Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Side 1
35. tbl. Sunnudagur 28. september 1958 XXXIII. ár*. LAN DAM ERKJADEILA MILLI ARNARHÓLS OG REYKJAVÍKUR \ j^OKKRAR landamerkjadeilur hafa komið upp í Reykjavík, en engin jafn lítilfjörleg og í raun- inni skopleg, eins og sú sem kom upp út af landamerkjum Arnar- hóls og Reykjavíkur árið 1776. — Hún var lítilfjörleg vegna þess, að landið, sem um var deilt, var ör- lítill skiki, sem allir töldu verð- lausan á þeim árum. Hún var skop- leg vegna þess, að engin skilríki voru til um landamerki á þessum stað, og þess vegna var dregim saman fjöldi vitna, sem ekken vissu annað en það sem þau „höfðu heyrt sagt“ um landamerkin, og var það sitt á hvað. Og þó er hún ef til vill einna skoplegust vegna þess, að málareksturinn út af þess- ari litlu landsneið stóð í hartnær fjögur ár með miklu vafstri og fyr- irhöfn, og vegna dómsins í hér- aði.-------- 1/onungur hafði sölsað Arnar- hól undir sig ásamt öðrum jörðum Viðeyarklausturs um miðja 16. öld. Síðan náði hann eignar- haldi á Reykjavík 1613. Arnarhóli átti áður afskipt land og hafa þá eflaust verið sett einhver landa- merkjatákn milli hans og Reykja- víkur, en eftir að konungur eign- aðist báðar jarðirnar, hefir ekki þótt nein ástæða til þess að halda þeim merkjum við. Báðar jarðirn- ar voru aftur orðnar ein eign, og þá þurfti engin landamerki. Sjálft Arnarhólstún var að vísu girt með öflugum grjótgarði neðan frá sjó, upp þangað er nú stendur hús Andrésar Andréssonar klæð- skera, og þaðan beint niður í læk- inn. Og tún nágrannajarðanna, Stöðlakots og Skálholtskots, sem voru hjáleigur frá Reykjavík, voru einnig girt með öflugum, samfelld- Hér má s.já leifarnar af Arnarhólsgarði, Þvergarðurinn, —n náði frá Laugavegi niöur að læk. „Kóngsgarður'* til vinstrL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.