Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1957, Síða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
ö37
REYKJAVÍKURBRAGUR YNGRI
EINSTÖK LÝSING Á REYKJAVÍK FYRIR 100 ÁRUM
ÞEGAR Stefán Gunnlaugsson var bæarfógeti í Reykjavík hófst hann
handa gegn drykkjuskapnum í bænum. Þótti kaupmönnum sér nær
liöggvið með því og kærðu fyrir stiftamtmanni, í hréfi, sem Stefán
skrifar sér til varnar, segir hann meðal annars: „Það er kunnugt,
að fyrrum var drykkjuskapur dagleg iðkun allt of margra, þar i
meðal virðulegra embættismanna, sem gáfu almúganum þar með
illt fordæmi. Það var þvi nauðsynlegt að grípa í taumana og sýna
alvöru. Og hinn 29. maí 1839 var t. d. prestur nokkur tekinn fastur
fyrir ölæði á götu og dæmdur til að greiða 10 rdl í sjóð fátækr3
prestsekkna og 4 mörk í löggæzlusjóð Reykjavíkur. Þetta varð til
þess að hann hætti að drekka og hefir nú að maklegleikum fengið
gott embætti".
ÞESSI prestur var séra Guðmund-
ur Torfason, er þá átti heima í
Kálfhaga en þjónaði Kaldaðarnesi.
En málavextir voru þessir, sam-
kvæmt aukaréttarbók Reykjavík-
ur:
Séra Guðmundur var staddur í
Reykjavík ásamt meðreiðarmanni
sínum, Hannesi Einarssyni frá
Kaldaðarnesi. Þeir komu inn í búð
hjá Einari borgara Hákonarsyni, og
var prestur allmjög ölvaður. Marg-
ir fleiri menn voru þá þarna í búð-
inni, en enginn þeirra er nafn-
greindur nema Jón nokkur Skúla-
son frá Ögmundarstöðum í Skaga-
firði. Séra Guðmundur var knár
maður og glíminn og hætti honum
til þess að bjóða mönnum í glímu
þegar hann var við öl, og var þá
allsvakafenginn. Ekki er nú vitað
hvort hann vildi glíma við þessa
menn, er hann hitti í búðinni, en
brátt lenti þarna í ryskingum og
var prestur hinn æfasti. Hannes
fylgdarmaður hans bað hann hvað
eftir annað að koma með sér og
ætlaði að reyna að koma honum
burt úr bænum, áður en hneiksli
yrði af drykkjuskaparlátum hans.
En prestur var nú ekki á því, og
er Hannes ætlaði að stilla til frið-
ar og ganga á milli, hratt prestui
honum svo óþyrmilega af höndum
sér, að Hannes hentist út í glugga
og mölbraut hann, en meiddist um
leið í andliti og þó einkum á nef-
inu. Varð af þessu mikill brestur
er glugginn brotnaði og heyrðist,
nú út á götu hávaðinn og lætin inm
í búðinni. Þusti þá þegar að margt
fólk og myndaðist brátt þyrping á
götunni úti fyrir húsinu, en það
stóð á horninu á Brattagötu og
Aðalstræti.
Tveir voru lögregluþjónar þá í
bænum og báðir íslenzkir, Magnús
Jónsson og Þorsteinn Bjarnason í
Brunnhúsum. Þeir komu nú þarna
að og réðust til inngöngu í búðina.
Báðu þeir séra Guðmund með
góðu að hætta öllum illindum, en
hann skeytti því engu. Þá skipuðu
þeir honum að koma með sér í
skrifstofu bæarins, sem þá var í
vesturendanum á húsinu þar sem
nú er Haraldarbúð í Austurstræti.
Ekkert segir frá því hvort hann
hlýddi þeim af fúsum vilja, eða
þeir urðu að beita hann valdi, en í
skrifstofuna komu þeir með hann
„hvar nefnds prests ástand var
prófað og fannst hann þá að vera
töluvert kennaur af brennivíni og
Séra Guðmundur Torfason
(Teikning Finns á Kerseyri)
sterkar en máske kynni að geta
álitist eiga við hans geistlega
stand“.
Til skrifstofunnar voru og kvadd
-ir menn til að bera vitni, þar á
meðal Einar Hákonarson, Hannes
Einarsson og Jón Skúlason. En
auk þess voru kvaddir þangað þeir
Jón Snorrason hreppstjóri og bæ-
arfulltrúi á SÖlvahóli, og Helgi
Jónsson snikkari (faðir þeirra tón-
skáldanna Helga og Jónasar).
Skyldu þeir dæma um ástand
prestsins og áverka Hannesar.
Presturinn var ofurölvi og dró upp
úr vasa sínum rauðbláan brenni-
vínspela og stútaði sig á honum
inni í þingsalnum. Var þá pelinn af
honum tekinn. En Hannes stóð
þarna með bólgið og blóðugt nef