Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Side 9
LESBÓK MORGITNBLAÐSINS
41
Bráðabirgðaskýli. Verið að setja stráþak á skála.
vildi veita þeim viðtöku — Para-
guay.
Kafbátahernaðurinn var nú kom-
inn í algleyming og því ekki álit-
legt að ferðast vestur um haf. Til
þess að draga úr hættunni skiftu
„bræðurnir“ sér í tíu hópa og fóru
með 10 skipum til hins fyrirheitna
landsins. Þrír enskir menn voru
skildir eftir, til þess að annast allar
fjárreiður þeirra við ríkið. Þessir
þrír menn stofnuðu síðar nýan
„Bræðragarð“ hjá Wheathill í
Shropshire, sem nú er í uppgangi.
★ ★
Nú er að segja frá þeim, sem
fóru vestur um haf.
Fyrsti hópurinn kom til Asun-
cion, höfuðborgarinnar í Paraguay,
á jóladaginn 1940. í þeim hópi voru
80 manns, konur karlar og börn.
Enginn þekkti neitt til í landinu,
og enginn vissi hvar þeir mundu
geta fengið aðsetur. Þeir voru svo
að segja með tvær hendur tómar,
en kjarkurinn var óbilandi og þeir
treystu á forsjá guðs.
Fyrir einni öld var Paraguay
auðugasta ríkið í Suður-Ameríku,
en um miðja 19. öld lenti það í
stríði við nágrannaríki sín. Stríð
þetta stóð í fimm ár, og þegar því
lauk, var varla nokkur vinnufær
karlmaður eftir í landinu. Smám
saman rétti þó landið við aftur. En
svo hófst hið annað stríð 1929 og
stóð til 1935. Stór landsvæði voPi
tekin af Paraguay og landið var á
heljarþröm.
Sama árið sem þetta stríð hófst.,
fluttust til landsins nokkrir menn
af sértrúarflokki, sem kallast
Mennonítar. Þéir komu frá Banda-
ríkjunum og fengu að setjast að í
Chaco-héraði, þar sem ekki var
nokkur mannabyggð, heldur frum-
skógar og mýrar. Þeir stofnuðu þar
nýlendu, sem þeir ködluðu Fern-
heim. •
„Bræðrafélaginu“ var líka vísað
til landnáms í Chaco. Gátu þeir
farið með skipi upp eftir Para-
guay-ánhi til Rosario, en þaðán
varð að fara um vegleysur út I
skógana til fyrirheitna landsins.
Fyrsti hópurinn komst til Fern-
heim og dvaldist þar á meðan þeir
voru að kynna sér landið. Meðan
þeir dvöldust í Fernheim komust
þeir fyrst í kynni við hina villtu
Indíána, sem eiga heima í Gran
Chao. „Bræðrunum" varð ekki
svefnsamt þar, því að allar nætur
börðu Indíánar bumbur úti í skóg-
inum og ráku upp öskur og óhljóð.
Indíánar áttu þá í stríði við stjórn
landsins, og þessir fáu nýlendu-
menn máttu búast við því að verða
brytjaðir niður. En hér rættist bet-
ur úr en á horfðist, því að þegar
kynni tókust með þeim og Indíán-
um, voru Indíánar friðsamir og
vildu þeim ekkert mein gera.
„Bræðrunum“ líkaði ekki alls-
kostar vel í. Fernheim, og eftir
hokkra daga voru menn gerðir út
af örkinni í landaleit og til þess að
velja stað fyrir nýan „Bræðragarð“.
Þeir völdu land, sem nefndist
Primavera og fengu þar 20.000
ekrur lands (eða rúml. 10.000 hekt-
ara). Um helmingur af þessu landi
var skógur, hitt graslendi.
Nú hófust erfiðleikar landnem-
anna fyrir alvöru. Brátt bættust
við nýir hópar frá Englandi, og
fyrir árslok 1941 var þarna 350
manns. Fyrsta og stærsta vanda-
málið var að koma upp húsakynn-
um. En þegar var hafizt handa að
reisa fyrsta þorpið, eða „Bræðra-
Kennsla undir beru
lofti. Náttúrufræði-
tími. Bein úr hús-
dýrum notuð við
kennsluna.