Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 10
126 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS á tali við Steinu inni í húsi þeirra Unu og Sigurðar. Svo stóð á að Steinunn var ráðin til tóvinnu fram í dal strax eftir nýár og bjóst ekki við að geta fundið son sinn, um veturinn, nema á milli jóla og nýárs. Lagði hún því fast að Dana að fara nú þegar, eins og fyrst var ákveðið. En hvað sem um þetta var rætt í Unuhúsi, á jóladaginn, voru þau nú ákveðin í að leggja af stað næsta morgun. Foreldrar mínir reyndu að fá Dana ofan af þessari ákvörðun, en nú kom stífni hans fram og var hann ósveigjanlegur. Sagði, sem var, að um það hefði verið samið, að hann fengi þetta frí á þessum tíma og það vildi hann hafa. Hjá okkur var roskinn maður, Friðrik Eggertsson að nafni. Hann var greindur vel og svo veðurglöggur að undrun sætti. Hann talaði nú við Dana, sagði að sér finndist ekkert vit fyrir hann að leggja út í tvísýnt veður og það með kven- mann í eftirdragi. Engar fortölur dugðu. Dani sat fastur við sinn keip. Sigurður, faðir Steinunnar, sagðist álíta bölvaða vitleysu að ana út í hvað sem væri og þeim hjúunum væri sæmilegast að sitja heima. Hann var aldrei myrkur í máli, karlinn sá. Oft nokkuð stór- orður. Honum var engu svarað og ekkert tillit tekið til orða hans. Eina manneskjan á heimilinu, sem dró taum hjónaleysanna, var Una, móðir Steinunnar. Hún sagði að öllu væri nú víst óhætt. Allir vissu að Dani væri ratvísari en flestir aðrir, enda ekki svo ýkjalangt bæa í milli og Steina sín bráðdug- leg til göngu. Faðir minn sagði að bezt væri að sjá til hvernig veður yrði að morgni næsta dags. Var svo ekki talað meira um þetta um kvöldið, en öll plögg höfð til reiðu. Á annan dag jóla voru allir snemma á fótum. Veður var stillt, talsvert frost, en ekki virtist bakk- inn í norðrinu lægri. Dani og Steina mötuðust nú í skyndi og bjuggust til ferðar. Ennþá var reynt að fá þau til þess að hætta við ferðina, en það var árangurs- laust. Svo kvöddu þau og lögðu af stað. Þá mun klukkan hafa verið 8—9 að morgni 26. desember. Ferð þessi lagðist eitthvað illa í okkur öll. Það var óvanalegt að Dani setti sig svona þvert upp á móti foreldrum mínum. Hann hafði vanalega látið að orðum þeirra, enda var það honum heppilegt. Hann var í mörgu mesta blessað barn. Þegar Friðrik kom heim úr fjár- húsunum, um kl. 10 um morguninn, sagði hann, um leið og hann kom inn í baðstofuna: „Þetta er ljóta út- litið, mikið ef hann verður ekki skollinn á með stórhríð upp úr há- deginu“. Sigurður gamli sagði þá um leið og hann snaraðist inn í húsið til Unu: „Þetta er helv..., feigðarflan. Mikið ef þau drepa sig ekki — og allt ykkur Steinku að kenna. Það er allt bandvitlaust þetta kvenfólk“. Friðrik varð sann- spár. Laust eftir hádegi var skollin á norðan stórhríð, svo ekkert sást frá sér. Um leið herti frostið til muna. Það var dauft yfir öllum heima á Bakka. Einhver óhugur hafði gripið um sig. Lítið var talað en þó var reynt að hugga sig við það að þau Dani og Steina hefðu verið komin að Miðhópi, þegar hríðin skall á, en þar ráðgerðu þau að koma við og taka svo stefnu þaðan að Ásbjarnarnesi. Við vonuðum nú að þau hefðu sezt þar að. Og svo var það ratvísi Dana, sem við vissum að oft hefði njálpað honum og öðrum. í þrjá sólarhringa hélzt linnu- laus stórhríð. Nokkru eftir hádegi 29. des. birti svo til og lygndi að hægt var að moka snjóinn af glugg- unum á baðstofunni. Það var nú komin mikil fönn. —★— 30. des. var komið bjart veður og lygnt með hægu frosti. Nokkru eftir hádegi sást maður koma utan dalinn og stefna heim að Bakka. Við börnin vorum úti og datt nú í hug að Dani væri að koma, Steina hefði ekki treyst sér til að ganga austur eftir, í ófærðinni, sem komin var. Brátt sáum við þó að þetta var ekki Dani, heldur okkur alls óþekktur maður. Hann kom nú heim á hlaðið. heilsaði og spurði eftir pabba. Pabbi kom nú út og gengu þeir á tal saman. Ekki vildi komumaður ganga í bæinn, kvaðst verða að hafa hraðan á. Pabbi sendi okkur börnin inn til mömmu með boð um að koma út með hressingu handa manninum. Mamma var nýbúin að hita kaffi. Hún helti kaffi á könnu, setti rjóma út í og fór með það út í bæjarclyrnar. Komumaður heilsaði henni, tók við könnunni og drakk kaffið í stórum sopum, rétti mömmu könnuna og þakkaði fyrir sig. Svo stóð hann þarna, hallaði sér fram á stafinn og dæsti við. Pabba var mikið brugðið. Hann var ná- fölur og mér sýndust augu hans ennþá dekkri en venjulega. Mamma spurði hljóðlega: „Eru það fréttir af Dana?“ Svarið var: Já. Maður þessi var frá Miðhópi. Var hann sendur með þær fréttir, að Dani og Steina hefðu villzt í hríð- inni á annan jóladag og legið úti þangað til birti upp 29. desember. Þá hafði Dani komizt heim að Jörfa í Víðidal og þar voru þau nú bæði mjög illa haldin, víst mikið kalin á fótum og eitthvað á höndum. Kvaðst sendimaður verða að hraða sér heim, því annar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.