Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Page 1
r_*l
UTCERD A SJO OG I LOFTI
IIJDVIG Braathen kallar
J sig útgerðarmann, og svo
er hann jafnan nefndur, hvort
sem hann liggur í hernaði við
SAS eða stjórnarvöldin á for-
síðum dagblaðanna, eða þiggur
Ólaísoröuna úr hendi konungs.
' En þrátt fyrir hina miklu og
vaxandi skipaútgerð hans, leyf
um vér oss samt að fullyrða, að
það sé flugið og samgöngur í
lofti, sem er aðal-áhugamál
hans. Hann er einn af forystu-
mönnum vorura um einstakl-
ingsframtak í flugmálum,
brautryðjandi i flugi.
En hver er þá þessi Ludvig Braathen,
sem er svona umsvifamikill bæði í
lofti og á legi?
Blaðamaður nokkur lét einhverntíma
svo um mælt urn Braathen, að „hann
er sveitadrengur, sem fyrirlítur borg-
ina“.
Jú, að vísu er hann fæddur í Dramm
en 11891) og átti þar heima fyrstu
tólf ár ærvi sinnar, en þá fluttist fjöl-
skylda hans á jörð, sem faðir hans
átti við Ássíðu, svo að það má ef til
vill til, sanns vegar færa, að hann sé
„sveitadrengur".
t
>
H„
eimilið þai sem hann ólst upp,
var ósköp alvanalegt. Börnin sjö ólust
ekki upp við neitt harðrétti, en þarna
voru heldur ekki neinar allsnægtir.
Snemma lærði Braathen að vinna, kapp
samlega og skipulega. Hann gekk í alla
vinnu í bænum en jafnframt aflaði hann
sér menntunar með bóklestri. Ekki
dugði að vanrækja námið, enda þótt
svo langt væri í skólann, að hann hefði
engan tíma til að íara þangað — að
eigin sögn.
Braathen átti holl og hamingjusöm
uppvaxtarár og minnist með gleði hinn-
ar fjölbreyttu og lærdómsríku vinnu á
búi löður síns. Innst í huga sínum er
hann sennilega dálítið hreykinn af því
eð vera einn af fáum útgerðarmönnum
landsins, sem kann allt, sem að sveit-
búskap lýtur og þekkir þær kröfur,
sem gerðar eru til bónda.
Hann lærði líka snemma að fara
varlega með peninga — án þess þó að
yera nurlari. Þessvegna hafði hann líka
efni á að veita sjálfum sér nokkra dvöl
í höfuðborginni, eftir að hann hafði lok-
ið miðskólaþrófi.
» essa dvöl sína notaði hann til þess
að ganga í verzlunanskóla Treiders.
Braathen og ísland
LUDVIG G. Braathen, stórútgerðar-
maður, er meðal þekktustu manna
í heimalandi sínu, Noregi. Með af-
burða dugnaði, þrautseigju og dirfsku
vann hann sig upp úr fátækt, eign-
aðist mikinn flota kaupskipa og
gerðist brautryðjandi á sviði flug-
mála. Nú orðið er hann og vel
þekktur hér á landi og hin síðari
ár hefur hann eignazt marga góða
kunningja á tslandi. En samskipti
hans við íslendinga hófust ekki fyrr
en árið 1951, er samvinna tókst með
Loftleiðum og flugfélagi Braathens.
Félag hans tók að sér umboff fyrir
Loftleiðir í Noregi, um tíma leigði
hann flugvél hjá Loftleiðum og um
nokkurra ára skeið höfðu Loftleiðir
eina af Skymastervélum Braathens
á leigu í Ameríkuflugi. Auk þess
hefur flugvélaverkstæði Braathens í
Stafangri annazt allt viðhald Loft-
leiðaflugvéla og gerir það enn. —
Nokkru eftir að samvinna tókst með
Braathen og Loftleiðum hóf útgerð-
armaðurinn að heimsækja ísland
reglulega, einu sinni á ári. Hann fékk
mikinn áhuga á skógrækt okkar, því
sjálfur á hann mikinn skóg. Árið
195G gaf hann 20 þús. n. kr. til skóg-
ræktar hér og síðan árlega 10 þús.
n kr. — AIls hefur því Braatlien
gefið 80 þús. n.kr. til skógræktar á
íslandi. Fyrir þetta fé hefur verið
gróðursett I 70—80 hektara lands og
lauslega áætlað eru það um 400 þús.
trjáplöntur. Fyrstu árin var gróður-
sett fyrir gjafafé Braathens í Skorra-
dal, en tvö síðustu árin í Haukadal.
