Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1958, Qupperneq 14
486 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Merkisdagar í október 6. ELDADAGUR dregur nafn sitt af því, að þann dag skyldi taka við fóðrafé, svo sem prests- lömbum. Til þess að vita á haustin hvort fé er feigt, skal taka jökulvatn og hella yfir það. Ef það hristir sig þá ekki, er það feigt. 12. VETRARTUNGLKOMA Mikils þótti um það vert í hvaða átt tungl kviknaði. Var almenn trú fyrr- um, að það tungl yrði „gott“ sem kviknaði í suðri, en „vont“ sem kvikn- aði í norðri. Með þessu var átt við, að tíð mundi batna með því fyrra, en harðna með því seinna. Þó átti veður- breytinga ekki að verða vart fyr en tunglið væri þriggja nátta, og stundum ekki fyr en það væri fimm nátta, og við það var miðáð þegar menn sögðu að tíðarfar mundi breytast upp úr „fimmtinni“. Líkt á að verða veðurfar á 2. og 3. vetrartungli eins og á því fyrsta. — Nú kviknar tunglið kl. 19.52 og er sunnudagstungl. 16. GALLIDAGUR (Gallusmessa). Þá eru 26 vikur af sumri. Ef þá er „klárt veður“, er gott vetrarmerki. 22. OKTÓBER 1253 var Flugumýrárbrenna. ?3. VETURNÆTUR Svo voru kallaðir dagarnir milli sum- ars og vetrar. Þá átti helzt öllum haust- önnum að vera lokið, og í harðviðra- samari sveitum var allt fé komið á hús, nema hestar. Kýr voru oft komnar inn fyr, en þó helzt það sums staðar í Rangárvallasýslu, að kýr voru látnar ganga úti meðan snjólaust var, jafnvel fram á jólaföstu. 25. VETRARDAGUR FYRSTI Þá hefst Gormánuður og á það þá máske vel við hér að rekja hin fornu íslenzku nöfn mánaðanna: Gormánuð þann gumar kalla sem gerir byrja veturinn, Ýlir miskunn veitir varla, vondan tel eg Mörsuginn. Þá er von á Þorra tetri, þenki eg Góu lítið betri. Einmánuður gengur grár, Gaukmánuður þar næst stár. Eggtíð honum eftir rólar, allvel lifir jörðin þá; minnist eg á mánuð Sólar, mun svo fleiri segja frá: Miðsumar og Tvímán tel, tek svo Haustmánuði vel. í fornu letri finnst svo skráð, færist þetta svo í lag, vil því segja ef vel fæ gáð vetur komi á laugardag. SVIÐAMESSA A Vesturlandi og Norðurlandi hét einn dagur ársins Sviðamessa. Um hana kvað Jón Thoroddsen svo: Etum bræður ákaft Svið oss svo hrokafyllum, höfum tófu og hunda sið, hungrum svo á millum. A Norðurlandi var Sviðamessa sama og fyrsti veirardagur. Þá var ekki skammt -að annað en svið, og máttu menn eta eins og lystin þoldi. — Annars mun Sviðamessan ekki hafa verið bundin við neinn ákveðinn dag. Sú var venjan í sláturtíðinni, að sviðin voru látin mæta afgangi, því að þau skemmdust sizt, og sumum þóttu þau jafnvel betri ef farið var að slá í þau. En þegar gengið hafði verið frá öllum öðrum sláturafurðum, var tekið til að svíða sviðin. Voru þau þá stundum geymd nokkuð áður en þau væri soðin, en þá hér Sviðamessa. 27. OKTÓBER 1315 voru tekin upp bein Guðmundar biskups góða. „Þá var það um haustið, að Auðunn biskup lét eftir áeggjan Hákonar konungs, leita legstaðar Guð- inundar biskups, fyrst í Hólakirkjukór og fannst hann þar ekki, fyr en biskup sendi eftir Kolia smið. Kom Kolli og miðaði glöggt á eftir sögu Jörundar biskups í framkirkjunni. Fannst þar kistá Guðmundar biskups og bein hans, voru fótleggirnir auðkenndir af hnútum og brotum, er hann hafði þol- að. Lét Auðunn biskup gera nýa kistu að beinum hans og fagurlega umbúa með grind umhverfis og setja innar- lega I kirkju fyrir framan krossinn mikla“. ÝMIS VEÐRATTUTEIKN Það þykir góðs viti ef vötn og ár leggur á haustin án þess að bólgna upp. Svo margir dagar sem eru frá fyrsta snjó til næsta tunglkvartils svo marga daga vill snjór koma á vetrinum. Mörg brúðkaup á hausti vita á harð- indi næsta vetur. AÐ SPA 1 MILTI Siður var um allt Norðurland, þegar nautgripum var slátrað á haustin, að skera tvo skurði þvert yfir miltið (í lausu lofti) og negla það síðan upp á þil. Það hét að spá vetri. Var ráðið veðurlag af litum á miltinu. Vissi það á gott ef miltið helt rauðum lit, en illt ef það gránaði. Ef t. d. neðsti hluti miltisins var rauðleitur, en miðhlutinn gráleitur, varð fyrsti hluti vetrarins hags<æður, miðhlutinn harður. Sumir segja að halda skyldi miltinu með vinstri hendi og bregða síðan hnífi á það, helzt blindandi, og skera þrjá skurði. Veturinn átti að fara eftir því hvað skurðirnir voru djúpir, því harð- ari sem þeir urðu dýpri. Spáði efsti skurðurinn um fyrri hluta vetrar, mið- skurðurinn um miðbikið og sá neðsti um seinasta hlutann. — Sumir létu duga að spá af miltinu hangandi í hendi sér. — Ráða má og vetur af lit kinda- milta; þau voru negld upp, en ekki skorið í þau. MEÐAL VIÐ LIÐAGIGT Nú er talið að fundið hafi verið upp nýtt meðal við liðagigt, og taki það fram öllum eldri meðulum. Þetta er tilbúið hormonameðal og nefnist „hexadecadrol". En það er enn á tilraunastigi og verður ekki notað fyrst um sinn. Það er talið 25 sinnum áhrifa- meira en „hydrocortisone" og 6 sinnum áhrifameira en „predni- sone“, sem áður hafa verið talin beztu meðulin við liðagigt. Amer ískur laeknir, sem reynt hefir þetta nýa meðal á nokkrum sjúklingum, sem önnur meðul dugðu ekki við. segir að 16 sjúklingar hafi fengið fullan bata.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.