Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 121 ur góðar og mikill afli. Bar fátt til tíðinda nema það, að róðrarskip af Seltjarnarnesi fórst skammt frá lendingu, er það var að koma úr róðri. Formaður þess hét Ófeigur og átti heima á Bakka á Seltjarn- arnesi. Vel líkaði mér í þessum stað, allir voru mér góðir, bæði á sjó og landi, og fólkið glaðvært og skemmtilegt. Það var líkt með bændum og sjómönnum, að hvorir tveggja voru sólgnir í að reyna fararskjóta sína. Þegar bændur þeystu á góðhest- um sínum voru þeir ekki í rónni fyr en þeir gátu þreytt kappreið við einhvern. Og formennirnir voru líka sólgnir í að þreyta kapp- siglingu og sjá hver báturinn skriði bezt. Eitt sinn sem oftar lentum við í kappsiglingu. Ekki vissi eg hver var formaður á þeim bátnum sem við okkur keppti. Bátarnir voru komnir upp undir Gróttu þegar kappsiglingin hófst. Sá sem við okkur keppti var á kulborða og neytti hann þess óspart. Hann beitti sífellt á okkur og var svo nærri að borðstokkarnir lágu sam- an. Þannig hrakti hann okkur af leið, barst leikurinn þannig inn að Akurey. Var þá svo komið að ekki var nema um tvennt að gera fyrir okkur, annaðhvort að lenda uppi í Akurey eða „gefa vindinn úr seglinu" og dragast aftur úr. Mér var það ekki mjög að skapi. Eg sat á skorbitanum, og þegar eg sá hvað verða vildi, greip eg skipshnífinn og brá honum á afturseglsklóna hjá mótstöðumanninum. Það fór eins og til var ætlast, bátur okkar skreið fram úr á svipstundu, en for- maðurinn á hinum bátnum þreif stein og ætlaði að kasta í mig í þakklætisskyni fyrir tiltækið. En steinninn fell í sjóinn aftan við bátinn og þannig skildi með okkur. Á Jónsmessu fór eg frá Sjávar- götu með kaup mitt í vasanum, 36 krónur, eins og um var samið. Hjá Gvendi á sjótrjánum Eg fór inn að Sölvhóli að hitta kunningjana þar, því að þangað hafði eg ekki komið síðan um haustið. Þarna hitti eg þá Hjörleif frá Sandaseli, þann er „lóssað“ hafði mig til Reykjavíkur um haustið. Hann kvaðst hafa fengið bréf að heiman og þær fréttir, að við fengjum hesta að heiman eftir 10 daga. Bað hann mig nú að róa þessa daga hjá Guðmundi í Bakka- búð, sem almennt var kallaður Gvendur á sjótrjánum. Eg var fús til þess, því að eitthvað vildi eg hafa fyrir stafni þessa dagana, áð- ur en haldið væri heimleiðis. Eg fór svo í Bakkabúð og var byrjað á því að fara í beitufjöru inn í Brynjudalsvog í Hvalfirði. Beituöflunin gekk vel, við hlóð- um skipið á tveimur fjörum, og þótti það ágætt. En þetta var vos- samt og vorum við allir votir upp á höfuð, og formaðurinn ekki síður votur hið innra. En þegar skipið hafði verið fullhlaðið af kræklingi, voru enn fylltar sjö skrínur og all- ir pokar sem í ferðinni voru, og þessu bætt ofan á. Og þegar við vorum svo allir komnir um borð, var báturinn svo hlaðinn að flaut með lista. Nú voru sett upp segl og haldið heimleiðis. Var fyrst á óskabyr, hæg norðanátt. En er út á fjörðinn kom tók vindur að aukast, og brátt var komið ofsarok og skóf allan sjóinn. Kvika var lítil, en ágjöf mikil, og í skeljafarmi rennur sjór ekki til í skipi. Formaður var á sín- um stað og sagði ekki neitt. Tveir menn stóðu 1 austri, en við lágum fjórir ofan á farminum fram í og gekk sjódrifið stöðugt yfir okkur. ,Við vorum nú komnir út undir Katanes og alltaf jókst ágjöfin. Skipið var svo drekkhlaðið að eg átti von á því að það mundi þá og þegar sökkva undir okkur. Brá eg þá á mitt ráð, velti öllum skelja- pokunum útbyrðis og hellti síðan úr sKrínunum sjö. Enginn lagði hönd að þessu með mér og enginn sagði neitt. En þegar þessu var lokið og eg dró mig aftur fram á til piltanna, þá sögðu þeir: „Ef við þekkjum karlinn rétt, þá færðu í ausublaðinu fyrir þetta“. Nú gekk ferðin sæmilega, en þegar komið var suður að Brautar- holti, lagði formaður þar að landi og kvaðst ekki mundu sigla yfir Kollafjörð fyr en lygndi. Þarna fengum við hressingu og sváfum nokkra stund. Þá hafði veðrinu slotað, og við náðum til Reykja- víkur um kvöldið heilir á húfi og allt hafði farið vel. Eftir þetta rerum við þrjá daga og öfluðum vel. Og þá var komið að helgi. Á laugardagskvöldið keyptu félagar mínir eina flösku af brennivíni og hugðust gleðja sig við hana á sunnudaginn. Hjallur stóð vestan við Bakka- búð. Loft var í honum og furðu hátt undir það, eða um 4 alnir. Uppgangan var á miðju lofti og farið þar upp eftir lausum stiga. Lá stigi þessi venjulega upp við vegg í hjallinum, en var reistur upp þegar farið var upp á loftið og náði hann vel upp á loftskörina. Á sunnudagsmorguninn fórum við svo 6 út á hjallloftið með flöskuna. Var eg fremur með fyrir siðasakir, því að eg var ekkert gefinn fyrir vín. Þessi staður var valinn til þess að Guðmundur skyldi ekki verða þess var að við værum með áfengi. Kona hans hafði tekið af okkur loforð um að gefa honum aldrei í staupinu, og sá samningur var dyggilega haldinn meðan eg var þarna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.