Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 295 Seinustu frumbyggjar Tasmaníu — Truganini og karlmaður. ótrúlegt hvað eplatrén geta borið mikinn ávöxt, og eru dæmi þess að ein smálest hafi fengizt af einu tré. Þarna á eynni á heima gamall maður, sem heitir John McLean. Hann var lengi sjómaður, en sett- ist svo í helgan stein og hefir síð- an verið að safna drögum að sögu Tasmaníu. Þar á meðai er langur kafli, sem hann hefir skrifað eftir sögnum seinustu Svertingjakon- unnar, sem til var á þessum slóð- um. Hún hét Truganini og andað- ist árið 1876. Svertingjarnir á Tas- maníu voru mjög svipaðir frum- byggjum Ástralíu, og þegar fyrstu hvítu mennirnir komu þangað, lifðu þeir álíka frumstæðu lífi og elztu steinaldarmenn. Allt þeirra líf var barátta fyrir því að hafa nóg að eta og var þó víst stundum þröngt í búi hjá þeim. En undir eins og þeir kynntust hvítum mönnum, tók þeim mjög að hraka. Hvítu mennirnir báru þeim og sjúkdóma svo að þeir hrundu nið- ur þar til svo var komið, að þeir voru aldauða 1876. Hvíta menn- ingin hafði útrýmt þeim á 70 árum. Miklir skógar eru víða á Tas- maníu og eru þeir svo þéttir sums staðar, að ekki er hægt fyrir fót- gangandi maxm að komast leiðar sinnar milli stofnanna. Á seinni ár- um er farið að ryðja þessa skóga og jafnframt hafa þá risið upp pappírsverksmiðjur í landinu. VÍÐA ganga snarbrattir hamrar í sjó fram og í þeim björgum halda til alls konar sjófuglar. Yfirleitt er mikið fuglalíf þarna víða, en hvergi þó líklega eins og á norð- austurströndinni hjá St. Helens sem er við Georgsflóa. Þetta er fiskiþorp og má vera að fuglar hænist þar að sérstaklega vegna þess. Þar eru svartir svanir hundr- uðum saman, þúsundir máva, peli- kanar, trönur, hegrar, skarfar, and- ir, lóur og ótal annarra fugla. í ám og vötnum er mikil sil- ungsveiði, en silungur þekktist ekki þarna áður. Fyrir allmörgum árum var stofnað silungaklak upp með Dervant-ánni og stofninn fluttur að. Þarna hefir verið klakið út óhemju af tveimur tegundum silungs, dökksilungi og regnboga- silungi. Hafa seiðin síðan verið flutt í ár, læki og vötn víðsvegar um eyna, og einnig til Ástralíu og Nýa Sjálands, já, jafnvel til Jap- ans. Þetta er fyrsta klakstöðin, sem stofnuð var á suðurhveli jarðar. Nú streyma veiðimenn á hverju ári til Tasmaníu til þess að stunda þar silungsveiði. Inni á miðri eynni er stórt vatn, sem heitir Miklavatn (Great Lake). Úr því kemur áin Shannon og á nokkrum kafla rétt neðan við vatnið, er áin talin mesta silungsá í heimi. í nóvembermán- uði er þar mikið um flugu og þá safnast silungurinn þar saman. Þá streyma þangað stangaveiðimenn frá Ástralíu og jafnvel frá Bret- landi. Sýnir það að veiðiár geta haft ákaflega mikla þýðingu um að draga ferðamannastraum að sér. Með ströndum fram er gnægð af fiski og þar veiða menn einkum mikið af humrum til útflutnings. Eru þeir frystir og síðan sendir á markað í Bandaríkjunum, þótt löng sé leiðin þangað. NOKKUÐ #r uxa mákna í jörð í Tasmaníu. Þar eru tinnámur og aluminiumnámur. En merkastar eru þó koparnámurnar hjá Queens- town á vestanverðri eynni. Queenstown er ólík öllum öðrum stöðum í landinu. Þorpið stendur í djúpum dal, umgirt berum og blásnum fjöllum, þar sem ekki sést stingandi strá. Þarna í fjöllunum eru koparnámurnar. Þar er borað og sprengt látlaust og málmgrýtinu hlaðið á stóra bíla. Þeir aka því fram á bakka þar sem því er steypt niður í 750 feta háa rennu. Úr hrúgunni niðri fer það svo með rafmagnsvögnum þangað sem það er mulið og brætt. Þarna eru brotn- ar um 1.600.000 smálestir af málm- grýti á ári og úr því fást um 8.500 lestir af hreinsuðum kopar. í Queenstown eiga 4500 menn heima og vinnur þriðji hver mað- ur við námagröftinn. Það má því segja að þorpið lifi einvörðungu á kopar. Frá þorpinu liggur jám- braut og akvegur yfir ótal torfær- ur til Strahan, en það er útskip- unarhöfn. Hún er mjög afskekkt. Fram undan er hafið, en beint af augum þar eru um 18.000 km. til næsta lands, en það er Patagonía í Suður Ameríku. (Úr grein í Geographic Magazine). c_-^deæ®<5^-? MAÐUR fell fyrir borð á skipinu ,Southern Cross“ í ofviðri undan Ástralíuströnd. Skipið nam staðar og björgunarbátur var settur á flot til að bjarga manninum, en bátverjar sáu ekkert til hans fyrir sjóganginum. Al- batros var þarna á flugi. Hann sá eitt- hvert rekald á sjónum og settist á það. Þetta var þá hinn drukknandi maður og náði hann dauðahaldi á löppum fuglsins. Nú er albatros stór fugl og hefir meira vænghaf en nokkur fugl annar. Hann barðist um og reyndi að komast á ílug, en maðurinn helt fast og sleppti ekki takinu. Með þessu móti helt fuglinn honum ofansjávar þang- að til björgunarbátinn bar þar að.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.