Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 131 Heilbrigðistíðindi Bólasetning gegn kvefi. Bandarískur læknir, Thomas G. Ward, sem er sérfræðingur í víru- sjúkdómum, spáir því að innan tveggja ára muni koma fram bólu- efni, er að miklu leyti muni koma í veg fyrir að menn fái kvef. Það eru vírur, sem aðallega valda kvefi, en þó einnig gerlar í ætt við „streptococcus“. Það er víru- kvefið sem hægt verður að fyrir- byggja með bólusetningu. Tóbak og krabbamein. Sloan-Kettering stofnunin hefir látið vinna að rannsóknum á tóbakstjöru nú um alllangt skeið. Hafa vísindamennirnir fundið í flugmaðurinn auk þess með munka- hettu á höfði. Daginn eftir kom vinnumaður klaust ursins með þær fréttir frá Þjóðverj- um, að einhver bandvitlaus maður á bifhjóli hefði brunað eftir veginum, þar sem honum átti að vera lokað. Her- maður hljóp í veg fyrir hann, en bif- hjólið renndi beint á hann og stórslas- aði hann. Bifhjólið helt áfram með sömu ferð, og hinn slasaði helt að munkur hefði setið á því. Næstu nótt kom bróður Klaus ekki blundur á brá. Og klukkan fjögur um nóttina opnaði hann klausturhliðið fyrir bróður Anthony. Hann kom þá gangandi. En hver var þá þessi munkur, sem lék þannig á Þjóðverja. Hann hafði verið flugmaður í brezka hernum í fyrri heimsstyrjöldinni, og það hafði þau áhrif á hann, að hann gekk í klaustur þegar því var lokið. Hann andaðist nýlega í svefni 64 ára gamall. Hann hafði verið ánægður með hlut- deild sína í björgun flugmannsins ,en á- bótinn hafði þó lokað hann inni í þrjár vikur, til þess að hann gæti afplánað skrök sín, Og sjalfur lagði ábótinn á sig vikuiðrun fyrir hlutdeild sína í þessum brellum. tjörunni 17 efni og geta 8 þeirra valdið krabbameini. Hin 9 geta ekki valdið krabbameini. Kuldabað fyrir ungbörn Ef nýfædd börn eiga erfitt að ná andanum, er nú farið að setja þau í rennandi kalt vatn. Kuldinn veldur því, að súrefnisþörf barn- anna minkar. Síðan eru þau vermd með hægð og gætni. Hefir þetta gefizt vel og hefir „The American Association of Anatomist“ fengið skýrslu um að sex börnum hafi verið bjargað með þessu ráði. Það var fyrst margreynt á afkvæmum dýra, áður en farið var að beita því við börn. Gúmblaðra í magann Læknar við háskólann í Minne- sota hafa með góðum árangri reynt nýa aðferð til að lækna blæðandi magasár. Gúmblöðru er vafið um endann á langri pípu og stungið niður í magann. Þar er hún blásin upp og síðan er sérstöku kæliefni dælt í hana. Kuldinn hefir þau áhrif, að maginn hættir meltingar- starfi og við það hættir að blæða. Þessi aðferð hefir verið reynd á 19 sjúklingum, sem ekki þoldu blóðgjöf og voru svo veikir að uppskurður kom ekki til greina. Af þessum sjúklingum læknuðust fimmtán, án þess að frekari að- gerða væri þörf. Sáraumbúðir óþarfar. Louis T. Palumbo, prófessor við læknadeild háskólans í Iowa, segir að engin ástæða sé til þess að hafa umbúðir lengi á hreinum sárum eftir uppskurð. Hann hefir gert tilraunir á 222 sjúklingum þannig, að umbúðirnar voru teknar af nokkrum eftir sex klukkustundir, af flestum innan sólarhrings, af nokkrum innan tveggja sólar- hringa. Alls var þetta helmingur sjúklinganna. Af hinum voru um- búðirnar teknar að mestu leyti eftir viku. Það kom í ljós, að beru skurðirnir greru fljótar en hinir og síður mynduðust bólgur í þeim. Engum sjúklinganna blöskraði að sjá skurðina, þeir höfðu þvert á móti ánægju af að fylgjast með því hvernig þeir greru, og má vera að það hafi flýtt fyrir bata. Að minnsta kosti þurftu þeir sjúkl- ingar ekki að liggja eins lengi og hinir, sem voru með umbúðirnar. Blóðstíflur. Oft kemur það fyrir að blóðstífl- ur myndast í sjúklingum eftir uppskurð og verða þeim að bana, þótt allt annað gangi vel. Þessar blóðstíflur myndast vegna þess að blóðið er ekki á nógu mikilli hreyfingu, og þess vegna eru nú sjúklingar látnir hreyfa sig og jafnvel fara á fætur sem allra fyrst, til þess að örfa blóðrásina. Hið nýasta á þessu sviði er að láta sjúklingana „ganga“ meðan á upp- skurði stendur. Er það gert á þann hátt að hleypa rafstraum í fætur þeirra þannig að vöðvarnir herpist og linist líkt og þegar menn eru á gangi. Við það örvast blóðrásin, en hættast er við að blóðstíflur myndist í fótunum. Blaðakona var að aafna efni I „Barnasíðuna" og hafði náð í son ein- hverrar filmstjörnu: — Hvað áttu mörg systkin? spurði hún. — Eg á engin systkin, sagði hann, en eg á brjá pabba með mömmu og fjórar mömmur með pabba. —OOO— Stjórnvizka er það, að leysa eitthvert alheims vandamái með því að skapa annað stærra og meira.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.