Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 3
að mér fannst eg vakna, og lá eg þá í flæðarmáli. Eg var mjög mátt- farinn og helkaldur; samt reyndi eg að brölta á fætur og tókst það. Lítið mundi eg af því sem fyrir hafði borið og vissi ógjörla hvernig á því stóð að eg var staddur þarna. Eg reyndi að staulast áfram og rakst þá á Jón, þar sem hann var að skríða og veltast um í flæðar- málinu. Gat eg orðið honum að ofurlitlu liði, svo að hann komst á fætur. Við fórum nú að skima eftii bátnum, en gátum ekkert séð nema hvítfyssandi öldur, er brotn- uðu með miklum dyn á kolsvört- um skerjum. Hvað var orðið um félaga okkar? Við drógum okkur út á skerin og kölluðum og hróp- uðum af öllum mætti. Eftir langa mæðu fengum við svar. Félagar okkar heldu enn kyrru fyrir í bátn- um og varð sameiginlegur fögn- uður út af því, að allir skyldi enn heilir á húfi. Enn var að falla út og von til þess að mennirnir mundu komast úr bátnum með háfjöru, enda varð sú reyndin á, því að þeir gátu öslað milli skerjanna. Þegar við vorum nú allir komnir upp í fjöru, könnuðust menn við hvar okkur hafði að landi borið. Var svo lagt á stað og komum við að Fuglavík eftir miðnætti. Fugla- vík er kippkorn fyrir sunnan Bý- arsker, og frá strandstaðnum voru ekki nema nokkur hundruð faðma suður að Melabergsá. Okkur var mjög vel tekið I Fuglavík og vorum hresstir á heitri mjólk og brennivíni. Veðrið var nú farið að batna svo að við heldum áfram til Sandgerðis, allir nema Þorlákur. Hann varð eftir í Fuglavík. Meðan við töfðum í Fuglavík og þágum þar góðgerðir, varð Jóni Sveinbjarnarsyni að orði: „Eg held að enginn okkar fari i LESBÓK MORGUN BLAÐSINS sjóinn hér eftir. Eg held að sjórinn vilji okkur ekki“. Ekki rættist það — allir þessir félagar mínir hafa drukknað í sjó. Manntjón á gamlársdag ÞAÐ mun hafa verið mánuð af vetri, er við lentum í hrakningnum á „Hafrenningi". Eg var sendur daginn eftir suður á strandstaðinn til þess að vi'ta hvort eg sæi flakið. Það var þá horfið af skerinu og ekki annað eftir af skipinu en brak með sjónum. Brimið hafði brotið skipið í smátt og brotin voru dreifð um fjöruna. í byrjun jólaföstu fórum við inn að Hofi í Garði. Þar gerði húsbóndi minn út fjögramannafar. Þaðan var stutt á miðin og aflaðist oft vel, þegar gæftir voru. Margar ferðirnar fór eg þá gangandi frá Hofi til Sandgerðis með fisk á bakinu í soðið handa Gróu. Og í hverri ferð varð eg að grafa upp fjörumaðk til beitu. Leið svo og beið og gerðist ekkert sögulegt fyr en á gamlársdag. Þá um morguninn var veður gott og bjart og reru allir bátar úr Garði og næstu verstöðvum. Eftir skamma stund fór að hvessa á norðan. Er sú átt siæm í Garðin- um, því að þá stendur beint upp á lendinguna. Bátarnii heldu því skjótt að landi og gekk vel hjá þeim, er fyrstir komu að. En aðrir fengu hrakning í lendingu og varð þó ekki manntjón. Þegar við vorum komnir á land, var eg sendur til Keflavíkur og fór um Leiru. Þá voru Keflavíkur- bátar á innsiglingu. Þeir höfðu ró- ið dýpra í Garðsjó en við og setið lengur. Leið mín lá um Hólmsberg og er eg kom þar, sá eg að sjór var orðinn mjög úfinn. Skammt fram- undan sjá eg þrjá Keflavíkurbáta á siglingu. Var einn þeirra kipp- 119 korn á undan hinum tveimur, en þeir sigldu svo að segja samsíða. Út af Hólmsbergi er svonefnt Stakksrif. Þar var sjór miklu úfn- ari en annars staðar og eins og röst. Skifti það svo engum togum, er bátarnir tveir komu í þessa röst, að þeim hvolfdi báðum og á sama augnabliki, að því er mér virtist. Þarna fórust allir mennirnir og var hryggileg sjón að horfa á þetta og geta enga hjálp veitt. Eg flýtti mér inn af berginu og er eg kom þar, var fremsti bátur- inn af þessum þremur að lenda þar sem kallað er í Grófinni. Var lend- ingin háskasamleg, en tókst þó svo að menn björguðust allir, en bát- urinn brotnaði mikið. Eg skýrði Ólafsen kaupmanni frá þeirri sjón, er eg hafði séð af berginu, og varð það mörgum harmafregn. Formenn á bátunum, sem fórust hétu Pétur Sveinsson og Pétur Helgason, sá hinn sami er vísaði mér á leið til Sandgerðis þá um haustið. En sá sem braut skip sitt í Grófinni, hét Jóhannes. Þessi sorgaratburður hafði svo djúptæk áhrif á mig, að hann stendur mér enn ljóst fyrir hugar- sjónum, þótt 70 ár sé nú liðin síðan. Vertíð og lok Upp úr áramótum gerði vonda tíð og var ekkert róið vegna ógæfta. En þá sneru menn sér að því að búa allt undir vertíðina, sem byrjaði á Kyndilmessu. Seinast í janúar fóru vertíðar- menn að koma úr öllum áttum. Voru þeir bæði af Norðurlandi og Suðurlandi og sumir úr Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu. Einn ver- tíðarmaður kom til okkar að Baja- koti. Hann hét Friðrik Magnússon og var frá Stöpum á Vatnsnesi. Hann var á bezta aldri og varð mikil og góð breyting á heimilis- lífinu eftir komu hans. Og yfirleitt t t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.