Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Blaðsíða 6
122 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Uppi á hjallloftinu tóku menn sér sæti og síðan gekk flaskan milli þeirra. Dreyptu allir á, en þó 1 mesta hófi. Var fcvo farið að spjalla í bróðerni um daginn og veginn og gert að gamni sínu. Skyndilega kemur Gvendur á sjótrjánum upp í loftsgatið, býður okkur góðan dag og segiT: „Hér er fallegur hópur“. Ekki kom hann upp á loftið, heldur stóð í stigan- um og hafði handleggina á loft- skörinni. Var nú farið að tala um sjóferðir og sjómennsku og hrósaði Guðmundur hásetum sínum, enda mátti hann það vel, því að allir voru góðir og þrír þeirra afburða sjómenn. Eg vissi að eg átti ekkert af þessum hrósyrðum og hnipraði mig út í horni þar sem minnst bar á. En þegar Guðmundur hefir farið sem mestum lofsyrðum um menn sína, segir hann allt í einu: , „Þó hefir enginn ykkar ótil- kvaddur unnið jafn þarft handtak og strákurinn þarna í horninu“. Hinir vildu þá fá að vita hvaða afreksverk eg hefði unnið, en þá sagði Guðmundur að það hef ði ver- ið þegar eg ruddi útbyrðis skelja- pokunum og tæmdi skeljaskrín- urnar, er við vorum í lífsháska á leiðinni ofan úr Hvalfirði. Þá sögðu þeir að þetta hefði verið frumhlaup hjá mér og eg hefði ekki átt neitt með það, nema eg hefði fengið skipun um það frá honum. Út af þessu hófst þræta og mikill hávaði, og beztu menn hans sögðu honum að þeir ætluðu sér ekki að róa framar hjá manni, sem ekki hefði alla stjórn á skipi sínu. „Þið ráðið því“, sagði hann, „mér er alveg sama, því að eg fæ nóga menn“. Hávaðinn var nú orðinn svo mikill að hann hefir heyrzt heim á hlað. Að minnsta kosti hefir hús- freya heyrt hann, og hefir víst haldið að Gvendur væri að drekka með okkur. Hún snaraðist út í hjallinn og kippti stiganum undan Gvendi, svo að hann skall í gólfið með miklum dynk. Fljótlega spratt hann þó á fætur og lenti nú í handalögmáli með þeim hjónun- um. Við vorum króaðir uppi á loft- inu og það var ekki álitlegt að stökkva þar niður, eins og hæðin var mikil. Það var þó nauðsynlegt og niður stukku menn og skildu hjónin. Við fórum tveir með hús- freyu inn í bæ. Okkur tókst að sannfæra hana um, að Gvendur hefði ekki fengið neitt áfengi hjá okkur, og þá varð hún hin bezta. Þetta var afbragðs kona, en nokk- uð skapbráð og gustmikil þegar því var að skifta. Tveir piltarnir hlupu á brott og kváðust aldrei skyldu koma hér framar, en tveir tóku Gvend á milli sín og leiddu hann niður að sjó. Þar voru þeir yfir honum þangað til hann sofnaði. Þá vöfðu þeir hann innan í segl og lögðu hann upp í skip sitt. Um kvöldið tókum við það ráð að róa með Gvend sofandi, til þess að firra vandræðum. Við öfluðum vel og Gvendur svaf alltaf þar til við vorum á heimleið og vorum komnir inn undir Gróttu. Þá var hann vakinn og settur undir stýri. Þegar við lentum í vörinni kom húsfreya þangað með brauð og kaffikönnuna til þess að hressa okkur eins og hún var vön, þegar við komum af sjó. Hún var þá hin kátasta, en Gvendi var svo þungt í skapi, að hann vildi ekki þiggja kaffið, þótt við hinir drykkjum það með góðri lyst. Þó rættist brátt úr honum og þau hjónin sættust heil- um sættum. — Við rerum nokkra daga enn og fiskuðum vel. Svo komu hestarnir okkar og eg kvaddi þau hjónin og helt heim á leið. Hafði eg þá verið 37 vikur í útveri og var með rúm- lega 90 krónur í vasanum. Vertíð- arkaupið fekk eg með skilum hjá Magnúsi í Balakoti árið eftir. Hafði eg því alls fengið 160 krónur fyrir alla útivistina, og það þóttu pen- ingar á þeim dögum. Guðmundur á sjótrjánum fór skömmu eftir þetta til Ameríku með fjölskyldu sína, og hefi eg ekkert frétt af honum síðan. Á. Ó. skráði í^e®®OG>^ Útigangshross Svellbunkar og sílaður gróður, og silfurgrá hnottabörð, eru akur útigangshrossa á íslenzkri framdalajörð. Þótt tímarnir telji ei nauðsyn að troðir þú mönnunum Ieið, þá sæmir ei sultarganga, og sjálfsagt ei hungursneyð. Og hófurinn klofinn af krafsi, kannski er erfinginn þinn að nálgast það náðarljósið, sem nirfillinn boðar um sinn. Þar flokkar um fannirnar ganga, fyrning er rammlega girt, og hundarnir hafa þann starfa, að hrossin sé ei um kyrrt. Þú arftaki þarfasta þjónsins, þin laun eru smánarboð. Eru afleiðing andlegs hroka, sem eflist um menningargoð. Er gæðingur bóndi þér gleymdur? Gleðin á hestbaki hrat? Er folinn tók fallegu sporin, og fannstu hvað Jarpur þinn gat? Já, svona er maðurinn mikill, megnar að sýna sinn þrótt, en gleymir, að Gáski var ratvís, á götu í hríðsvartri nótt. En vonandi batnar um bjargir, börðin þín grænka á ný, og lægðirnar sunnan úr löndum lækki hin norðlægu ský. Veturinn 1958. BJÖRGVIN O. GESTSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.