Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Síða 12
ÚR HEIMSBORG
E,
unni eða veifa henni til áherzluauka
iranian í áheyrendur sína.
3íargir tala um stjórnmál. Verka-
mannaflokkur Vestur-Lundúna á þarna
sinn formælanda í haganlega gerðum
ræðustóli og kommúnisti boðar trú sína
í ákafa, enda kalla sumir fram í fyr-
ir honum. Svo tala nokkrir svertingj-
ar, m. a. einn mælskur mjög frá Mið-
Afríku, sem fer mörgum orðum um
nýlendukúgun Breta fyrr og síðar.
Þarna hlusta Bretarnir, þar á meðal
nokkrir lögregluþjónar með krosslagð-
ar hendur, á útlendinga hundskamma
þá í þeirra eigin höfuðborg, ón þess að
gera nokkrar athugasemdir aðrar en
einstaka frammíköll. Þetta er óneitan-
Bretar, Gyðingar og ýmsar persómrr
Biblíunnar sinn skammt ómældan og
óþveginn. Virtust stóryrðin frekar vekja
kátinu en reiði, enda maðurinn víst
af fæstum tekinn hátíðlega, en óneit-
anlega virtist hann vel heima í mörgu.
umir ræðumannanna hafa eng-
an boðskap að flytja en taía um aag-
inn og veginn og segja brandara. Hinir
fyndnu fá marga áheyrendur og þakk-
láta, því að ókeypis skemmtanir eru
ekki á hverju strái. Ekki fer hjá því
að margt skrítið fólk lætur ljós sitt
skína á slíkum stað. Svo er til dæmis
um þann, sem segist vera tattoveraður
frá hvirfli til ilja, og víst er hann það
E* NGINN ferðamaður, sem
kemur til London, ætti að
láta hjá líða að fara til „Marble
Arch“, þar sem mætast Hyde Park
og Oxford Street. Bretar eru með
réttu rnjög hreyknir af þessum
stað, þar sem hverjum sem er leyf-
ist að halda ræðu um svo til hvað
sem er. Þarna ríkir hið fullkomna
málfrelsi.
„Fundahöldin" standa einkum á laug-
ardögum og sunnudögum, og er oft
fjölmenni þegar vel viðrar. Fólkið
hópast utanum iiina ýmsu ræðumenn;
sumir hafa noltkra áheyrendur, aðrir
jafnvel nokkur hundruð. Svo stutt er
á milli, að raddir hinna háværustu
geta blandazt saman. í öðru eyra
rnanns glymja þá gjarnan innanríkis-
mál Bretanna og í hinu utanríkismál-
in eða trúmálin.
leja meira umburðarlyndi og frelsi en
getur víðast hvar annars staðar. —
Myndum t. d. við fslendingar þola því
líkt og annað eins?
Só, sem virtist orðljótastur allra var
þó Englendingur. Á hans stól voru
nokkur torkennileg orð, sem munu
hafa verið arabíska, því að á ensku
stóð fyrir neðan, að þetta væri enska
Múhameðstrúboðið. Maðurinn boðaði
trú sína með jafn mikilli mælsku og
bezt gerist í sölum Alþingis, en hafði
auðheyrilega engu minni áhuga á stjórn
málum, því að hann nefndi Nasser
ekki sjaldnar en spámanninn og hældi
bóðum á hvert reipi. Hins vegar fengu
að svo miklu leyti sem séð verður, jafnt
í andliti, sem á nauðasköllóttu höfuð-
leðrinu. Til hinna skrítnu verður einn-
ig að telja hina velklæddu, fullorðnu
konu, sem skyndilega tekur til við að
syngja einsöng, án undirleiks, innan
um mannfjöldann. Ef til vill hefur
draumur hennar um að verða fræg
söngkona aldrei rætzt. Þarna endur-
speglast því hin margvislegustu til-
brigði rnannlífsins, ofsi og trúarein-
lægni, vonbrigði og draumsýnir. — Og
skal nú endurtekið, að enginn ferða-
maður, sem á þess kost, ætti að láta
hjá líða að kynnast þ -ssum sérkenni-
lega stað. Valdimar Kristinsson.
