Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Qupperneq 6
ÁRNI ÚLA: GÚMUL HÚS í REYKJAVÍK Svenska húsi AÐ er að stofni 156 ára gámalt- En fáir munu nú kann- ast við elzta nafn þess, en ef við nefnum Hressingarskálann, þá vita allir um hvaða hús er að ræða. Upphaf sögu þess er, að árið 1805 í kvað Rentukammer að reisa í Reykja vík embættisbústað fyrir sýslumann- inn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. — Staðurinn, sem þessu húsi var þá val- iiai, er sagt að sé „beliggende mellem Stiftamtmandsboligen og Bageriet". — Stiftamtmandsboligen var húsið, sem fsleifur Einarsson dómstjóri lét reisa þaina 1802, en Trampe greifi keypti þremur árum seinna handa sér; það er nú venjulega kallað Haraldarbúð. En Bageriet var lítið hús nokkru vest- ar við götuna; það hafði O. P. Chr. Möller kaupmaður látið reisa og hafði þar fyrstur manna brauðabakstur fyrir dlmenning. S ýslumannsbústaðurinn var reistur 1805, en þótt undarlegt kunni að virðast var hann aldrei við sýslu- manninn kenndur, heldur kallaður „Svenska húsið“. Mun það hafa komið áf því að húsið var flutt hingað til- höggvið frá Svíþjóð. Nú fluttist þangað Hans Wöllner Koefoed sýslumaður, tengdasonur Bjarna riddara Sivertsens, átti Járn- gerði dóttur hans. En þessi nýi og vandaði embættisbústaður var þá ekki burðugri en svo, að sýslumaður flýði þaðan eftir tvö ár. Mun frágangur idlur haia verið slæmur og húsið kalt. Síðan bjuggu þarna ýmsir, og stund- um stóð húsið autt, þar til 1814 að Halldór Thorgrímsen ,„valdsmaður“ var settur sýslumaður. Þá fluttist hann þangað og var þar í fjögur ár. Hann var sonur séra Guðmundar Þorgríms- eonar, er var fyrsti dómkirkj upres iur ’ Reykjavík. En Halldór varð ekki langlífur í emhættinu. Vegna óreiðu vai honum vikið frá embætti 1818. Hann átti danska konu og varð hún að fara til skyldfólks síns í Danmörk og hafði með sér tvær dætur þeirra. Þau áttu einnig einn son, og hann varð Halldór að senda utan til móð- vrinnar árið eftir. Var hann svo skrif- ari hjá ýmsum embættismönnum og andaðist í Laugarnesi hjá Steingrími biskupi 1846. iegar Halldór var farinn frá em- bættinu, var Ólafur Finsen settur sýslumaður, og síðan veitt sýslan 1821. Hann fluttist í „Svenska húsið“ og keypti það síðan af Rentukammeri og bjó þar til dauðadags 1836. Kona hans vai María Nikolína dóttir O. P. Chr. Möllers, og bjó hún síðan í húsinu fram til 1850. Um 1830 hafði Ólafur Finsen keypt Bökanarhúsið af tengda- föður sínum og sameinaði það „Svenska húsinu", sem ængdist þá mikið. — Sonur þeirra hjóna var Óli Finsen póstmeistari, faðir Vilhjálms Finsen,. stofnanda Morgunblaðsins. Kristján Kristjánsson land- og bæjar fógeti keypti húsið af frú Finsen og settist þar að. En upp úr Þjóðfúndin- i'.ni 1851 var hann leystur frá embætti. Varð þá Vilhjálmur Finsen land- og hæjarfógeti (1852—60), keypti hann „Svenska húsið“ og settist þar að. Þeg- a. hann fór af landi burt, varð Árni Thorsteinsson eftirmaður hans í em- bætti og lceypti húsið og bjó þar til æviloka. Þetta hús var þvi landfógeta- bústaður um rúmlega hálfrar aldar rkeið, eða 1850—1904. En það var ekki fyrr en Árni Thorsteinsson hafði setzt þar að, að húsinu var gefið nýtt naín, og var það nú nefnt Landfógetahúsið. Arni landfógeti stækkaði húsið og breytti því á ýmsa vegu. Hann gerði skrifstofu úr gamla Bökunar- húsiiiu (eða vesturendanum) og þar var Sparisjóður Reykjavíkur til húsa frá því hann var stofnaður og þar til lib nn sameinaðist Landsbankanum. — Fyrsta lánastofnun Reykjavíkur var því í þessu húsi. Árni landfógeti var frumkvöðull að því, að fyrsta sjúkrahúsinu var komið upp í Reykjavík, þar sem áður var Hótel Scandinavia, en nú er Herkast- alimi. Hann var og einn af stofnend- um Fornleifafélaglsins og var lengifor- maður þess, og seinast heiðursfélagi. Til brautryðjcndastarfs hans má og rekja það, að Landsbankinn varstofn- aður. Á árunum 1865—66 gekkst hann fyrir samskotum til þess að endurreisa Skólavörðuna úr steini. Var byrjað á því verki, en það varð hrákasmíð og hrundi varðan hálfgerð. Var sagt að hún hefði ekki þolað loftþrýsting af fallbyssu.skotum danskra herskipa í höfninni. Vildi nú enginn leggja fram fé til þess að verkið yrði hafið að nýju. En þá tók Árni landfógeti málið í sin- ar hendur og lét reisa Skólavörðuna á sinn kostnað, og sá Sverrir Runólfsson teinsmiður um verkið. Reis svo þarna sú Skólavaröa, sem allir rosknir Reyk- víkingar