Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 127 maður hefði verið sendur út á Blönduós eftir lækni en þeir gætu illa verið tveir að heiman í einu, nema sem stytzt. Því næst kvaddi hann og fór. Eg ætla ekki að reyna að lýsa þeim tilfinningum, sem þessar voða fréttir vöktu hjá okkur öllum. Verstu grunsemdirnar, sem hjá okkur höfðu búið höfðu sannazt. Þau höfðu villzt og legið úti, en voru þó í lífi. Pabbi fór strax til næstu bæja til þess að fá hjálp til að flytja Dana og Steinu út á Blönduós. Þurfti til þess stóra sleða og duglega dráttarhesta og menn til aðstoðar. Öll hjálp var auðfengin. Þarna vildu allir hjálpa og sýna samúð í þessu rauna tilfelli. Ekki man ég nú, svo að eg megi með fara, hverjir mennirnir voru, sem fóru með pabba vestur að Jörfa. Þó mun einn þeirra hafa verið nágrenni okkar og vinur, Þorsteinn Konráðsson á Eyólfs- stöðum. Hesta fékk pabbi meðal annars á Kornsá hjá Birni bróður sínum. Hann átti afarstóran og sterkan jarpskjóttan hest er hét Laski. Annan hest engu minni lán- aði Benedikt Blöndal í Hvammi. Sá hestur var rauðskjóttur stólpa- gripur og hét Trölli. —'k— Þau Dani og Steina voru nú flutt út á Blönduós. Þeim var komið fyrir hjá Önnu yfirsetukonu. Þar voru reyndar ekki stór húsakynni. Varð að láta þau liggja bæði í lítilli stofu niðri í húsinu og í þeirri stofu varð að framkvæma læknisaðgerðirnar. Þætti slíkt ekki álitlegt nú en á annað betra varð ekki kosið á þeim tímum. Læknir á Blönduósi var Júlíus Halldórsson. Hann fékk sér til hjálpar Sigurð Pálsson lækni á Sauðárkróki. Svo mjög voru þau, Dani og Steinunn, kalin á fótum að læknarnir sáu engin ráð önn- ur, en að taka fætumar af þeim báðum um kálfasporð. Steinunn missti fremsta köggul af vísifingri vinstri handar en Dani bein úr þumal- og vísifingrum hægri hand- ar, að öðru leyti voru hendur þeirra óskemmdar. Á Blönduósi lágu þau svo í 5 vikur. Þá voru þau flutt á sleðum heim að Bakka, ósjálfbjarga og örkumla, réttum 6 vikum eftir að þau lögðu af stað í þessa hörmulegu för. Bakkabær- inn varð svo sjúkrahús þeirra fram á vor. Þau voru langt frá því að vera gróin sára sinna, þegar þau voru flutt heim. Faðir minn fékk leiðbeiningar hjá Júlíusi lækni um meðferð þeirra og lét hann pabba í té meðöl og umbúðir. Á hverjum degi var svo skipt um á þeim og smátt og smátt greri fyrir stúfana. Eg varð oft að að- stoða pabba þó ég væri ekki nema 12 ára. í fyrstu átti ég bágt með að sjá þessa vesalings stúfa, en eg vandist því furðanlega fljótt. Réð þar talsvert um að ég vildi gjarnan hjálpa og að ég var alltaf gefin fyrir að annast sjúklinga, hvort heldur voru menn eða skepn- ur. — Þegar gróið var fyrir stúf- ana bjó pabbi til púða, klædda með skinni, voru þeir spenntir á kné þeirra Dana og Steinu, svo þau gætu skriðið um bæinn. Við Sigríður systir mín skiptum nú með okkur verkum. Sigríður sat sem mest inni í Unuhúsi hjá Steinu, en ég í okkar baðstofu hjá Dana. Lásum fyrir þau og reynd- um að stytta stundir fyrir þeim. Dani sagði mér þá alla ferðasögu þeirra, frá því þau lögðu af stað frá Bakka á annan dag jóla. Þeim sóttist leiðin vel vestur að Mið- hópi. Komu þangað nokkru fyrir hádegi. Var lagt að þeim að setj- ast þar að og halda ekki lengra, en það vildu þau ekki. Hugðust ná að Ásbjarnarnesi áður en færi að snjóa. Þau héldu svo þaðan og ætluðu þvert yfir svokallaða Ref- steinsstaðamýri, sem er stór móa- og mýrarfláki upp af Hópinu, og þvert yfir Víðidalinn. Ásbjarnar- nes stendur talsverðan spöl út með Hópinu að vestan. Þetta var tals- verður krókur fyrir Dana, en slíkt taldi hann ekki á sig. Þau stefndu nú þvert yfir mýrina og héldu ótrauð áfram. Um það bil að þau voru hálfnuð yfir mýrina brast hríðin á mjög snögglega. Dani treysti sér til að rata áfram þó hríðin væri dimm og veðurhæð talsverð og héldu þau nú áfram. Brátt fór Steinunn að þreytast, enda búningur hennar ekki hent- ugur í því veðri sem nú var kom- ið. Á þeim árum þekktist ekki að konur gengju í öðru en peysuföt- um, síðum og víðum pilsum og dúðaðar í sjölum. Rokið stóð í pils- in og lamdi snjóinn inn í þau, svo henni varð örðugt um gang. Hún mæddist líka mjög. Sennilega hef- ir peysan verið nokkuð þröng. Dani reyndi að dusta mesta snjó- inn úr pilsunum en það dugði lítið. Hann leiddi nú Steinunni um stund og reyndi að halda sömu stefnu. En hann sá brátt að slíkt var ó- gerningur. Hann hugði þá að breyta um stefnu, halda undan veðrinu og freista þess að ná að Enniskoti (nú Enni) sem stendur ofanvert og sunnan við mýrina. En það var ekkert áhlaupaverk að hitta á Enniskot, sem þá var mjög lágreistur moldarbær með lítt girtu túni, enda slétt yfir allt af snjó. Um þetta leyti mun vindstaða hafa breytzt nokkuð, færst í vest- ur. Hafa þau því lent nokkuð aust- anvert við Enniskot. Þau brutust nú áfram um hríð, en brátt sá Dani að þau mundu ekki ná Enn- iskoti. Hann var nú líka orðinn viltur og vissi ekki hvert væri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.