Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Síða 4
„OlL norðausturströnd Þýzka- lands er í hættu vegna afar mikils stormflóðs. Næturflóðið verður um þrem metrum hærra en meðalflóð". Þessi aðvörun kom í hléinu í söng- leiknum „Sköpunin" eftir Hayden, sem var leikinn í norður-þýzka út- varpið föstudaginn 16. febrúar. Fólkið á norðausturströndinni veit, hvað er í vændum, ef meðalflóðhæðin rís um þrjá metra. Allir bjuggust til varnar. En er Hamborg, 120 km inni í landi, „norðausturströnd“? íbúar stærstu borgar Þýzkalands þóttust öruggir. Átján mínútur yfir ellefu heyrist: „Hætta er á, að flóðgarðarnir í Cux- haven bresti. Leitið upp á efri hæð- mar, eða á aðra ör- ugga staði. Gjörið svo vel að aðvara nágrann- ana“. Garðurinn var þá þegar brostinn. „Við skulum fara að hátta“, sögðu menn í Hamborg. Meira að segja mað- urinn, sem sendi sams- konar tilkynningu til sjónvarpsins í Ham- borg, Hoen, forstjóri þýzku haffræðistofnun- arinnar, hafði litlar áhyggjur af öryggi borgarinnar. Seinna reyndi lögreglan að vara við á þeim svæðum, sem voru í mestri hættu, með hátalarabíl. Öskur storms- ins yfirgnæfði öll önnur hljóð. Þótt brimið lemdi ströndina og bryti flóðgarða urðu ekki mannskaðar þar, því að strandbúarnir voru viðbúnir, en langt inni í landi, upp með Saxelfi, flæddi sjórinn inn á sofandi fólk í rúmum sínum. Sumir gátu flúið upp á efri hæðir eða þök, og látið þar fyrir- berast, en aðrir voru ekki svo heppn- ir. Og allir þoldu eltki vistina á þök- um í ískulda, stormi og ágjöf. 25.000 hermenn voru kallaðir í björgunarstarfið, og þeir björguðu tug- þúsundum nauðstaddra af þökum, úr hálfhrundum húsurn og víðar. Þeir komu á hraðbátum, vélbátum, árabát- ■um og þyrlum. Litli strákpattinn í bað- kerinu sínu á næstu síðu átti hermann- inum líf sitt að launa. Það voru ekki allir svo heppnir. Ernst og Christa Bennówitz bjuggu í litlu timburhúsi með sjö börnum sínum og afa og ömmu. Þau vöknuðu, þegar fór að flæða inn í húsið. Bömin voru drifin á fætur í skyndi og móðirin þaut af stað með það yngsta í vagninum. Emst bar tvær yngri dæturnar í fang- inu, en fjögur elztu bömin héldust í hendur og óðu sjálf. Christa varð tals- vert á undan til skólans, sem stóð ör- lítið hærra, en Emst gekk hægar með börnin, vatnið var farið að ná þeim upp fyrir nára. Bílar, hlaðnir sjón- varpstækjum og álíka verðmætum, óku stöðugt fram hjá grátahdi börnunum og föður þeirra, sem veifaði. Enginn tók þau með. Og svo brast flóðgarðurinn í grenndinni. Flóðaldan skellti litla hópn- um og reif þau með sér og hvert frá öðru. Ernst hafði að- eins Heike litlu, þriggja ára, í fanginu, þegar honum skaut upp aftur. Rétt á eft- ir sá hann höfðum bamanna fimm skjóta upp aftur — svo hurfu þau í fald flóð- öldunnar. Saga þeirra er ekk- ert einsdæmi. Á þak- inu á miðri myndinni að ofan til hægri eru gömul hjón, bæði komin yfir sjötugt. Þau áttu skammt eftir í gullbrúðkaup. En gamla konan þoldi ekki vosbúðina á þakinu, björgunarmennirnir komu of seint. Og gamla manninn skiptu ekki lengur eignir og eyðilagt húsið neinu. Það er ekki hægt að byrja nýtt líf eft- ir þessa nótt, þegar maður er orðinn sjötugur. Og menn spyrja: Var allt þetta óhjá- lcvæmilegt? Nei, þetta skeði ekki alls- staoar, aðeins í grennd Hamborgar. Bremen, Slésvík-Holtsetaland og Neðra- Saxland höfðu lært af flóðinu mikla í Hollandi 1953, og höfðu skipulagt að- gerðir, ef svona flóð yrði, en Hamborg var óviðbúin. í þessu veðri brotnuðu skörð í fíóð- garða á meira en hundrað stöðum. Rúmlega 400 manns drukknaði í rúm- um sínum. 40.000 urðu heimilislausir. Skemmdir á mannvirkjum, heimilum og akurlendi eru metnar á inarga milljarða. marka. Orsakir flóðsins voru mesti stór- Framhald á bls. 5. LAUGARDAGUR: 0.10 — Fyrstu flóðgarðarnir brotna í Hamborg. Flóðhæðin 4,03 metrar yfir meðallag. Fárviðrið nær hámarki. 1.40 — Götuljós slokkna í miðhluta Hamborgar. 2.40 —■ Flóðið nær ráðhúsi Ham- borgar. 3.20 — Símakerfi Hamborgar bregst. Samhæfðar lögregluaðgerðir ómöguleg- ar lengur. 3.30 — Nærri allir flóðgarðar brotn- ir. Hverfið Wilhelmsburg á kafi. Bíia- brautin á kafi. 4.00 —■ Útvarpið endar næturdag- skrána á miðbylgjum með orðunum: „Góða nótt, og sofið nú vel um helg- ina“. 5.10 — Allsherjarútboð í útvarpi á lögregluliði Hamborgar í útvarpi. 12.20 — Fyrstu líkin finnast í hverf- inu Moorfleet í Hamborg. FÖSTUDAGUR: 11.00 — Norðvestan 10 vindstig. Stormskaðar í Hamborg. Fyrsta auka- útboð lögreglusveita. 19.55 — Hamborgarútvarpið grípur inn í Hayden-konsert: „Hætta á storm- flóði. Háflóð þrem metrum hærra en vant er“. 20.15 — í fréttatíma sjónvarpsins segir veðurspáin: „Stormur eða rok. Eins og stendur lítur út fyrir að enn hvessi". 21.40 — Hættumerki er gefið með loftvamaflautum í Cuxhaven. Flóðið er nærri jafnhátt flóðgörðunum. 21.53 — Fyrsti flóðgarðurinn brotnar í Cuxhaven. 22.00 — Flóðgarðsverðir í Stade fara til varðstöðva sinna. Flóðhæðin orðin þrem metrum meiri en vant er. 22.15 — Hamborgarsjónvarpið tH— kynnir í síðasta fréttatíma: „Á norð- austurströndinni er hætta á mjög stóru stormflóði“. 22.51 — Sjórinn hellist yfir flóðgarða í Cuxhaven á þúsund metra breiðu svæði. Gamla höfnin er á kafi. 22.58 — Tekur að flæða upp á fyrstu göturnar í Hamborg. Með 14 km hraða á klst. knýr fárviðrið sjóinn inn í Sax- elfi. 23.13 — Hamborgarútvarpið endun tekur á miðbylgjum aðvörun um storm- flóð. 23.30 — Þrjú fallbyssuskot gefa hættumerki í Stade. 23.45 — Fyrsti flóðgarðurinn brotnar í Stade. Flóðhæðin 3,98 metrar yfir meðallag. '4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.