Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 129 kofum. Eg vissi að Steinunn kveið því mikið að fara þangað. En hún lét það ekki uppi við aðra. Hún faldi tilfinningar sínar undir grímu gáska og, að því er virtist, kæru- leysis, en eg sá stundum tárin hennar. Fyrir okkur systrunum faldi hún sig ekki eins vel. Jón Hannesson bóndi í Þórormstungu var oddviti Áshrepps um þessar mundir. Hann kom að sækja Steinu. Jón var drengur góður og kona hans Ásta Bjarnadóttir mesta valkvendi. Svo fór að Steinunn fór aldrei lengra en að Þórormstungu. Þar var hún svo hjá þeim hjón- um og fluttist með þeim að Undir- felli. Að síðustu var hún á vegum Hólmfríðar dóttur þeirra. Steinunn er nú dáin fyrir nokkr- um árum. Hún hafði fengið gervi- fætur og notað þá í mörg ár. Dani var hjá okkur á Bakka til vorsins 1904. Þá var hann sóttur og svo sendur til Reykjavíkur til skó- smíðanáms. Hann fékk gervifætur frá Þýzkalandi. Þeir voru þungir og óþjálir, en þó var betra að nota þá en að skríða. Dani var um skeið á Patreksfirði og stundaði þar iðn sína. Þar giftist hann myndarlegri konu og áttu þau mörg börn. Mörg seinustu ár ævinnar bjó hann á ísafirði og vann að skósmíði. Vet- urinn 1926 kom hann til Reykja- víkur þeirra erinda að fá nýja fæt- ur hjá Halldóri Arnórssyni lima- smið. Hann hélt til hjá mér meðan hann beið eftir fótunum. Þá sá hann foreldra mína í síðasta sinn og kvaddi þau eins og barn góða foreldra. Sumarið 1948 kom ég ásamt Sig- ríði systur minni til ísafjarðar. Við heimsóttum Dana. Það hittist svo á, að það var á 70 ára afmælisdegi hans. Hann var þá orðinn blindur. Mikil var gleði hans yfir heimsókn okkar. Þurfti hann að rifja margt upp frá veru sinni á Bakka. Tíðrætt var honum um féð, mundi nöfn Smásagan; Munkar mega HANN var enskur að ætt og var munk- ur í Capuchin-klaustri í litlu þorpi, sem heitir Herin og er skammt frá Valenciennes í Frakklandi. Hann var kallaðir bróðir Anthony. Þar í klaustr- inu voru alls 66 munkar af ýmsum þjóðum, franskir, þýzkir, svissneskir, rúmenskir, ítalskir, en hann var eini Englendingurinn. Nú var það eina nótt í maímánuði 1943, að flestir bræðumir voru í fasta- svefni. Hjá þeim ríkti bræðralag, þótt lönd þeirra ætti í blóðugu stríði. Þeir fóru sjaldan út fyrir klaustrið og höfðu haft lítil kynni af þýzku hemámsmönn unum. En oft höfðu þeir séð loftorust- ur háðar. En ef einhverjir þeirra hefði verið vakandi þessa nótt, mundu þeir hafa heyrt dyn í flugvél, sem var að nálgast. Og þeir mundu lika hafa heyrt að hún var biluð því að hljóðið í henni var ankannalegt, og hún flaug lágt. Svo hrapaði hún. Rétt á eftir ko'm ábótinn í dyrnar á klefa bróður Anthony og ávarpaði hann á frönsku: „Ensk flugvél hefir fallið til jarðar hér í klaustrinu. Komdu og talaðu við flugmanninn". Bróðir Anthony fór þegar á fætur og gekk með ábótanum þangað, sem flugvélarhræið lá. En hann sá fljótt að ekki þýddi að tala við flugmanninn, því að hann var meðvitundarlaus. Hann var með skurð á enni og fleiri sár, sem blæddi úr. Munkar höfðu dregið hann út úr flugvélarflakinu, en nú vissi enginn hvað átti að gera. og einkenni á ánum og gat rakið ættartölur þeirra. Þetta var í síð- asta sinn, sem ég sá Dana. Hann dó litlu síðar. Börn hans voru mjög mannvænleg og munu þau búa þar vestra, sem á lífi eru. Einn efni- legur sonur hans, Friðrik að nafni, druknaði. Var sjómaður og hlaut hina votu gröf sem svo margir sjó- menn, því miður, hafa gist. Læt ég svo þessari frásögn lokið. ekki skrökva Bróðir Anthony sneri sér að ábótan- um og spurði rólegur: „Hvernig veiztu að hann er enskur?" Ábótinn benti á merki brezka flug- flotans á vængjunum. „Þú ert vitrastur af öllum hér“, sagði Anthony. „Við verðum að koma manninum í sjúkrahús í Valenciennes", sagði ábót- inn. „Nei“, sagði Anthony byrstur. „Þjóð- verjar mundu hrifsa hann úr höndum okkar. Og það er engin þörf á að flytja hann. Bróðir Klaus getur vel gert að sárum hans“. Og svo lét Anthony flytja særða manninn inn í klaustrið en þar tók bróðir Klaus við honum. Hann var þýzkur og hafði einu sinni verið lækn- ir, en seinustu árin hafði reynt mjög lítið á læknislist hans. Hann kunni þó handtökin enn, og brátt hafði hann gert að öllum sárum sjúklingsins. En Klaus sagði að ekki mætti hreyfa hann í viku. í þessu bili kemur ábótinn þar inn, náfölur í framan, og segir að þýzkir hermenn sé á leið þangað. „Þeir munu heimta að við framseljum manninn“, sagði hann. ,Það gerir þú aldrei“, sagði bróðir Anthony. „En ef þeir krefjast þess------“ „Við vitum ekki hvar hann er“, sagði bróðir Anthony. „Ef hann er ekki í flugvélarbrakinu, þá hefir hann sjálf- sagt fleygt sér út í fallhlíf áður en hann kom hingað. Hermennimir hljóta að geta fundið hann úti á enginu eða í skóginum". Ábótanum brá mjög sem von var, því að þetta var sama sem að skipa honum að segja ósatt. „Bróðir Anthony“, hrópaði hann á- sakandi. „Eg skal tala við hermennina", sagði Anthony þá. Hann flýtti sér út í klausturgarðinn og þar stóðu þýzkir hermenn umhverf- is flugvélarflakið. Foringi þeirra var ungur og gáfulegur maður, og Anthony varð þegar hræddur um að hann mundi hafa veitt upp úr hinum munkunum, að flugmaðurinn væri þar í klaustrinu. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.