Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Blaðsíða 8
480 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mergenthaler og Linotype íslendingur fann upp setningarvél Á seinasta fjórðungi 19. aldar * var svo komið, að prentlistin, hin stórkostlega uppfinning Guten- bergs, var orðin á eftir tímanum og fullnægði ekki þeim kröfum, sem til hennar voru gerðar meðal stórþjóðanna. Bóka- og blaðaútgef- endur voru í vandræðum. Ekki var hægt að koma út stórum blöðum, varla stærri en 8—14 blaðsíðum á dag. Þetta var þeim mun grátlegra sem prentvélarnar höfðu tekið stórkostlegum framförum. Árið 1880 hafði verið fundin upp prent- vél, s,em gat skilað 20.000 blöðum á klukkustund, En þessi prenthraði kom ekki að gagni. Á hverju stóð? Það stóð á setningu. Enn var notuð 'hin gamla aðferð að setja lesmál blaða og bóka með lausum stöfum. Setjararnir höfðu fyrir framan sig kassa með mörgum hólfum, og í hverju hólfi var ákveð -inn stafur úr stafrófinu, eða lestr- armerki. Stafirnir voru teknir upp með höndunum, einn og einn, og raðað í haka þangað til hæfilega löng lína var fyllt. Og svo var sett önnur lína og þannig koll af kolli, þangað til hakinn var fullur. Þá var letrið tekið úr honum og látið í „skip“. Síðan var hakinn fylltur aftur og letrinu bætt við það sem fyrir var, og þannig koll af kolli, þangað til komnir voru langir dálkar. Þá voru þeir „brotnir um“ í síður (hvort sem það voru blað- síður í bókum eða blöðum) og síð- urnar settar í prentvélina. Þegar prentun var svo lokið, varð að •leggja af“ allt letrið, það er að Ottmar Mergenthaler íegja, því var raðað aftur með höndunum í hin réttu hólf í letur- kassanum, einum og einum staf í senn. Þetta var svo seinlegt verk, að prentvélarnar stóðu iðjulausar tím- unum saman. Öllum var ljóst, að þetta var óþolandi ástand. Hugvits- menn voru hvattir til þess að leysa vandann. Hver uppfinningin kom af annarri, en þær höfðu þann sam- eiginlega galla, að þær reyndust ónothæfar. í Bandaríkjunum var varið milljónum dollara í tilraun- ir. Skáldið Mark Twain tapaði t. d. stórfé á því að kosta smíði á vél, sem var svo margbrotin, að í henni voru 18.000 mismunandi hlutir. En þegar þannig var- ástatt, kom Mer- genthaler til sögunnar. i"\ttmar Mergenthaler fæddist í Hachtel í Wurtemberg í Þýzkalandi, 10. maí 1845. Faðir hans var kennari og í móðurætt hans höfðu einnig verið kennarar hver fram af öðrum.y Snemma var drengurinn látinn fara að vinna. Þær stundir, sem hann var ekki í skólanum, varð hann að hjálpa móður sinni við heimilisverkin, elda mat, þvo upp, kveikja upp í eldavélinni, hirða svínin og kúna. Og á sumrin vann. hann öllum stundum í garðinum. Hann sagði seinna: „Eg fekk aldrei að leika mér, alltaf varð eg að gera eitthvað, vinnan varð að ganga fyr- ir öllu öðru. Eg fann ekki mikið til þess, þetta var venjan og ungir drengir þekktu þá ekki annað“. Þegar hann var laus úr barna- skóla kom að því að ákveða hvað hann skyldi verða. Faðir hans vildi að hann yrði kennari, en Ottmar litli vildi það ekki. Þá bauð faðir hans að hann skyldi verða læknir eða lögfræðingur, en það þóttu þá virðingarstöður í þjóðfélaginu. En drengurinn sagðist vera meira hneigður fyrir vélfræði. Hann hafði og sýnt það, að hann lagði gjörva hönd á margt, og hann hafði gert við gömlu þorpsklukkuna, sem allir heldu að væri ónýt. Árið 1868 var hann svo settur í iðnnám hjá úrsmið í Bietigheim, skammt frá Stuttgart. Þar tók hann svo skjótum framförum, að húsbóndi hans greiddi honum fullt kaup áður en námstíminn var úti. Mergenthaler vann líka baki brotnu. Og oft sat hann fram á nætur við að skoða alls konar véla- teikningar. Leyfði hann sér fri-.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.