Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 125 Kristjana Ó. Benediktsdóttir; UM SÍÐUSTU aldamót bjuggu for- eldrar mínir, Benedikt Sigfússon og Kristín Þorvarðsdóttir, á Bakka í Vatnsdal, Húnavatnssýslu. Hjá þeim var vinnumaður, Daniel að nafni, ættaður úr Mið- firði. Faðir hans var til heimilis á Söndum í Miðfirði Var hann örkumla maður, fótalaus, hafði legið úti í frosti og hríð og kalið, svo að taka varð fæturnar af fyrir ofan ökla. Daniel var fyrst hjá foreldrum mínum þegar hann var um ferm- ingaraldur, en þar sem hann var alveg upp á náð eins frænda síns kominn, en var nú orðinn duglegur til vinnu, tók þessi frændi hans hann til sín og lét hann vinna hjá sér nokkur ár eftir ferminguna, kauplítið. Þegar Daniel óx fiskur um hrygg, dreif hann sig burtu frá verður að gera á nöfnum pilta og stúlkna. Hún var því iátin heíta Suð- urstjarnan, og ef hún hefði eignazt systur, þá hefði þær verið skírðar stjörnunöfnum. Mjög er vandað til nafna á stúlku- börnum og seilst til að láta þau lýsa fegurð og yndisþokka. En drengja- nöfn eru valin þannig að þau lýsi hreysti, vitsmunum, eða listar-hæfi- leikum. Fer þá stundum svo, að út- lendingum finnst nöfnin svo viðamik- il, að börnin fái ekki risið undir þeim, eins og t. d. ef þeir heyra að ársgamall drengur heiti Þúsund-þjala-smiður. Kínverjar eru gjarnir á að skipta um nöfn þegar þeir þroskast. Á það einkum við um stúdenta af báðum kynjum. Þess vegna má vel vera að á seinni árum hafi menn tekið sér nöfn svo sem: Gegn auðvaldi, Vinur Rússlands, eða Aukum framleiðsluna. frændanum og gerðist vinnumað- ur. — Til okkar, að Bakka, kom hann, þegar hann var 18 eða 19 ára. Hann var fæddur 1878 Okkur þótti öll- um vænt um Dana, fannst hann vera einn af fjölskyldunni. Hann var bráðduglegur sláttumaður, lag- inn við fé og fjárglöggur með af- brigðum, trúr og húsbóndahollur, svo af bar. Okkur börnunum var hann sem eldri bróðir og lék oft við okkur. Hann var dagfarsprúð- ur og nokkuð barnaiegur í sér, en gat verið mjög stífur og þver, ef hann tók eitthvað í sig og þá var til lítils að tala um fyrir honum. Veturinn 1902 var tíðin fremur stirð fram að jólum. Daniel ætlaði í heimsókn vestur að Söndum til föður síns, milli jóla og nýárs. Var svo ákveðið að hann færi af stað annan dag jóla, yrði um kyrrt á Söndum 2 til 3 daga en kæmi heim daginn fyrir gamlársdag, þ. 30, des- ember. Á Bakka voru húshjón, Sigurður Sigurðsson og Una Bjarnadóttir. Hjá þeim var dóttir þeirra, Steinunn að nafni, Hún átti son á fóstri í Ásbjarnarnesi í Vest- urhópi, Steinunni langaði að sjá son sinn og stakk upp á því við Dana að hún slægist í för með hon- um vestureftir. Dani tók þessu vel, enda virtist svo sem nokkuð væri farið að draga saman með þeim, þó hún væri talsvert eldri en hann, komin yfir þrítugt. Veðurútlit var ekki gott dagana fyrir jólin. Snjór var talsverður og öðruhverju hríðarjagandi. Á jóla- dag var nokkurt frost en sæmilega gott veður en útlitið ljótt. Kólgu- bakki í norðri, sem hækkaði, er á daginn leið. Faðir minn hafði minnzt á það við Dana, að fresta förinni vestur fram yfir hátíðar, eða þar til tíð yrði stöðugri og útlit betra. Dani féllst á þetta í fyrstu og héldum við öll, á jóladaginn, að Dani væri horfinn algerlega frá því að fara að sinni Á jóladags- kvöldið, þegar mamma var að skammta, kom Dani inn í búrið til hennar og spurði hvort ekki væri í lagi plögg hans til fararinnar vestureftir næsta dag. Mamma varð hálfundarleg og spurði hvort honum væri alvara að leggja upp í svona útliti. Dani svaraði þá nokkuð dræmt: „Það verður víst að vera svo“. Þá hafði hann setið lengi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.