Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Page 1
 var niður felld, er allvel hafði hagað í mörgu.“ Þó að biskup ætti sjálfur frum- kvæði að nefndarskipun þessari, þótti honum gerast ærið þröngt fyrir dyrum við tiltektir hennar. „Sá er galli á frelsinu, að fáir vita að meta það fyrr en það er tap- að“, skrifar hann trúnaðarvini sínum og fyrrverandi skrifara, Bjarna Þorsteinssyni, sem þá var við nám í Kaupmannahöfn. Fara hér á eftir kaflar úr bréfi bisk- upsins, og er fyrst lýst högum manna almennt, en síðan drepið á einkahagi bréfritarans. Þegar biskupinum yfir Islandi var skammtað til viku hverrar mjöl, smjör, blek og tóbak Ijamfoastöðum, 23. ágúst 1806. E: Finnur Sigmundsson landsbókavörð ur tók saman T eir biskup Vídalín var annálaður fyrir góðgirni, hjálp- fýsi og örlæti, enda kallaður Geir góði. Á biskupssetrið á Lamba- stöðum voru allir velkomnir, og ekki sparaður matur, ef til var. Fyrrum þótti það órækt vitni um eyðslusemi á heimili, ef elda- mennska var þar í meira lagi. Því var kveðið um bónda nokkurn norður á Svalbarðsströnd, sem lítið varð við hendur fast, þrátt fyrir sæmilegar tekjur: Allur gróðinn gengur hans gegnum hlóðarvikin. Um eldamennskuna á sínu heim- ili sagði Geir hiskup einhvern- tíma í gamni: Á tveim stöðum slokknar aldrei eldur, hjá mér og í Víti. Um Geir biskup segir Espólín m. a.: „Hann var hverjum manni lítillátari, skemmtinn í tali og gagnorður, lærður mjög og vel að sér, þó að þess sæi helzt til lítil merki eftir hann. Ekki sást hann fyrir að vefta meðan hann hafði, og var lítill fyrirhyggjumaður um slíkt, hafði og öðru að sinna, en kona hans var góðlynd og spaklynd og lítt til forsjár, og höfðu nálega allir í húsi hans hvað þeir vildu. Var því eigi und- arlegt, þó mikil inntekt eyddist á skömmum tíma.“ Þar kom, að biskupi varð svo féfátt, að hann þóttist til neydd- ur að biðja kansellíið að skipa nefnd til þess að koma lagi á f járhag sinn. Um þetta segir Espó- lín í Árbókum 1806: „Þá hófst sú kommissíón, er skammta skyldi biskupinum og skipa launum hans og gjalda skuldir, og hafði hann sjálfur beiðst hennar. í henni voru ís- leifur Einarsson assessor------, Rasmus Frydensberg landfógeti og Markús stiftprófastur Magnús- son í Görðum; þótti mörgum það erindi fátítt, er biskupi, einum á landinu, skyldi ei verða launað svo dygði, og þó var það upp lagt, að hann skyldi sitja í Reykjavík, þar sem dýrast var fyrir konunginn að kosta hann, en hann mátti sjálfur einna minnst vera til siðbóta með lær- dómi sínum og dagfari, því að meira var þar býlífi og f járplógs- andi og hirðingarskortur and- legra efna en svo, enda þótti það og sumum undarlega ráðið, þó vera ætti til býjareflingar, er hin- ir æðstu menn landsins skyldu þar vera saman meðal kramara einna, og konungs féhirzlurnar, skólinn, yfirrétturinn, og allt ágæti landsins í varnalausum bý móti opnu hafi, en öll forn regla kki kann eg að sönnu, ástkæri vin, að gefa þér sök fyrir að þú yfirhlaupir kunningj-a þína við hvert tækifæri með bréfum, en hitt er satt, þegar þú skrifar, þá eru það Löver, og er betra eitt soddan á ári en tíu frá öðrum. Þú segir strax, að eg hafi í þessu efni litla æru að tala með, þar eg ekki hafi hripað þér eina línu í allt sumar. Mun þó í þetta sinn brókin ekki bæta um fyrir bolfötunum, því eg verð nú að offra þér því halta og vanaða, sem er sjálf- ur eg, þreyttux af dagsins erfiði, og er þó ogsvo soddan fórn fyrir þig e-inan á borð berandi. Að svo mæltu vík eg til dagsins orden. Er þá fyrst að tala um vind og veður, þó eg viti það verði næringarlítil fæða fyrir big. Um vetrarfarið skrifaði eg þér með póst- skipinu, var það hart og í harðara lagi allt frá sólstöðum til jafndægra, vorið íihlaupa og stormasamt, en gótt á millum. Þetta gjörði, að útigangs- peningur gekk víða magur undan, einkum hross, og sumstaðar horféllu þau, þó ekki til riða nema á Kjaiar- nesi, enda er nú 'hér um sveitir orðið víða nóg af hrossum. Grasvöxtur hér um pláss í betra meðallagi og nýting sú bezta það sem af er, því þurrkar og vætur hafa fylgzt að á víxl. Nú hefur um hríð verið votsamt, svo fólk á Geir Vídalín mikið hey úti. í Þingeyjar- og Múla- sýslum skal vera grasbrestur stór, er það kannske að kenna hafísnum, sem lá þar lengi við í vor, enda höfðu þeir í Múlasýslu höpp með honum, því í Vopnafirði rak þrjá hvali. Átti Guð- mundur Pétursson einn þeirra og Vfe í hvorum hinna. Fiskamir allir vænir og urðu fólki þar til stórrar bjargar. Fiskafli hefur verið hér sá vesælasti. Fáir náðu hér tveggja hundraða hlut, en flestir innan eitthundrað. Nokkuð skárra var í Njarðvík og Keflavík, þó hafa allir tapao á útveg sínum, og sumir stórkostlega. Hákallatekja var hér !. vetur nokkur, þó ekki að riðum, en ágæt fyrir norðan, einkum í Siglu- og Héðinsfjörðum. Fékk þar einn maður 100 hákalla, og annar undir Jökli 116 á eitt veiðarfæri, kallað há- kallalóð. Við Ísafjarðardjúp skal og hafa verið merkilegur hákallsafli, en allsstaðar fiskafli lítill. Laxveiði í sumar með bezta slag, bæði í Elliða- ám og víðar. Eggvarp í betra lagi, en trjárekar með minnsta móti. Drukkn- að hafa ýmsir eins og vant er, meðal þeirra er bátur hér af Nesi. Formað- urinn Einar nokkur frá Skaftholti og háseti hans Guðmundui-, sem var í Bráðræði og seinast í svarta skóla. Þeir áttu báðir mörg börn eftir og bága beikistöðu. Yfir höfuð líður fólki bærilega til sveita, en sér í lagi bágt hér við sjó, og fjöldi tórnhús- Framhald á bLs. 13. t ‘l'YLsUsyt’ 9 i ■&o V <v. V. 1: y Niðurlag bréfsins. . ) ■>~yt -jr_ - y'r-'K'?. 'i-c-x—hXJ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.