SMÆLKI
Brezki heimspekingurinn og Nób-
elsverðlaunahöfundurinn Bertrand
ííussell varð níræður á dögunum, og
lét hann við það tækifæri m.a. hafa
eftir sér þessa athugasemd:
„Það samsafn af hleypidómum,
sem menn almennt kalla pólitíska
heimspeki, kann að vera ágætt — ef
menn muna bara að það er ekki
heimspeki".
— © —
Hér er síðasta Skotasagan:
Macpherson var inni í leðurvöru-
búð til að kaupa sér skjalatösku.
Eftir talsverða leit fann hann tösku,
sem hann var ánægður með, enda
var hún ódýr.
— Á ég að pakka henni inn fyrir
yður? spurði afgreiðslumaðurinn.
— Nei, sagði Macpherson og hristi
höfuðið. En þér getið látið pappír-
inn og seglgarnið í töskuna.
— 9 —
Kvikmyndaleikkonan Elga Ander-
sen, meðleikari' hennar, Daniel Dor-
ano, og leikstjóri þeirra, Serge
Hanin, urðu nýlega að eyða heilli
nótt í hollenzku fangelsi.
Þegar þau voru á leið til kvik-
myndaversins, þar sem taka átti
kvikmyndina „Scorpion“, voru þau
itöðvuð af lögregluþjónum sem neit-
uðu að trúa því, að vélbyssurnar
brjár og skammbyssurnar tvær, sem
í bílnum fundust, væru einungis
ætlaðar til kvikmyndatöku.
— © —
Vladimir Horowitz, píanósnilling-
urinn heimsfrægi, sem kvæntur er
dóttur Toscaninis, kom fyrir ári
fram á tónleikum að nýju eftir langt
hlé á hljómleikahaldi. Nú hefur
hann lýst því yfir, að hann muni
aftur hætta að koma fram opinber-
lega, og ástæðan sem hann færir
fram er kannski dálítið óvenjuleg:
— Klapp og fagnaðarlæti áheyr-
enda fara svo hræðilega i taugarn-
ar á mér, segir hann.
i n þetta á fyrst og fremst við
um þá, sem rölta á milli; hinir áhuga-
sömu áheyrendur þurfa ekki að missa
af sinu málefni, að minnsta kosti ekki,
ef ræðumaðurinn stendur á einhverju.
En margir þeirra standa á jafnsléttu
og er þeirra tal þá oft í samtalsformi
— stundum nánast rökræður eða rifr-
iídi tveggja manna, sem hafa nokkra
áheyrendur. Þeir, sem hafa kassa undir
fótum, ná til flciri og margir koma
með ræðustóla, er leggja má saman, svo
þeir séu viðráðanlegri x flutningum.
Sumir stólanna eru augljóslega heima-
gerðir af lítilli kunnáttu, aðrir eru
geirnegldir og lakkaðir, og jafnvel
skreyttir nafni og fána samtakanna,
er sent hafa boðbera sinn á vettvang.
Umræðuefnin, sem tekin eru fyrir á
þessum fræga og sérkennilega stað, eru
hin fjölbreytilegustu. Trúmálin eru of-
arlega á baugi. Sjá má kufli klædd-
an munk og prúðbúinn kvekara með
aðeins fárra metra millibili hvorn um
sig boðandi sína trú. Nokkrir úrHjálp-
ræðishernum standa í hnapp og syngja
og ýmsir smá-sértrúarflokkar eiga sína
fulltrúa, sem ýmist lesa upp úr Biblí-
Múhameðstrú boðuð í London og Nasser hælt um leið
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
16. tölublað 1962