Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Page 10
482
LESBÓK MORGUNBLAÐSIJM S
Mergenthaler athugaði nú þessa
hugmynd hans mjög nákvæmlega
og komst að þeirri niðurstöðu, að
hún væri gagnslaus, vegna þess að
bráðið blýið mundi festast í papp-
anum. Samt sem áður var smíðuð
vél af þessu tagi og reynd 1878.
Það var hægðarleikur að þrykkja
stafina á pappann. Og svo voru
„settar“ 40 línur og mótið leit vel
út. En svo kom babb í bátinn, eins
og Mergenthaler hafði búizt við.
Þegar bráðnu blýinu var helt ofan
á mótið, festist pað í pappanum, og
steypan var ónýt.
¥já hófst Mergenthaler handa
um að finna upp sína eigin
setningarvél. Það var ekki hlaupið
að því og kostaði mikil heilabrot.
Ef til vill var það lán fyrir Mer-
genthaler, að hann þekkti ekkert
til prentiðnar og gat því óhindrað-
ur farið sinna eigin ferða. Hann
hugsaði um þetta dag og nótt, fann
upp, breytti, endurbætti. Sem
dæmi um það, hve mikið hann
hafði fyrir þessu, er hve margar
gerðir hann smíðaði af stafamótum
vélarinnar áður en hann hitti á það
mót, sem honum líkaði og bezt
reyndist.
Smám saman þokaði smíðinni
áfram, og þetta varð emhver mesta
völundarsmíð, sem til var í heim-
inum á þeim dögum. Hinn 26. júl(
1884 var vélin fullsmíðuð og reynd.
Þessi dagur er því talinn afmælis-
dagur „Linotype“-setningarvélar-
innar. En Mergenthaler var ekki
ánægður með hana. Hún var of
margbrotin og of dýr. Tók hann
þá til við endurbætur á henni og
vann að þeim í tvö ár.
Svo var það hinn 3. júlí 1886, að
setningarvélin nýa var reynd hjá
blaðinu „New York Tribune“
Hafði verið boðið þangað nokkrum
mönnum til þess að horfa á tilraun-
ina. Whitelaw Peid, útgefandi
blaðsins, settist við leturborð véUr-
innar og studdi á lyklana til skiptis.
Svo tók hann um handfang, vélin
fór á stað. Hjól snerust, armar
hreyfðust. Og þegar vélin skilaði af
sér steyptri línu, þreif Mr. Reid
hana. helt henni hátt á loft og hróp-
aði í hrifningu: „A line of type“!
(Leturlína!) Þessi uppnrópun varð
til þess, að setningarvélin fekk
nafnið „Linotype“.
17arla er við því að búast, að
þeir menn sem þarna voru,
renndu þá grun í hvílíkri byltingu
þessi vél ætti eftir að valda fyrir
blaða- og bókaútgáfu. Og það varð
ekki.einskær fögnuður út af þess-
ari nýu vél. Prentarar risu upp og
gerðu verkfall. Þeir vildu banna
vélina, vegna þess að nún væri svo
hraðvirk, að hún mundi gera flesta
setjara óþarfa. Þeir mundu því
hrönnum saman missa atvinnu
sína. Börðust þeir því með hnúum
og hnefum gegn setningarvélinni.
Þessi bardagi stóð þó ekki lengi.
Þeim skildist fljótt, að hættan var
ekki jafnmikil og þeir höfðu hald-
ið. Vegna aukinna afkasta var nú
hægt að prenta miklu stærri blöð
en áður og bókaútgáfa hlaut að
aukast stórkostlega. Atvinna hlaut
því fremur að aukast en minnka.
Og þeir áttuðu sig líka á því, áður
en það var um seinan, að ef þeir
þrjóskuðust gegn setningarvélinm,
þá mundi aðeins rísa upp ný stétt
utan samtaka prentara, sem sé vél-
setjarar.
Og setningavélarnar hófu sigur-
för sína um heiminn. Þær gerðu
prentara ekki atvinnulausa, en þær
losuðu þá við hina leiðinlegu hand-
setningu. Með aukinni prentun
margfaldaðist atvinnan. Og nú
gátu útgefendur haft full not hinna
hraðvirku prentvéla. Og Mergent-
haler varð frægur maður og stór-
ríkur. Nafn hans mUn verða ódauð-
legt eins og nafn Gutenbergs.
En þótt Mergenthaler yrði
milljónamæringur, hætti hann ekki
að vinna. Hann helt uppteknum
hætti um að fást við vélar og nýar
uppgötvanir, og var vakinn og sof-
inn í því. Vinnutími hans var lang-
Setningarvél
Odds Sigurðssonnr.
Hún hefir aldrei
komið á hetnu-