Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 2
118 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS drengur innan við fermingu, og fekk hann að fara þetta að gamni sínu. Eg var sá fimmti. Við lögðum á stað á pramma og var hann svo hlaðinn, að hann hefði ekki borið meira. En það var langur róður út í „Hafrenning", því að hann lá úti við Býarskerseyri. Nú hvessti snögglega á land- norðan og gerði rokstorm með miklu frosti. Pramminn varði sig illa og vorum við allir sjóhraktir er við komumst um borð í „Haf- renning". Karlarnir sögðu þá að við yrðum að bíða þangað til fjar- aði, því að í þessu veðri væri ekki hægt að komast á prammanum í land, og óðs manns æði væri að sigla „Hafrenning“ upp í vörina. Við fórum því niður í káetu og hugðumst bíða þar. Enginn okkar var í hlífðarfötum og þarna var heldur óvistlegt, því að ekki var hægt að tendra ljós. Allt lauslegt hafði þegar verið flutt úr skipinu á land, þar á meðal áttavitinn. Var þarna ekki neitt nema ein kolöxi og eitthvað af kaðladrasli. Hafrenningur ferst Karlarnir settust á bekki í ká- etunni, en eg sat í stiganum. Eftir litla stund fannst mér koma ein- kennilegur titringur á bátinn og hafði orð á því. En þeir hlógu að mér og sögðu: „Það er sjálfsagt titringur í sitjandanum á þér“. En rétt í sama mund kom titr- ingurinn aftur, og nú fundu þeir hann. Var þá rokið upp á þilfar til, þess að aðgæta hvernig á þessu mundi standa. Kom þá í Ijós að bátinn var tekið að reka og rak hann hratt út með Eyrinni. Karl- arnir hlupu umsvifalaust að akk- erisvindunni og renndu út langri festi, en það dugði ekki. Akkerið hreif ekki við botn og bátinn rak út með Eyrinni og út fyrir hana. Þar tóku við svo æðisgengnir brot- sjóir, að enginn okkar mun hafa vænt sér að komast lifandi úr þeim heljargreipum. Við heldum okkur dauðahaldi, hver þar sem hann var kominn, og út í gegnum fall- sjóina bar bátinn. Þá hreif akkerið við, líklega á eyrinni. Þá sagði Jón Sveinbjörnsson: „Nú er bezt að taka til segla, því að hér verður ekki friður lengi“. Skipaði hann svo að rifa bæði stórsegl og stagfokku. Húsbóndi minn spurði hvert hann ætlaði að halda. Jón sagði að ekki væri um neitt annað að gera en reyna að ná Melabergsá, það væri eini staður- inn þar sem hugsanlegt væri að bjarga mönnum, og ef til vill skipi líka. Um þetta urðu þeir sammála. Rokið var hið sama og áður, en nú var líka komin stórhríð og hörkufrost. Var veðrið svo dimmt, að varla sá stafna milli. í þessum svifum tók bátinn aft- ur að reka. Húsbóndi minn náði þá í kolöxina og hjó á strenginn. Og nú skyldi siglt suður að Mela- bergsá. Þar var eina sandfjaran a þessum slóðum og þó talsvert grýtt. Jón skipaði svo fyrir að eg skyldi vera hjá sér aftur á, en þeir Magnúsarnir skyldu vera fram í stafni og segja til um stefnu, ef nokkuð glórði til, þar sem enginn var áttavitinn. En það var ekkert að sjá fyrir myrkri og byl, nema fallsjóana allt í kring um skipið. Þannig var siglt áfram um stund. Eg stóð hjá aftursiglu og skyndi- lega heyrði eg að fallsjór var að ríða yfir skipið. Eg greip um sigl- una báðum höndum dauðahaldi, holskeflan reið yfir og þverbraut sigluna rétt ofan við höfuðið á mér. Báturinn lagðist á hliðina og steytti á skeri á sama augnabliki. Þarna valt hann og barðist á sker- inu og brotsjóarnir gengu yfir hann hver af öðrum, og get eg ekki lýst þeim umbrotum. En þetta stóð ekki lengi. Ein holskeflan hreif bátinn af skerinu, en braut um leið stýrið og botninn að aftan. Jón skipaði mér nú að fara niður í káetu og ná í Þorlák; hann hafði legið þar í rúmi allan tímann. Niðri í káetunni var svo mikill sjór, að hann náði mér í klof, en mér tókst að ná í Láka og draga hann upp á þiljur. Svo var honum komið fram í lúkar, og þar var þurt enn. Nú virtust allar bjargir bannað- ar, þegar stýrið var farið. Qg nú sigldi skipið sinn sjó, án þess að menn réðu þar neitt við. Uppi var stagfokkan og eitthvert rifrildi af stórseglinu. Og þannig öslaði skip- ið nú stórsjóana í náttmyrkri og stórhríð. Að nokkrum tíma liðnum greip einn fallsjórinn skipið og fleygði því upp á sker af svo miklu afli að botninn molaðist og kletturinn gekk alveg upp í þilfar. Þarna sat svo „Hafrenningur“ fastur. Magnús húsbóndi minn kleif nú upp í siglutréð til þess að vita hvort nokkurs staðar sæist til lands, og var þó lítil von um það. Þegar hann kom aftur þóttist hann hafa eygt einhverja dökkva rák fram undan. Kom þeim saman um að nú mundi vera að fjara og hefði grillt í svart fjöruborðið. Þótt undarlegt megi virðast hafði pramminn alltaf lafað við bátinn. Nú var hann dreginn að borði og festur í hann langur vað- ur. Skyldum við Jón freista þess að fara á honum í land, og tækist okkur það, áttu hinir að draga prammann til sín aftur. Við Jón stigum nú á prammann og tókum til ára og heldum í þá átt er Magnús hafði séð sortann. En ekki höfðum við langt farið, er holskefla reið yfir og hvolfdi prammanum undir okkur. Veit eg svo ekki annað en það,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.