muna eftir, arftaki hinnar fornu Skólavörðu í Skálholti og góður minnisvarði um Árna landfógeta. — Mundi hún hafa getað staðið um ald- ur og ævi, en illu heilli var hún brot- in niður 1930. Arni landfógeti hafði hinn mesta áhuga fyrir trjárækt og jarð- rækt yfirleiít. Hann varð því einn af helztu hvatamönnum að stofnun Hins íslenzka Garðyrkjufélags. Sunnan við hús sitt gerði hann og einhvern feg- ursta trjágarð og blómagarð í bænum, sem enn má sjá nokkur merki. Árni landfógeti andaðist 1907. Ekkja hans, frú Soffía, dóttir Hannesar Jóns- sonar Steingrímssonar biskups, bjó siðan í húsinu til dauðadags og eftir hana Hannes bankastjóri sonur þeirra. Var hann ræktarsamur mjög og lét sér annt um að garðurinn færi ekki í r.iðurníðslu. Og í húsinu varð allt að ••era eins og þegar móðir hans skildi við. Þar mátti ekkert hreyfa og eng- um vildi hann leigja og bjó því einn 1 þessu stóra húsi. Að Hannesi látnum var öllu umtum- að þarna. Þangað kom Hressingarskál- irin og er þar enn. — Skrýtib atvik Framh. af bls. 5 orð á því, að nú mætti myrkrahöíðing- inn koma á færið hjá sér. Skyldi hann sannarlega taka á móti honum. Og skyldi hann tugta hann til og taka lif- ur og gotu út, því að önnur innyíli þekkti hann ekki. Ekki varð Sjonn var, frekar en sumir aðrir, sem voru við færi. Og tók hann að hafa uppi færi sitt. En þegar að hann átti eftir ódregið nokkra faðma, þyngdist drátturinn allt í einu, svo að vel hefði mátt ætla að komin væri á færi hans flakandi lúða. En fljótt kom í ljós, að svo var ekki, því að þetta hreyfðist ekkert. Og venju- lega leyndi sér ekki, þegar komin var á væn lúða, því að vel gat komið fyrir að þær strikuðu til botns, ef þær tóku á grunnu vatni, eins og þarna var. Eýihver nærstaddur gat þess til að nú væri sá vondi kominn á færið og skyldi Sjonn nú taka mannlega á móti. Nú voru menn tilbúnir með haka. Smám saman jókst spenningurinn eftir því sem færið smáþumlungaðist innfyrir borðstokkinn. Voru nú flestir, sem uppi voru komnir til þess að sjá þessa undra skepnu. Og nú fór að líða að >ví. Og sjaldan hefi ég séð manni bregða öllu meira, en þegar fjórir kindarfætur komu beint upp úr sjónum. Var Sjonn þá alveg viss um, að þarna væri sá vondi kominn í eigin persónu. Var hann fljótur að þrífa til hnífs, sem þar var nærri og losa sig þannig við þessa ófreskju. En þeir, sem voru með haka, urðu fyrri til og dnnbyrtu þessa skepnu. Var þetta stór ærskrokk- ur, sem að líkindum hefir farizt í sjón- um. Hafði öngullinn krækzt í kviðinn og þannig kom hann upp. Eftir þetta brá svo víð, að Sjonn var ekki eins orðvondur og áður. En sennilega hef- •ir það ekki varað lengi. En um það veit ég ekki með vissu, því nokkru seinna fór hann aftur til Englands. Eitthvað var hann lengur í Melshúsum og mikið lofaði hann Guðrúnu hús- móður sína, enda sá hún til með fjár- reiðum hans, því þess víst nokkur þörf. Hann var ágætur sjómaður og hinn oezti drengur, greiðugur og hjálp- samur við félaga sína. Einn dreng eignaðist hann hér með íslenzkri stúlku, en ekki veit ég neitt frekar um hann. En ef hann er enn á lífi, ætti hann að vera í kringum sextugt. Flestir þess- ir félagar mínir frá þessum tíma eru nú fallnir frá og komnir til feðra sinna og að líkindum Sjonn líka. Þá má vera, að einhverjir á Akranesi séu enn á lífi, sem þá voru með Jóni frá Heimaskaga, en þeir voru töluvert marg ir, þegar ég var með honum. Þetta, sem hér hefir verið sagt frá, er eitt af þeim skoplegu atvikum, sem koma fyrir á sjónum. Svo eru aftur önnur alvar- legs eðlis og kynntist ég þeim einnig svo að stundum munaði mjóu, að fáir væru til frásagnar af þeim atburðum. En það er önnur saga og verður ekki sögð nú og ef til vill aldrei. St. G. Beaverbook lávarður, blaðakóng- urinn brezki, varð nýlega 83 ára og var lionum þá haldið samsæti. Flutti hann ræðu og sagði frá fyrsta af- reki sínu í blaðamennsku. Hann hóf þátt einn í Daily Express þar sem lesendum gafst kostur á að fá birtar stuttar gamansögur. Bréfin streymdu inn og mikill meirihluti reyndust alltaf vera Skotasögur. Óánægjuraddir fóru að heyrast frá Skotlandi. Þeim líkaði ekki alls kost ar við þessar Skotasögur, töldu þær uppspuna. „Skoti einn í Aberdeen sendi mér kvörtunarbréf þar sem hann sagði: Ef þér hættið ekki að birta þessar Skotasögur þá hætti ég að fá blaðið lánað“. 6 LESBÖK morgunblaðsins 20. tölúblað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.