Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1962, Síða 7
Unga íólkió fylgist með af áhuga á námskeiðinu HÁTTVISI, KLÆÐABURÐUR SNYRTING NÝLEGA fór fram hér í Reykjavík námskeið fyrir ungt fólk, þar sem fjallað var um háttvísi, klæðaburð og snyrtingu. Námskeið þetta var haldið á vegum Dansskóla Hermanns Ragn- ars, Tízkuskólans í Reykja- vík og Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Var nám- skeiðið tilraun til fræðslu og.kynningar á þessum þýð- ingarmiklu þáttum í dag- tegu lífi ungs fólks og það er markvert í þessu sam- bandi, að námskeiðið var haldið vegna eindreginna og ákveðinna óska úr hópi unga fólksins sjálfs. Það virðist augsýnilegt, að hér sé -n að ræða viðfangs- efni, sem ungu fóiki liggur mjög á hjarta og því ætlar Les bókin að kynna ykkur ýmis- legt af því, sem fram fór á þessu námskeiði. Fyrsti hluti námskeiðsins fjallaðí um hátt- vísi eða almenna framkomu fólks við ýms tækifæri. Það var Hermann Ragnar Steifáns- son, danskennari, sem leið- beindi í þeim efnum og mun- um við styðjast við fræðslu hans í þessum fyrsta þætti. í fyrstu ber að íhuga dálítið ástand það, sem hjá okk- ur íslenddngum rí'kir á sviði daglegra umgengnishátta. Þar ber mjög á okkar eigin, dýr- mætu persónu. „Ég þarf að fá þetta. Ég vil kcxmast þangað. Ég verð að flýta mér!“ Svo segjum við mörgum stundum. Við sjáum dæmi þessa hvar- vetna. Menn ryðjast að búðar- borðum, þrengja sér og ýta á- fram í fjölmenni, hampa sæl- gætispokum í samkomuhús- um, þrarnma um götur eða _ -ytast inn í strætisvagna með hávaða og gauragangi. Allt þetta og þessu líkt í framferði manna heitir einu nafni ó- menning og er blettur á sið- ferði hvers manns. En þá kom- um við að þeirri spurningu, sem hér á við að svara í upp- hafi. „Hvað er háttprýði eða almenn kurteisi?" Þessu má svara á ýmsa vegu, en segja mó, að þrír séu þættir í fari siðprúðs manns. Tillitssemd við annað fólk, smakkvísi og hæverska eða eins og hinn frægi skátahöfðingi Baden Powell sagði: „Vertu hæversk- ur í hugsunum, orðum og verkum.“ Hin gullvægu orð Jesú Krists eiga hér einnig mjög vel við: „Allt, sem þér því viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Sá æskumaður eða ung stúlka, sem fága vill framkomu sína og vera aðlaðandi persóna þarf að gefa þessum grundvall- aratriðum gaum. Við erum öll ólílk um eðli og skaphöfn, skapferli okkar er misjafnt og meðfædd smekk- vísi, en í nútíma þjóðfélagi er öllum mögulegt að fá ýmsa fræðslu og leiðbeiningar um það, hvemig má temja sér eða þjálfa með sér fagra framkomu. — Við verðum fyrir ríkustum áhrifum í þess- um efnum á heimili okkar og í hópi félaganna. Því varð- ar miklu, að foreldrarnir veiti börnum sínum snemrna góða fræðslu og séu þeim fyrir mynd um alla háttvísi. „Dreg- ur hver dám af sínum sessu- naut,“ segir máltækið. Það arðar miklu að velja sér góða og ved upp alda félaga. Ungt fólk er yfirleitt áhrifagjarnt og vaninn er mikið veldj og erfitt að brjóta á bak aftur -«ld hans, er frá líður. Það var einu sinni sagt: „Nefndu mér lagsmenn þína og þá skal ég segja þér, hver þú ert.“ f þessu er mikill sannleikur fólginn. Það, sem hér hefur verið nefnt eru grundvallaratriði, sem þurfa að vera öllum ljós, sem bæta vilja háttvísi sína og framkomu. Skal nú í stuttu máli vikið að ýmsum reglum, sem gilda um fram- komu manna á ýmsum stöðum og við ólík tækifæri, en á það er lögð enn ríkari áherzla, að lærðar reglur geta aldrei falið eðli ruddans, sem á ekki til að bera hina innri kurteisi, til- litssemi og smekkvísi. Á GÖTUNNI. Forðizt alla sundurgerð í klæðaburði eða látæðd. Nemið ekki staðar í hópum, svo að þið hindrið umferð gangandi fólks. Það er ókurteisi að blístra eða syngja á göturn úti. Heilsið kunnugum glaðlega og hæverkslega. Kona eða stúlka heilsar ætíð fyrst á götu. Karlmaður í fylgd með stúlku gengur ætið nær götunni. HEIMA FYRIR. Hér verður okkur oftast á, einmitt kurteisi á heimilum er bezta æfingin, þegar á reyn- ir annars staðar. Verið í góðu skapi. Forðizt deilur við for- eldra ykkar og systkini. Ver- ið stundvís til máltíða og reglu söm um herbergi ykk. - og eig- ur. Sýnið lipurð og hjálpsemi. Herrann hjálpar dömunni í yfirliöfnina Á helgrí stund „ÆTLIÐ ékki, aö ég sé kom- inn til aö niðurbrjóta lögmál- ið eöa spámennina, ég er ekki kominn til þess að niður- brjóta, heldur til þess að upp- fyllt, því að sannlega segi ég yður, þangað til himinn og jörð líða undir lök, mun ekki einn stafkrókur lögmálsins undir lok líða unz allt er komið fram. Hver sem þvi brýtur eitt af þessum minnstu boðorðum og kennir mönnum þaö, hann mun verða kallað- ur minnstur t himnaríki, en hver sem breytir eftir þeim og kennir þau, hann mun kallaður verða mikill i himna- ríki“. — (Mt. 5:11-19). í þessum kafla Fjallræðunnar lýsir Kristur því yfir, að orð Guðs og lögmál allt sé óhagganlegt og eilíft og hið æðsta mark sé að breyta eftir því. Biðjum þvi um náð og styrk til þess að breyta í öllum greinum i samræmi við vilja Guðs. RIT- 5ÍUJBBI1RINN er nú tekinn til starfa og hefur haldið tvo fundi. Klúbbfélagar eru að undirbúa margs konar efni, sem síðan mun verða birt. Ýmsir hafa þegar til- kynnt þátttöku utan af landi og er ungt fólk, sem áhuga hefur á þvi, að fá fræðslu um blaða- mennsku og annað í því sambandi, hvatt til að skrifa Lesbókinni eða senda efni. Klúbburinn mun síðar fá ýmsa hæfi- leikamenn til að kynna ritstörf, blaðamennsku og annað í þessu sambandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.