Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 16
132 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A K 7 6 2 V D G 4 ♦ K 9 3 * 10 6 2 A 10 3 V 10 9 ♦ 8 7 5 2 * AK 9 72 A A G 9 8 5 V A K 8 7 2 ♦ — * G 8 4 S gaf og sagnir voru þessar: S V N A 1 sp. 2 t. pass 3 L 3 hj. pass 4 sp. pass pass pass V sló út LD og fekk slaginn. Svo kom annað lauf og A fekk slagi á ás og kóng. Þar með hafa þeir fengið þrjá slagi og nú vantar aðeins einn til að hnekkja sögninni. En hvaða spili átti V að fleygja af sér í þriðja laufslag- inn? Ef það var hjarta var líklegt að A mundi slá út tigli. Ef það var tigull, þá voru mestar líkur til þess að A mundi slá út hjarta. En nú vildi V fá laufútspil, svo að hann gæti notað S D. V var ekki neinn viðvaningur, það var hinn kunni spilamaður Harry Fishbein. Og hann tók það til bragðs að fleygja af sér TÁ. — A sér að T K er í borði og þess vegna er þýð- ingarlaust að slá út tigli eftir þetta. Hann heldur því áfram með laufið, og nú er viss slagur á S D. A D 4 V 6 5 3 ♦ A D G 10 6 4 A D 5 ATVINNUBÓTAVINNA Á fyrra stríðs árunum var mikill atvinnuskortur hér í Reykjavík, og reyndu þá bær og ríki að bæta úr þyi og stofnuðu til hinnar svonefndu „at- vinnubótavinnu". Þá var af hálfu landsjóðs hafin vegargerð inni í Soga- mýri og skyldi gera nýan veg til Hafn- arfjarðar. Guðmundur Gíslason Haga- SIMON HANSENSHÚS — Litla húsið, sem stóð austan við dómkirkjuna í Revkjavík, er nú komið upp að Árbæ og biður þess að komast þar á fastan grunn. Hús þetta reisti Simon Hansen kaupmaður frá Básendum annað hvort 1820 eða 1822. Húsið er því um 140 ára gamalt, og því eitt af elztu húsum i bænum. Það sýnir hvernig vönduð ibúðarhús voru á þeim arum. Það mun því einhvern tíma þykja vel ráðið að húsi þessu var bjargað frá tortimingu og því fenginn staður í minjagarði Reykjavíkur að Árbæ. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). - lín var einn af vegavinnumönnum þar og hefir hann sagt svo frá: —- Eg kunni vel við verkstjórann og ekki bar mér og samverkamönnum mínum svo sem neitt á milli. En það man eg, að eg undraðist sitthvað, sem fram kom í tali þeirra. Eg hafði lesið, að erfitt hefði verið hér fyrrum að fá íslend- inga til að vanda vöru sína. Þeir hefðu talið hana fullgóða í Danskinn, hvern- ig sem hún hefði verið verkuð. Og hjá sumum í vinnuhópnum ríkti andi, sem minnti mig á þetta. Hvem andskotann áttu menn að vera að þræla sér út fyrir landsjóðinn meira en góðu hófi gegndi og hverjum sýndist? Um suma atvinnurekendur bæarins heyrði eg líka talað ver en svo, að eg gæti trúað því, að þeir væri látnir njóta sann- mælis. (Blaðamannabókin 1948) FYRIR 300 ÁRUM í Vallholtsannál stendur með frétt- um ársins 1660: „í eyu nokkurri á Breiðafirði, nærri Flatey, kom upp jarðeldur, svo ekki varð slökktur“. Hér getur ekki verið um að ræða jarð- eld í þeirri merkingu, sem venjulegast er lögð í það orð, heldur hefir hér senni lega verið um sinueld að ræða. Má vera að þetta komi oftar fyrir í göml- um ritum. VEIÐI í BREIÐDÁLSÁ Sú saga er til frá veiði í Breiðdalsá, að Heydalapresti hafi þótt Eyabóndi draga fyrir í ánni meira en góðu hófi gegndi. Fór til og bannaði bónda að draga fyrir með neti. Maðurinn hætti, fór heim, tók rúmteppin; saumaði saman á endum og dró fyrir sem áður, sagði, að nú væri ekki brotin boð prests og ekki dregið fyrir með netum. (Breiðdæla). HESTSKÓNAGLAR. Vorið 1884 kom maður sá, er Guð- jón hét Benediktsson, norðan frá Ár- nesi í Strandasýslu vestur á Bíldudal í Barðastrandarsýslu, og hafði þá eina hestskófjöður í vasa sínum. Var það sú fyrsta, sem þá hafði sést þar. Ég sem þetta rita, var einn meðal annara, sem sá þá gersemi þar í fyrsta sinn. Á næstu árum þar á eftir fluttust hest- skófjaðrir þessar í hverja verslun og voru almennt notaðar. Áður voru all- ir hestskónaglar smíðaðir í sveitunum. (Pétur frá Stökkum).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.