Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 1
bék 3. tbl. JttorgmifrfatoUt Sunnudagur 1. febrúar 1959 XXXIV. árg. Hákon Bjarnason : Frœvöxtur barrtrjáa á íslandi Nýir borgarar í gróðurríki Islands ELZTU barrtrén á Hallormsstað eru nú milli 50 og 60 ára. Stóru blágrenitrén voru gróðursett 1905 samkvæmt því, er nýjustu upplýs- ingar herma, en rauðgrenitrén við Jökullæk árið 1908. Broddfuran frá Colorado og lindifuran frá Síberíu eru frá árunum 1903— 1907. En elzta lerkið að einu tré undanskildu, var ekki gróðursett fyrr en 1922 þótt sáð hafi verið til þess 1913. Þessi tré öll eru nú komin á þann aldur að búast má við því að þau fari að bera fræ í góðum ár- um eða öllu heldur árin eftir góð og hlý sumur. En sakir þess, hve fá tré eru af hverri tegund, munar ekki mjög um fræfallið í hvert sinn, en það hefur samt mikla þýð- ingu að fylgjast með því og safna því jafnótt og það þroskast. Það er sannarlega gleðiefni þeg- ar hin erlendu tré fara að bera þroskað fræ. Fyrst og fremst sýn- ir það, að tegundirnar eru að óðl- ast þegnrétt í hinu íslenzka gróð- urríki, en auk þess fæst venjulega nokkuð af plöntum úr hverju fraa- falli, og má telja þær til innlends gróðurs. All langt er nú um liðið frá því, að menn fóru fyrst að taka eftir könglamyndun á fjallafuru og lerki, en fyrst í stað munu fræ ekki hafa náð að þroskast í könglunum. Var það ekki fyrr en 1946 að hin 5 stóru blágrenitré á Hallormsstað báru mikið af könglum með sæmi- lega þroskuðu fræi. Alls fékkst rösklega pund fræs í þetta sinn og kom það sæmilega upp. Upp kom- ust um 2000 plöntur, er voru sett- Lerkistofnar og blagrenistofnar á HaUormssUo'.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.