Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 14
130 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS En svo sagði foringinn: „Jæja, hvar er flugmaðurinn?" Bróðir Anthony gekk til hans. .Flugmaðurinn? Er hann ekki þarna. Nú þá hefir hann sjalfsagt stokkið út úr flugvélinni". Það umlaði eitthvað í munkunum, en liðsforinginn tók ekki eftir því. Nú kom ábótinn og skipaði öllum munk- unum að fara til klefa sinna, nema Anthony og Klaus. Anthony var að velta því fjnrir sér, hvað mest mundi nú mega sín hjá Klaus: þýzkt ættemi hans, munkaeiðurinn eða læknislistin. En það var óþarfi, Klaus hafði nú sjúkling undir höndum, og það kom ekki málinu við hverrar þjóðar hann var, hið eina sem máli skifti var að bjarga honum. Þýzki liðsforinginn sagði: „Hér er blóð á jörðinni", og benti á staðinn þar sem flugmaðurinn hafði legið. Klaus var fljótur til svars: „Eg fór að leita í brakinu til þess að vita hvort nokkur maður væri þar, og þá slasaði eg mig á hendi“. Hann hafði óafvit- andi haldið á sáraumbúðum og vafði þeim nú um hönd sér. Liðsforinginn mælti: „Þið vitið að þung refsing liggur við að fela flug- menn óvinanna". Bróðir Anthony svaraði rólega: „Hér hefir engin yfirsjón átt sér stað, sonur minn“. Þetta villti liðsforingjann, hann kvaðst mundu fara, en skilja varðmenn eftir hjá flugvélarflakinu. „Eiga varðmennirnir að gæta þess, að munkarnir steli ekki einhverju úr flugvélinni?" mælti Anthony í half- kæringi. Liðsforinginn svaraði ekki og ekki skildi hann neina varðmenn eftir. Ábótinn var miður sín af því, að tveir af helztu munkum hans skyldi hafa gert sig seka um ósannsögli, og hann krafðist þess, að flugmaðurinn væri fluttur þaðan. En hér var þeim Anthony og Klaus að mæta og þeir aftóku það. Það var enginn friður í klaustrinu næsta dag. Fyrst kom þangað hópur hermanna til þess að sækja flugvélar- brakið, og seinna kom þangað þýzkur majór með flokk manna. Ábótinn bauð majómum inn til sin og þar var ekki annað manna en þeir Anthony og Klaus. Þýzki majórin var gamall og reynd- ur hermaður og hann kom þegar að erindinu: „Okkur er mjög i mun að finna flug- manninn af flugvélinni sem fell hér niður. Hermenn okkar skutu á flug- vélina skammt hér fyrir norðan og hæfðu hana hvað eftir annað. En hann flaug beint áfram þar til hann fell hér niður. Hafi hann fleygt sér út í fallhlíf á þessari stuttu vegarlengd, þá er það einkennilegt að við skulum hvorki hafa fundið hann né fallhlífina. Hann flaug auk þess svo lágt, að mestar lík- ur eru til þess að hann hefði drepið sig, ef hann stökk út i fallhlíf." Ábótinn ræskti sig og svaraði vand- ræðalega: „Já, þetta er mjög dular- fullt, en .... “ „Nú, þér haldið að flugmaðurinn sé hér í klaustrinu?" greip Anthony fram í. „Það er ekki ósennilegt", sagði ma- jórinn. Bróðir Anthony var dauðhræddur um að ábótinn mundi viðurkenna þetta, svo hann sneri máli sínu þegar til hans: „En hví ekki að bjóða majórnum að rannsaka klaustrið, faðir? Þá þarf hann ekki að gruna okkur lengur. Og ef þú vilt, þá skal eg fylgja majórnum um allt klaustrið". Ábótinn varð feginn og kinkaði kolli, hann var ekki vanur því að standa í veraldlegu amstri. Anthony leit snöggv ast á Klaus, og Klaus skildi þegar hvert hlutverk sér væri ætlað. Anthony lagði nú á stað ásamt ma- jórnum og tveimur undirforingjum, en Klaus flýtti sér þangað er sjúklingur- inn var. Hann hafði skjót handtök, klæddi sjúklinginn í munkakufl, en kastaði einkennisfötum hans í klaust- urbrunninn. Síðan skreið Klaus undir rúmið og beið þar. Skömmu seinna kom bróðir Anthony þar með þýzku foringjana. Um leið og hann opnaði dyrnar, veinaði Klaus og bablaði eitthvað á þýzku. Anthony skildi þegar hvað hann vildi. „Og hérna liggur Fritz, bróðir vor“, sagði hann við foringjana. „Því miður þykir honum vin altof gott. Við höfum sagt honum, að þar sem hann sé Þjóð- verji, þá eigi hann ekki að drekka ann- að en bjór, en hann vill ekkert annað en vín“. „Nú, drykkjusjúklingur", sagði ma- jórinn. „Guð fyrirgefi yður að tala þannig“, sagði Anthony. „Bræðurnir hér eru ekki drykkjumenn. En veslings Fritz drakk svo mikið vín að hann varð valtur á fótunum og svo datt hann niður stiga og stórslasaðist". Klaus lét nú einhver orð falla á þýzku og þeim heyrðist sjúklingurinn í rúminu tala. Og þetta varð nóg til þess að Þjóðverjamir voru sannfærðir um að hér væri ekkert grunsamlegt, og gengu þeir því ekki inn í herbergið. Heldu þeir svo áfram leitinni, en urðu einkis varir, og fóru síðan sannfærðir um að flugmaðurinn mundi ekki vera í klaustrinu. Morguninn eftir sendi Anthony einn af vinnumönum klaustursins til bæjar- ins Anzin, með þeim fyrirmælum að reyna að ná sambandi við flóttamanna- félagið, sem Anthony vissi að var þar. Þessi ferð tókst vel. Vinnumaður kom aftur með þau skilaboð, að innan tveggja daga mundi lítill hópur flótta- manna fara frá Arras, en það væri seinasta ferðin, því að Þjóðverjar væri farnir að snuðra um félagið. Þetta var því eina tækifærið að bjarga flug- manninum. „Við verðum að framselja hann“, sagði ábótinn. ,Við getum ekki komið honum til Arras, þangað er hundrað kílómetra leið“. „Það væri þó skemmtilegra, faðir, að koma honum í flóttamannahópinn", sagði Anthony. „Þá værum við lausir við hann, og nazistamir fengi aldrei að vita að við hefðum fólgið hann“. Ekki leizt ábótanum á þetta, en hann sagði að bróðir Anthony skyldi ráða. Klaus sagði að flugmaðurinn væri ferðafær. Að vísu væri hann mjög mið ur sín, en hefði náð sér andlega eftir áfallið. En hvernig átti að flytja hann til Arras? Klaustrið átti engin farar- tæki nema gamla heyvagna, og svo var sagt að Þjóðverjar hefði lokað veginum til Arras. En hvað um það — þeir urðu ekki ráðalausir. Klukkan tiu að kvöldi stóð spánnýtt þýzkt bifhjól í klausturgarð- inum, komið beint frá þýzka hernum. Það er óráðin gáta hvemig það komst þangað, en það hefir verið verk bróður Anthonys. Laust fyrir miðnætti var klaustur- hliðið opnað og út um það renndi bif- hjólið. Bróðir Anthony sat við stýrið, en flugmaðurinn sat aftan við hann. Báðir voru þeir í munkakuflum og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.