Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 8
124 LESBÓK MORGVNBLAÐSINS hjátrú og óvild hinna óupplýstu Kínverja, sem hötuðu hina „út- lendu djöfla“ og gerðu þeim marg- an illan leik. Eitt sinn kom hópur af þessum óþjóðalýð og kveikti'í hinum hrörlegu húsakynnum, þar sem þau höfðu komið sér fyrir. En með guðs hjálp tókst þeim að slökkva eldinn og smám saman fór fólkið að virða og elska þessa verndarengla ,sem unnu dag og nótt til þess að líkna sjúkum og bágstöddum. Innan skamms höfðu þau sett á stofn lækningastofu (clinic), þar sem hinir aumustu gátu fengið bót meina sinna. Allt um kring geisuðu hættulegar drepsóttir ,og ekki leið á löngu þar tii Dr. Charles veiktist af tauga- veiki. Nú stóð Steinunn ein, og varð að sjá fyrir öllu. Hún sá, að ekki yrði honum unnt líf nema hann kæmist á sjúkrahús. Hún lét búa til sjúkrafleka og bera Charles niður að ánni, þar sem honum var holað niður í auman flutningsbát og hann fluttur margar dagleiðir niður eftir ánni þar til þau gátu komið honum á spítala. Þar fékk hann fullan bata. Eftir fimm ára starf í Ying Tak og átía ár í Wuchowhéraði var þeim Hayeshjónum gefið ársfrí, og notuðu þau það til þess að afla sér frekari þekkingar bæði í Ev- rópu og Bandaríkjunum; fóru síð- an aftur til Kína og settust að í Canton, þar sem þau héldu áfram trúboðs- og læknisstarfi, en auk þess kenndi Dr. Charles í lækna- skólanum þar. Árið 1936 var þeim enn veitt lausn frá starfi í eitt ár sökum veikinda dr. Charles, og fóru þau til Bandaríkjanna. Þau voru aðeins nýkomin aftur til Kína, þegar Japanir hertóku Suður-Kína. Nú fór í hönd hið á- takanlegasta tímabil, þá er þau sem fangar Japana reyndu að líkna svo þúsundum skipti af særðum, ■júkum 03 hungruðum flótta- lýð. Það kom fyrir, að fimm þús- und manns komu á iíknarstöðina á einum degi og þágu hrísgrjóna- graut og annað, sem af hendi var hægt að láta af skornum skammti. Eftir þrjú ár var þeim gefin lausn frá fangavist þessari í skiptum fyrir aðra fanga úr japanska lið- inu. í júní 1942 fóru læknishjónin frá Shanghai með línuskipinu Gripsholm og komu til New York þann 27. ágúst sama ár. Þau sett- ust að í Suður-Kaliforníu, og þar dó Dr. Charles árið 1946. Hann var elskaður og virtur at öllum, sem þekktu hann og margan heiður hafði hann hlotið fyrir sitt mikla ævistarf, þar á meðal var hann sæmdur „Fellow of the American College of Surgeons". KÍNVERJAR eru ekki gefnir fyrir að taka upp ný ættarnöfn. Þess vegna eru þar miljónir manna, sem heita annað hvort Wang eða Li. En skírnarnöfnin eru óteljandi og altaf er verið að finna upp ný og ný nöfn. Kínverskan er þannig, að í tveimur atkvæðum er hægt að hafa merkingu, sem ekki er hægt að ná á öðrum tungum nema með löngum orðum. Þannig mundu sum kínversk stúlkubörn heita á okkar máli Skínandi ský, Fossandi elfur, eða eitthvað þess háttar. Annars er það sið- ur í Kína að nefna stúlkubörn ekki með nafni, heldur með tölum: Fyrsta, Önnur, Þriðja o. s. frv. Getur þetta stundum valdið óþægindum og mis- skilningi. Einu sinni felldi ungur mað- ur ástarhug til ungrar stúlku, sem hann hafði þó ekki séð nema tilsýndar. Hún ók í vagni Wang-ættarinnar ásamt annari stúlku, sem var talsvert eldri og ófríðari, og með þeim var gæzlu- kona. Ungi maðurinn gerði því ráð fyrir, að Wang mundi eiga tvær dæt- ur. Og eftir góðum sið sendi hann svo umboðsmann sinn til Wangs og bað um hönd Annarar. Bónorðinu var vel tek- ið. Svo kom að því að kynna átti ungu hjónaefnin. Þá brá piltinum í brún, því að hann hafði beðið þeirrar eldri og óíríðari. Hann hafði ekki varað sig Sonur þeirra Dr. Charles og Dr. Alice Hayes fæddist í Kína. Hann heitir Arthur Courtney og er nú prófessor í efnafræði við há- skólann í North Carolina. Hann kvæntist stúlku að nafni Mary Thigpen og eiga þau tvö börn, Stephen og Mary Alice. Dr. Alice býr nú í Alhambrá í Kaliforníu og er ern og ungleg. Hún er teinrétt og tíguleg, og hefir Skúli Bjarnason sagt mér í bréfi, að „enginn mundi trúa, að hún hefði náð þessum aldri svo er hún til sálar og líkama létt í snúning- um og ljúf í tali“. Við óskum henni yndislegra sólsetursdaga og þökk- um henni fyrir hennar fórnfúsa líknarstarf. á því að Wang átti þriðju dótturina, og hún var elzt. Það hefði nú þótt stórkostleg móðgun að reyna að leið- rétta þetta, svo að pilturinn varð að kvænast þeirri, sem hann vildi ekki. — Oft er börnum gefið auknefni. Þá fá drengir oft kvenkyns nöfn og er það gert til þess að villa illa anda, sem sitja um að hremma drengi, en vilja ekki líta við telpum. Hjá menntuðu fólki er mjög vandað til skírnarnafna. Og samræmi verður að vera í nöfnunum innan hverrar fjölskyldu. Tökum til dæmis að elzta dóttir heiti Skínandi ský þá verður annað hvort skínandi eða ský að vera í nöfnum allra systra hennar. Nöfn yngri systranna gæti þá verið Skín- andi dagsbrún, Skínandi sól, en mætti líka vera Gullroðið ský eða Leiftrandi ský. Kínversk hjón voru eitt sinn mörg ár á ferðalagi, og fæddust þeim þá fjögur börn, þrír drengir og ein stúlka. Elzti sonurinn fæddist í Nanking og var því látinn heita Nan-fæddur, ann- ar fæddist í London og var látinn heita Lon-fæddur, og sá þriðji var fæddur í Canberra og því látinn heita Can-fæddur. Telpan var fædd í Syd- ney, en hún mátti ekki heita Syd- fædd, því að glöggvan greinarmun Nafngiftir í Kína

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.