Sá gróðurreitur er nefndur Braat-
hens-lundur. — í þessari grein um
útgerðarmanninn segir Norðmaður-
inn Arne Sjpgaard Kristensen frá því
hvernig sveitadrengurinn Braathen
kom undir sig fótunum — og hve
miklu hann hefur áorkað, liðlega
sjötugur.
mikið fé í þá daga, svo að enginn þarf
að furða sig á þvi. að ungi maðurinn
skaut Þýzkalandsferðinni á frest.
E,
Sautján ára að aldri hafði hann ráðið
það við sig, hvaða stefnu skyldi taka.
Að ioknu verzlunarskólanáminu fór
hann aftur til Drammen, en hann átti
fljótlega að koma aftur til höfuðborg-
arinnar og leggja hana að fótum sér —
þessi stefnufasti sveitadrengur frá
Buskerud. í Drammen fékk hann at-
vinnu hjá Aaby útgerðarmanni. Eigin-
lega hafði hann helzt haft timburverzl-
un í huga, en nú varð það útgerð í
staðinn. ...
I þá daga tíðkaðist ekki neitt rosa-
kaup. Lausar stöður voru ekki á hverju
strái og ungi maðurinn gerði sig
ánægðan með 30 króna kaup á mánuði,
sem voru þá algeng byrjendalaun.
Vistin hjá Aaby vax góður skóli, og
hann skammast sín ekkert fyrir að við-
urkenna, að það sem hann kann til
skipaútgerðar, hafi hann að mestu
leyti iært hjá þessum útgerðarmanni í
Drammen.
En að þremur árum liðnum fannst
unga manninum tími til kominn að
leggja út í heiminn og læra meira. Hann
hafði í nokkur ár verið félagi í verzl-
unarmannaklúbb í Hamborg, en sá fé-
lagsskapur hafði það aðalstarf að út-
vega félögum sínum stöður í Þýzka-
landi, og nú gat hann haft gott af
þessu. En ekkert varð samt úr ferð-
inni í þetta sinn. Húsbóndinn vildi
ekki sleppa manni, sem honum líkaði
svo vel við, og hækkaði árslaun Braat-
hens úr 600 í 1000 krónur. Þetla var
1 n árið eftir, 1931, leysti hann
nú samt landfestar, en nú var ferðinni
ekki heitið til Þýzkalands, heldur til
Englands, nánar til tekið til Cardiff,
sem þá var mesta siglingaborg heims.
Þar fékk hann vir,nu hjá skipamiðlara,
með 10 króna kaupi á viku, sem gat
ekki heitið launahækkun fyrir ungan
mann, sem kom frá 20 króna kaupi í
Noregi. Og, að tíkallinn hefur ekki náð
langt til lífsviðurværis, má bezt ráða
af því, að húsaleigan ein kostaði 20
krónur á mánuði, eða helminginn af
kaupinu.
En þetta vissi Braathen fyrirfram
og hafði heldur ekki farið til Englands
í þeirri veru að safna peningum. í hans
huga var þetta námsför, sem hann hafði
búið sig undir heirna og sparað saman
álitlega upphæð, svo að hann bjó ekki
við neinn skort í Cardiff.
Ludvig Braathen hefur alltaf verið
framkvæmdanna maður. Það var nú
meira en rétt að segja það að fara til
Englands í þá daga, fyrir ungan mann,
en eins og hann segir sjálfur:
„Það er aðalatriðið að setja sér mark
og heykjast svo ekki þegar á á aðherða.“
Eins og áður hefur verið á minnzt
voru erfiðir tímar og gat verið hrein-
asta happdrætti að fá eitthvað að gera.
Sem dæmi má nefna það, að ýmsir
iramh. á bls. 12