Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
43
Smásagan:
Dularfull úlfaldalest
komin þarna stór bygging úr steini
og þar eru 24 sjúkrarúm. Þar er
sérstök skurðlækningastofa, ljós-
lækningastofa, fæðingardeild, rann
sóknadeild og lyfjabúð. Sjúkrahús-
ið er ekki aðeins fyrir nýlendu-
menn sjálfa, heldur einnig fyrir þá
30.000 Indíána, sem eiga heima þar
um kring. Þeir þjást af allskonar
sjúkdómum, og barnadauði var þar
sérstaklega mikill. Nú koma þeir
langar leiðir til þess að fá lækn-
ingu í sjúkrahúsinu. Talið er að
læknarnir gegni um 10.000 sjúkra-
vitjunum á ári. Indíánamir borga
venjulega fyrir sig með maís. Einn
þeirra bauð læknunum tvo gift-
ingarhringa sem borgun fyrir
sjúkralegu. Þeir vildu ekki taka
við þeim, og maðurinn fór. Viku
seinna var komið með tvö vagn-
hlöss af mais til sjúkrahússins. Sá
sem kom með þau sagði að þau
væru frá manni, sem hefði keypt
þau fyrir tvo gullbauga.
Það hefir ekki verið auðvelt að
vinna traust Indíána, og læknarnir
hafa ekki aðeins átt við sjúkdóma
að berjast, heldur einnig allskonar
hjátrú og hleypidóma. Það var
fyrrum regla hjá Indíánum á þess-
um slóðum, að þegar einhver veikt-
ist hættulega, var hann grafinn
lifandi, svo hann dæi á degi en
ekki nóttu. Indíánar trúðu því, að
ef maður dæi um nótt, mundu illir
andar koma úr myrkrinu og her-
taka sál hans. Nokkrum árum áður
en landnemarnir komu, var á þess-
um slóðum trúboðslæknir. Komið
var með veikan Indíána til hans.
Ekki tókst að lækna sjúklinginn,
hann dó um nótt. Þá urðu Indíánar
svo reiðir, að þeir myrtu læknirinn.
Með þolinmæði og skilningi hefir
læknunum í Primavera tekist að
vinna bug á tortryggni og hleypi-
dómum Indíána, enda hafa þeir
bjargað hundruðum mannslífa. Og
nú á seinni árum hafa Indíánar
beðið um og fengið leyfi til að
VESTASTA landið í frönsku Sahara
heitir Mauretanía, og vestarlega í því
er þorp, sem heitir Akjoujt. Það stend-
ur við þjóðbraut, sem nær alla leið
norður í Marokkó, og inn á þann þjóð-
veg liggja nokkrir lestamannavegir
utan úr eyðimörkinni.
Nú var það einn fagran morgun í
júnímánuði 1946. Sólin var komin
nokkuð á loft og hitinn var að verða
brennandi og iðandi hitatíbrá dansaði
á sandöldunum utan við þorpið. Fjá
brunni þorpsins sátu nokkrar Araba-
konur með geitarbelgi og biðu þess að
röðin kæmi að sér að ná í vatn.
Skammt þaðan, og í jaðri eykimerkur-
innar, var varðstöð við veginn og þar
var kolsvartur Arabi úr nýlenduher
Frakka. Hann helt á riffli i handar-
senda dætur sínar til nýlendunn-
ar, svo að þær geti lært þar hvítra
manna háttu, matreiðslu, meðferð
ungbarna, ensku og þýzku.
Skólamálum nýlendunnar hefir
farið fram, eins og öðru. Nú eru
þar ekki aðeins barnaskólar, held-
ur einnig framhaldsskóli.
Enginn maður í nýlendunni á
neitt. Allt er sameiginlegt, og öllu
er skift og úthlutað eftir þörfum
hvers og eins. Þar er lifað mjög
einföldu lífi. Peningar sjást ekkt,
og ekki þarf að greiða nein vinnu-
laun, því að allir vinna fyrir alla.
Peningar eru aðeins notaðir í við-
skiftum við aðra.
Flestir nýlendumenn eru al
krika sínum og starði út yfir sand-
auðnina, sem var öll eins og á iði.
Skyndilega varð hann var við eín-
hverja hreyfingu úti í auðninni. Hann
helt fyrst að þar mundi vera antilópu-
hópur á ferð, og vatn kom fram í munn-
inn á honum af tilhugsuninni um það,
að hann yrði nú svo heppinn að þær
kæmi í skotfæri og hann gæti fengið
nýtt kjöt í miðdegisverð.
Hópurinn færðist nær, og eftir stutta
stund sá hann að þetta voru úlfaldar.
Hann þóttist þegar vita að þarna væri
ferðamannalest að koma. Tók hann því
til fótanna og hljóp á fund yfirforingj-
ans á staðnum.
Yfirforinginn var ungur franskur
liðsforingi, nýkominn þangað og hafði
aldrei fyr verið í Sahara. Hann var að
brezkum ættum, og því næst koma
Þjóðverjar. En þarna eru menn
víða að, frá Bandaríkjunum, Hol-
landi, Belgíu, Svisslandi, Spáni,
Danmörku og Svíþjóð.
Það eru nú 38 ár síðan „bræðra-
félagið“ var stofnað, og nú eru í
því um 1300 manns, flestir í Prima-
vera. En þeir eiga sér einnig þrjár
bækistöðvar í Norður-Ameríku,
tvær í Bretlandi, eina í Þýzkalandi
og eina í Uruguay. Frá sjónarmiði
þessara manna á heimurinn ,sér
ekki neinnar viðreisnar von, nema
því aðeins að menn lifi einfaldara
lífi og í fullkomnu bræðralagi.
Þeir hafa sýnt, að þetta er hægt.