Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 4
120 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS virtist mér að breyting yrði alls staðar til batnaðar við komu ver- tíðarmanna. Fjórir áttæringar voru gerðir út frá Sandgerði á hinni svokölluðu stórskipavertíð, en hún stóð frá Kyndilmessu til páska. Ekki minn- ist eg þess að bátar þessir ætti nein nöfn, heldur voru þeir kenndir við formennina, en þeir voru: Jón Sveinbjörnsson, Einar bróðir hans í Sandgerði, Oddur Jónsson í Landakoti og Guðmundur Jónsson í Tjarnarkoti. Við Magnús hús- bóndi minn vorum á skipi með Oddi í Landakoti. Hann var góður formaður og afbragðs sjómaður. Gekk þessi vertíð stórtíðindalaust. Um bænadagana fóru margir sjómenn heim til sín, eða eitthvað annað, til þess að halda hátíðina, svo fátt var manna eftir. Á páskadaginn var hvasst og kalt norðanveður, en lægði heldur undir kvöldið. Þá kom Einar í Sandgerði til okkar og bað Magnús blessaðan að ljá mig í róður næsta dag. Kvaðst hann vera í vandræð- um „vegna þess hve margir fóru inneftir", eins og hann orðaði það. Magnús sagði að eg réði þessu sjálfur; ef eg vildi gera það, kvaðst hann ekki vera á móti því. Annars tók hann heldur dauft undir þetta, því að það var ekki siður að róa á helgum dögum. Eg reri með Einari á annan páskadag í vondu sjóveðri, norðan- stormi og mikilli kviku. Einar sat á móti golunni og helt stjórafæri á hnýfli, einn maður stóð í austri og fjórir voru undir færum. Þeir höfðu nóg að gera, því að ekki stóð á þeim gula, og þarna drógu þeir hann handóðan þangað til Einari leizt svo sem báturinn mundi ekki bera meira. Þannig gekk þetta í þrjá daga, alltaf vont veður, en alltaf góður afli. Þá lá vel á Einari. Haxm gladdist af góðum feng og ekki síður af hinu, að hann hafði einn setið að þessum afla. Enginn var á sjó þessa daga nema hann, og það hafði sín áhrif á skapið, því að maðurinn var ungur og metn- aðargjarn. Eg var líka ánægður og þóttist heldur hafa vaxið af því að vera þarna með. Einn á báti Þegar stórskipavertíðinni lauk, var sjómönnum skift niður á sex- æringa. Hver skipshöfn mannaði þá tvo sexæringa, og nú varð Magnús húsbóndi minn formaður á þeim báti, sem eg var á. Leið svo fram að lokum. Daginn fyrir lokadaginn lögðu margir vermenn á stað heim til sín, þar á meðal fjórir, sem höfðu verið á okkar báti. Á lokadaginn var húsbóndi minn lasinn, en eg bauðst þá til að fara á sjó með ein- hverjum öðrum, og líkaði honum það vel. Þegar eg kom niður í fjöru, voru allir bátar rónir, en bátur okkar flaut þar fyrir landi. Eg hugsaði með mér að réttast væri að eg skryppi á flot og vitjaði um grá- sleppunetin, til þess að gera þó eitt- hvert gagn. Svo leysti eg bátinn og lagði á stað. Veðrið var ágætt og eg sá hvar hinir bátarnir voru vestur af Skörðum. Þangað höfð- um við róið daginn áður og fengið ágætan afla, svo eg vissi að karl- arnir mundu vera þar í örum fiski- drætti. Eg öfundaði þá og langaði til þess að vera þar líka. Og svo varð freistingin fyrirhyggjunni yfirsterkari. Eg setti upp segl og sigldi út til þeirra. Hafði eg þá snör handtök við að fella seglið og renna út stjóra. Svo beitti eg öngul og kastaði sökku og færið var vart komið í botn er fiskur var á. Þarna var hann handóður og um hríð gáði eg einkis annars en renna og draga. i Þegar eg leit upp voru allir bát- arnir horfnir; þeir höfðu haldið til lands og eg var einn eftir. Vindur var hægur og hagstæður og hugð- ist eg nú sigla til lands. En þegar eg ætlaði að draga upp stjórann hafði eg ekki orku til þess, eg gat ekki bifað honum úr botni. Nú var úr vöndu að ráða, og þó ekki um annað að gera en skilja stjórann eftir. Eg batt endanum á stjóra- færinu um hlunna, miðaði staðinn rækilega, og fleygði svo færinu. Svo setti eg upp segl og sigldi heim. Þegar eg renndi í vörina, var þar fyrir Sveinbjörn í Sandgerði, eig- andi bátsins, og var ekki mjúkur á manninn. Hann sendi mér tóninn áður en eg komst á land: „Hverju heldurðu að þú hefðir svarað, hefðir þú drepið þig og eg tapað bátnum?“ Eg sagði að eg mundi hafa sent honum þá kveðju úr eilífðinni, að hann ætti nóga fúakláfa eftir, og sakaði ekki þótt fækkað hefði um einn. Svo rölti eg heim að Bala- koti. Hann elti mig með óbotnandi skömmum og steytti hnefana, en aldrei barði hann mig þó. Eg varð að játa með sjálfum mér, að þetta hefði verið mesta heimskuflan, því að ekki hefði eg átt nein úrræði ef eitthvað hefði út af borið. En nú hafði ekkert út af borið og eg var kominn á land með góðan afla. Það gerði gæfumuninn. Eg gekk í bæinn og fekk máltíð. Svo krafðist eg vertíðarkaupsins, en Magnús gat þá ekki innt það af höndum. Eg setti þá allt dót mitt í poka og lagði gangandi á stað til Reykjavíkur, en þar var eg ráðinn vorvertíðina hjá Jóni Halldórssyni í Sjávargötu á Bráðræðisholti. Kappsigling Mér var vel tekið á Sjávargötu og þar stundaði eg sjóróðra fram um Jónsmessu. Gæftir voru frem- t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.