Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 12
128 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bezt að halda. Hann stakk nú upp á því, að þau skyldu grafa sig í snjó, enda Steinunn orðin mjög þreytt, en hún mátti í fyrstu ekki heyra það nefnt. Þó fór svo að hún lét tilleiðast. Dani reyndi nú að grafa þau niður, svo sem hann gat og búa vel um þau. Staf sínum stakk hann niður við höfðalag þeirra, svo hann sæist ef gerð yrði leit að þeim. Þau lögðust svo niður í þetta kalda rúm og létu skefla yfir sig. Ekki höfðu þau lengi legið þannig er Steinunn krafðist þess að þau rifu sig upp úr fönninni, sagði að þau mundu kafna, ef meira skefldi yfir þau. Dani vildi ekki að þau hreyfðu sig, lannst þeim líða sæmilega þarna og hann gæti alltaf séð um að þau hefðu nægilegt loft með því að ryðja snjónum frá andlitum þeirra, enda búinn að gera nokkurs konar hvelf- ingu yfir þeim. Steinunn brauzt þá upp úr fönninni. Á þessu gekk svo allan tímann, sem þau lágu úti, að Steinunn reif sig upp jafn- óðum og yfir þau skelfdi. Við það þjappaðist snjórinn saman undir þeim. Lágu þau því sem næst á berangri er hríðinni slotaði. Þegar upp létti sá Dani heim að bæ skammt frá. Hann komst þang- að heim. Bærinn var Jörfi í Víði- dal. Á Jörfa bjó Guðrún Helgadóttir. Hún tók Dana tveim höndum. Var hann leiddur, en þó frekar borinn inn í bæinn. Svo var sent að Mel- rakkadal, sem er næsti bær við Jörfa, eftir mönnum til þess að bera Steinunni heim að Jörfa. Virt- ist þeim þá svo, sem hún væri tæp^ ast með réttu ráði. Var það ekki að undra þó taugar hennar létu sig. Nærri má geta hver líðanin hefir verið allan þennan tíma. Það var mikil heppni fyrir þau Daníel og Steinunni að komast í hendur Guðrúnar á Jörfa. Þó hún væri einkennileg í háttum var hún fróð um margt og víðlesin. Hún vissi hvernig bezt var að taka móti þessum gestum, sem á svo rauna- legan hátt bar að dyrum hennar. Lét hún þau hafa fæturnar niðri í bölum með klakavatni, til þess að ná frostinu úr þeim. Hendurnar höfðu þau í skálum með klaka- vatni. Að öðru leyti hlúði hún að þeim, svo sem kostur var, nærði þau á mjólkurblöndu fyrst í stað og sýndi þeim óumræðilega nær- gætni og ástúð. Dani sagðist aldrei geta fullþakkað henni alla hennar fyrirhöfn og umhyggju. Á Blöndu- ósi nutu þau ágætrar aðhlynning- ar Önnu Þorsteinsdóttur ljósmóð- ur. Hver laun þessar konur hlutu fyrir hjálp sína veit eg ekki. En það er grunur minn að lítið hafi Guðrún annað fengið að launum, en gleðina af að hafa gert góðverk. Miklar kvalir tóku þau út í fót- unum, Dani og Steina, þegar frost- ið fór að fara úr þeim og bág mun líðan þeirra lengi hafa verið. Bæði urðu þau nú að fara á sveit. Hún á Áshrepp, sem var hennar fæðingar- hreppur. Hann á Kirkjuhvamms- hrepp, í þeim hrepp var hann fæddur. Daníel átti talsvert margar kindur og einn hest. Þetta var nú allt selt. Steinunn átti ekkert, svo þar var ekkert að selja. Á hreppa- skilum um vorið var henni ráð- stafað. Átti hún að fara að Kárdals- tungu, en þar bjó bláfátækt fólk með mörg börn, í lélegum bæjar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.