Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Blaðsíða 4
632 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan Þegar ég vann stríðið EG ER orðinn þreyttur á þessu sí- fellda stagli um það hver vann stríðið — seinni heimsstyrjöldina á eg við. Rússar halda því fram að þeir hafi unnið það, brezka flugliðið segist hafa unnið það, ameríski sjóherinn segist hafa unnið það, og eg hefi heyrt menn halda því fram að Þjóðverjar og jafn- vel Japanar hafi unnið það. En sann- leikurinn eir sá, að eg vann stríðið. Nei, eg var ekki aleinn. Við vorum sex saman, og við unnum það á ann- an páskadag 1941 .... Nú skuluð þið ekki láta ykkur detta í hug að eg hafi verið herforingi þá. Ef eg hefði verið herforingi, þá hefði eg skrifað bók um það, en ekki sagt ykkur frá því svona. Nei, eg var aðeins réttur og sléttur korpórall í fótgönguliði ástralska hers- eðlilegra en veikir. En ekki þorði ég að gera þessar breytingar og segi ekki að aðrir skuli gera þær. í Bertelskver- inu, á bls. 16, í stöku Rósu, er prentað „sannarlega", fyrir sannlega, og í neðstu línu á sömu síðu „þeir“, fyrir þær, en á bls. 64 (miðri) „napurt“ fyrir dapurt. Allt þetta mun athugull lesari lesa í málið, en vel væri þó, að hver vildi leiðrétta í sínu eintaki. Síðan grein þessi var s krifuð, er komið út 2. hefti „Morguns“ fyrir 1957, með greinarkorni eftir Kristján Linnet, sem m. a. segir frá því, er Bertel Þorleifsson kom í miðilssamband fyrir meir en fjörutíu árum — að því er virðist til þess eins, að sanna til- veru sína. Eins og allt sem Kristján Linnet skrifar um spíritistisk efni, er greinin merkileg. En merkileg er líka frásögnin af Bertel fyrir það, að þarna sýnir hann enn sama drengskapinn og allir þeir dáðu, er bezt þekktu hann. Það er nú svona, og vert að minnast þess, að drengskapurinn , lifir alltaf dauðann, og ég er hræddur um að vöntun hans fylgi manninum, því mið- ur, líkh út yfir landamærin. Vistferla- flutningurinn gerir enga snögga breyt- ingu á eðlisfari okkar). Sn. J. ins, og ef þið haldið að það sé létt staða, þá skuluð þið reyna hana í næsta stríði. Benghazi-undanhaldinu var nýlokið. Herir Rommels höfðu hrakið okkur yfir þvera Libýu, og nú ætluðum við að reyna að halda Tobruk. Við komum þangað í öndverðum apríl, grófum okkur niður og biðum. Þjóðverjar fóru fram hjá okkur, og þarna vorum við svo einangraðir í eyðimörkinni og áttum okkur engrar bjargar von. Jæja, það var nú á skírdag. Majórinn hafði fengið mér helli til að vinna í og þar sat eg nú og var að aðgreina bréf. Og sem eg sit þarna, kemur Blái Stubbur arkandi niður til mín og seg- ir: „Góðan daginn, ljúfur“. Blái Stubbur er um sex fet og þrír þumlungur á hæð og mjór eins og fjárstígur. Hann var með eldrauðan hárlubba, sem nú var orðinn rauð- brúnn af sandi. Og þegar hann talaði, þá varð horað andlitið allt í felling- um eins og á smyrlingi. ,„Komdu“ sagði hann, „og sjáðu hvað við Skít- kokkur höfum náð í“. Eg gekk með honum niður í dældina, þar sem eldhúsinu hafði verið komið fyrir. Flutningavagninn, sem Blái stýrði, stóð þar neðst í dældinni og aftan við hann var fallbyssa. „Þetta er íta 75 (ítölsk fallbyssa)“ sagði Blái. „Það er önnur eftir og hrúga af skotfærum. Eg ætla nú að sækja það“. Murphy skítkokkur kom nú til okk- ar. Hann var matreiðslumaður, lítið himpigimpi, með gríðarlegan haus og andlit, sem hann ætti ekki að sýna börnum sinum. „Það var gott að fá hana þessa“ sagði hann og kinkaði kolli til fall- byssunnar. „Mig hefir langað til að jafna um gúlana á Þjóðverjum síðan þeir sprengdu í loft upp eldhúsið mitt í Derna“. „Kanntu að fara með fallbyssu?" „Hvaða vandi ætli það sé?“ sagði Blái. „Það er ekki annað en troða kúlunni í hana, taka í gikkinn, og svo hleypir hún af“. Mér leizt nú ekki á þetta, en um kvöldið gekk eg aftur niður í dældina Þá hafði Blái komið með hina fall byssuna. Þeir Skítkokksi og Jói Baxter voru eitthvað að bisa við hana. í þvi kom Brigadierinn. „Halló, korpórall, hvað er hér á seyði?“ — Brigginn var svolítill kút ur og með það raunalegasta andlit sem eg hefi séð á nokkrum ánægðum manni. Ef maður leit á hann snöggvast virtist sem hann væri kominn að þv að fremja sjálfsmorð; en þegar maðui kynnist honum betur, kom í ljós að hann var ánægður með allt og alla jafnvel herinn. „Við fundum þessar fallbyssur niðri hjá höfninni, og piltana langar til að lofa þeim að tala við Þjóðverja“. „Það var ágæt hugmynd", sagði Briggi og lá við að hann brosti. „Við skulum reyna þær nú þegar“. Briggi var alltof fljóthuga, það var einn af fáum göllum hans.. En það sat ekki á mér að andmæla honum Eg varð að gera eins og hann sagði Hefirðu nokkurn tíma hleypt af fall byssu? Það er ekki vandalaust og menn þurfa að æfa sig eins og þeir ætli að verða ballet-dansarar, ef þeir eiga að verða fulkomnir í listinni. Að farir okkar þá um kvöldið hafa víst verið líkastar því að þar væri eintómir hálfvitar saman komnir. Um 1500 metra í burtu var sandhóll, og maður gat svo sem vel hugsað sér að eitthvað væri undir honum. „Skotfæri 1500 yard“, skipaði eg kaldur og rólegur til þess að ganga fram af Brigga. Blái fór að athuga skotlengdarmæl- inn. „Það eru engir yard á þessu", sagði hann, „það er allt í metrum". Eg lét það ekkert á mig fá. „Skotfæri 1500 metrar", skipaði eg. Blái dútlaði eitthvað við byssuna og sagði svo að nú væri henni rétt miðað. Eg leit um öxl og þá ætlaði að líða yfir mig. Fallbyssunni var miðað beint á mig. „Snúðu byssunni", öskraði eg. „Segðu mér þá hvert hún á að snúa" sagði Blái. Eg stóð uppi á hæðarbrún- inni, einmitt í stefnunni, sem átti að skjóta, og sagði Bláa það. „Stattu kyrr“, kallaði Blái, „hvernig á eg að miða á þig, ef þú ert alltaf á hlaupum eins og kanína?" Mér varð litið á Skítkokksa, hann stóð með bandið, sem fest var við gikk inn, og eg var dauðhræddur um að 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.