti við henni, en honum var þó gramt í skapi. Það var auðséð að hún mundi ekki fæða fyr en eftir margar klukkustundir, og hann hefði því getað verið heima og sofið á meðan. — Þetta mun allt ganga vel, sagði hann af gömlum vana. Hann blundaði stund og stund á hörð- um legubekk í biðstofunni. Fyrir sjón- um hans sveimuðu myndir af svörtu andliti og hvítum tönnum, og rólegu konunni í tjaldinu og hvernig hún beit á jaxlinn þegar kvalirnar voru óbæri- legar. Hún var ekki kjarklaus. Frú B. hljóðaði á eitthvað. — Þér verðið að gefa mér eitthvað. Eg þoli þetta ekki. — Seinna, sagði hann, og svo fékk hann stundarfrið til að halla sér aftur. Svo leið og beið, en ekkert var að óttast, allt fór eðlilega að hjá frú B. enda þótt hún hefði þjáningar. Hvað var það fyrir unga og hrausta konu? Maðurinn hennar beið, skrautlega klæddur, með mikla ístru og rautt og blátt nef. Hann drekkur of mikið, hugs- aði læknirinn. „Hvernig líður henni. Ó, þér megið ekki yfirgefa hana. Þér verðið altaf að vera yfir henni!“ — Maður skyldi ætla að hér væri ein- hver fræg persóna að fæðast, í staðinn fyrir litla stúlku, sem átti það fyrir sér að alast upp við of mikla peninga og vera gjörsamlega eyðilögð á dálæti Honum varð á að bera þetta saman við drenginn, sem hann hafði hjálpað inn í þennan heim þá um nóttina. Það var komið fram undir kvöld er hann bjóst til heimferðar. Allt var þetta óþarfa ómak, nema svo sem hálf stund. Herbergið hennar frú B. var fullt af blómum, ávöxtum og gjöfum, og ættingjar, angandi af ilmvötnum, voru komnir. — Þér komið aftur í fyrramálið, strax í fyrramálið? — Já, sælar. Allt mun ganga vel. Það var þessi gamla tugga, sem mað- ur var orðinn svo leiður á að manni velgdi við að taka hana í munn sér. Hann var kominn að vegamótunum heim til sín, þegar hann hemlaði svo skyndilega að hvein í götunni. Hann ^JJehlufyoi / 94 7 Eldmökkur yfir Heklu. Ótal kynjamyndir rísa úr rauðu kófi rofinn er barmur jarðar. Hristist jörð og himinn. Hrynja björg og molna. Máttarlítill er maður moldarsonur hjá grjóti. Eldhjarta okkar móður ennþá slær sem forðum. Innra er heitt þótt ytra íss og fannskautið beri. Gjarnt er ei henni að gráta geiglaus í bláum öldum. Fjalladrottningin fagra frjáls skal sem blær á vori. Eldstafir efra ritast óráðnir, himni geymdir. Reika um rökkvuð bólstur rislágir svipir þeirra áa, sem eitt sinn gengu ættarslóðir, en birtast stundum, ef ennþá standa storðarmegin á vöku. „Eldur er ýtum beztur“ órætt er tímans Ietur. Stutt er hvers leið, því stilltir strengir hrökkva í sundur. Vita þeir fátt, sem verja vitund í strit án leitar. Upphaf er líf, en endi enginn til hlítar þekkir. INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestbakka. var fokreiður. Hann hafði séð Leel með marglitt sjal yfir sér og hvítvoðung- inn vafinn þar inn í. Hún var að fara í búðir. Hann stökk út úr bílnum og gekk til hennar. — Hvað á þetta að þýða? hrópaði hann. Hvað á þetta að þýða? Á ég að bjarga ykkur frá dauða og svo steypið þér yður strax í dauðann á eftir. Þér eigið að vera heima og liggja í rúminu. — Það er ekkert að mér, læknir, svaraði hún. Og ég hefi engan tíma til þess að liggja í rúminu. Hvers vegna ætti ég svo sem að liggja 1 rúm- inu? Honum rann reiðin. Hvað gat hann gert? Guð gaf mönnum líkama og þeir fóru ýmist vel eða illa með hann. Hér varð engu um þokað. — Jæja þá, sagði hann dapurlega og gekk til bílsins. — Guð blessi yður, kallaði hún á eftir honum. Náðin drottins sé með yður. Hann kom heim. Konan hafði verið orðin hrædd um hann, en hún hafði góðan mat á borðum og það skíðlog- aði í ofninum. Hann þakkaði guði fyr- ir að eiga hana. — Þú hlýtur að vera uppgefinn, eftir allan þennan tíma, sagði hún. — Já, ég er sannarlega uppgefinn. Síminn hringdi. — Hver er þetta? Nú, eruð það þér B? Hvað er yður á höndum? Hefir hún höfuðverk, ojæja. Hún er svei mér heppin að það skuli ekki vera neitt annað. Hún verður að sætta sig við það. Eg hefi sjálfur höfuðverk, og hvað get ég gert. Nei, ég get ekki komið aftur. Það er alveg sama hve gjarna hún vill fá mig. Eg sá rétt áðan konu, sem ól barn í nótt. Og hvað hald- ið þér að hún hafi verið að gera? Hún var að fara í búðir. Eg skal koma til konunnar yðar í fyrramálið, eða þá alls ekki. Hún er fílhraust, og það gengur ekkert að henni. Þetta er allt og sumt. Verið þér sælir! Hann skellti heyrnartólinu á sím- ann. — Jæja, þar hefi ég misst einn sjúkl- ing, mælti hann. Svo tók hann dagbók sína og fór að skrifa í hana: — Katlasmið fæddur sonur. Ríkum manni fædd dóttir. Og þar undir skrifaði hann með stór- um stöfum: — Þetta eru þriðjudagsbörn. (Úr „The Green Hills and other Stories") S— STAFVILLA t fyrir f, varð í 2. línu 2. erindis I kvæði Hórazar í Lesbók 5. maí. Réttar eru hendingarnar þannig: Hræddi hann þjóðir heims með slíkura teiknum, hér yrði Pýrrhu öld með nýum íeiknuia. { 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.