Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Page 3
Spánn: Endurfæddist ég Eftir Juan Ramón Jiménez Endurfæddist ég steinn, clskaði ég þig samt, kona. Endurfæddur sem vindur, elskaði ég þig samt, kona. Endurfæddist ég bylgja, elskaði ég þig samt, kona. Endurfæddur sem logi, elskaði ég þig samt, kona. Endurfæddist ég maður, elskaði ég þig samt, kona. Jóhann Hjálmarsson íslenzkaði. brosi, „því þú ert mér allt, og án þín kysi ég heldur að vera í gröfinni en nokkurs staðar á yfirborði jarðar.“ En áður en dagur heilagrar Irtisíu var upprunninn, þegar presturinn átti að kalla í annað sinn út yfir söfnuðinn: „Veit nokkur meinbugi á þessum ráða- hag?“ — hafði dauðinn látið til sín heyra. Því enda þótt ungi maðurinn hefði farið hjá húsi hennar morguninn eftir í svarta námugallanum sínum (námumenn eru alltaf í líkklæðum sín- um) og barið á gluggann hjá henni eins og hann var vanur og boðið henni góðan dag, þá átti hann aldrei eftir að bjóða henni góða nótt framar. Hann kom ekki aftur úr námunni. I>ann sama morgun vildi svo til að hún saumaði honum svartan hálsklút með rauðum jaðri fyrir brúðkaupsdag- inn. En þar eð hann kom ekki aftur lagði hún hálsklútinn til hliðar, grét unnusta sinn og gleymdi honum aldrei. U m svipað leyti var Lissabon í Portúgal eyðilögð í jarðskjálfta, og sjö ára stríðið til lykta leitt, og Francis keisari I lézt, og Póllandi var skipt, og María Theresa keisaradrottning fór til feðra sinna, og Struensee var hálshöggv- inn, Ameríka öðlaðist frelsi, og sameigin legur máttur Frafcka og Spánverja reynd ist ekki nægilegur til að vinna Gíbralt- ar. Tyrkir lokuðu Stein hershöfðingja inni í helli *í Ungverjalandi og Jósef keisari lézt einnig. Gústav Svígkonung ur vann Finnland af Rússum, og franska stjórnarbyltingin hófst, og Leó- pold II var líka borinn til grafar. Bret- ar gerðu árás á Kaupmannahöfn, og bændurnir sáðu og fengu uppskeru. Mal- arinn mól korn sitt, og smiðirnir hömr- uðu járnið, og námumennirnir héldu á- fram að grafa málminn úr iðrum jarðar. 0 g þagar námumennirnir í Falun voru í þann veginn að tengja saman tvenn göng rúma tvö hundruð metra undir yfirborði jarðar árið 1809 — í júnímánuði, einhverntima um jóns- messuleytið — fundu þeir i jarðlögun- um og viktrilsvatninu líkama ungc manns, sem var gegnsósa af járnsýru, en að öðru leyti óskaddaður og óbreytt- ur, svo að vel mátti greina andlitsdrætti hans og segja til um aldur hans, eins og hann hafði látizt fyrir einni stundu eða fengið sér blund við vinnuna. Hann var fluttur upp á yfirborðið, og þar eð faðir hans, móðir, vinir og kunn ingjar voru öll löngu látin, þekkti eng- inn þennan sofandi ungling né vissi neitt um harmleik hans, þangað til á staðinn kom hin gamia unnusta námu mannsins sem dag einn hafði farið til vinnu sinnar og aldrei snúið aftur. Grá og skorpin var hún þar sem hún haltraði við hækju sína, og hún þekkti strax unnusta sinn. Fremur í fögnuði en harmi hné hún yfir líkama ástvinar síns. Og það var ekki fyrr en hún hafði jafnað sig af hinni miklu geðs- hræringu, að hún sagði: „Þetta er unn- usti minn, sem ég hef syrgt í fimmtíu ár og guð hefur nú leyft mér að sjá enn einu sinni áður en ég dey. Viku fyrir væntanlegt brúðkaup okkar hvarf hann niður í jörðina og kom aldrei aft- ur.“ . Hjörtu viðstaddra voru slegin djúpri sorg, og þeir grétu þegar þeir sáu þessa unnustu frá löngu liðnum tíma, sem nú var visin og gömul, og ástvin hennar sem var enn í blóma æsk- unnar, og þegar þeir sáu hvernig eldur hinnar ungu ástar blossaði upp aftur í brjósti hennar eftir fimmtíu ár — en ástvinurinn opnaði efeki framar varirn- ar til að brosa né augun til að endur- gjalda tillit hennar — og hvernig hún lét loks bera hann inní litla herbergið sitt, þar eð hún ein var nákomin hon- um og átti tilkall til hans, meðan verið var að taka gröf hans í kirkjugarðinum. Daginn eftir, þegar gröfin var reiðu- búin og námumennirnir komu að sækja líkið, opnaði hún litla öskju, batt svarta silkiklútinn með rauða jaðrinum um hálsinn á unnusta sírium og fylgdi hon- um síðan í bezta sunnudagsskarti sínu, eins og þetta væri brúðkaupsdagur henn ar en ekki útfarardagur hans. Og þegar hann var lagður í gröfina í kirkjugarðinum, sagði hún: „Sofðu nú vel í einn eða tíu daga enn í svölu brúðkaupsrefekjunni, og megi biðin ©feki verða þér löng. Ég þarf enn að sinna fáeinum hlutum og kem síðan fljótt, og brátt mun dagur renna upp á ný. Það, sem jörðin hefur einu sinni sleppt haldi á, mun hún efeki neita að skilja við sig í annað sinn,“ sagði hún um leið og hún gekk brott og leit um öxl í síð- asta sinn. Óvæntir endurfundir Eftir Johann Peter Hebel (1760—1826) Fyrir fullum fimmtíu árum. eða rúmlega það urðu þau tíðindi í Falum, sem er í Svíaríki, að ungur námumaður kyssti unga og fallega unnustu sína og sagði við hana: „Á degi heilagrar Lúsíu verður ást okkar blessuð af hendi prests ins, og þá verðum við hjón og byggjum okkur lítið hreiður.“ „Og þar mun ríkja friður og ást,“ sagði fallega unnustan hans með ástúðlegu 16. tðiubiað íaea LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.