Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Side 8
Sjömannaguðsþjónusian í Hafnarfirði heyrðist ut á haf Þegar útvarpið varð veruleiki á íslandi HVAR ERU ÞEIR NU? 2 x dag heldur sjera Ólaf- ur Ólafsson sjómannaguösþjónustu í Hafnarfiröi. Hefur útvarpsfélagiö á- kveöiö aö gera tilraun meö aö ná guösþjónustunni í útvarpiö og senda hana út. Er svo ráö fyr.ir gert, aö hún nái til togarnna, sem eru á veiö- um. Er símaþráöur lagöur í kirkjuna og áhald sett þar, er tekur viö rœöunni og söngnum og ber til útvarpsstöövar- innar á Melunum. Er fróölegt aö vita, hvernig þessi tilraun tekst. Er þetta í fyrsta sinn, sem reynt er aö senda út rœöu hjer. Einnig er fróölegt aö vita, hvernig þaö tekst aö flytja rœö- una frá Hafnarfiröi í útvarpiö hjer. Á flestum xsl. togurum er gjallar- horn. Ef þaö tékst á annaö borö, aö senda rœöuna út svo hún heyrist til togaranna, geta skipshafnirnar heyrt hana“. Já, margt hefur breytzt á íslandi síðan þessi frétt birtist í Morgunblað- inu, sunnudaginn 31. janúar 1926. Þann daginn sýndi Gamla Bíó nýja mynd með „Fyrtaarnet“ .og „Bivognen“, en Nýja bíó auglýsti „ljómandi fallegan sjónleik í 8 þáttum“, með Barböru la Marr og Bert Lytell í aðalhlutverkum. Bíóin auglýstu þá á forsíðu ásamt 'inn- flytjendum Dykeland dósamjólkurinnar og heysins, sem koip „beint frá Bönd- ernes Salgslag í Trondhjem". Þá var útvarpið framandi fyrir ís- lendinga eins og svo margt fleira, sem nú er orðið daglegt brauð hér á landi. En útvarpið var mikið umtalað undra- tæki, sem töluvert var farið að nota í útlandinu, og nokkrir nýjungagjarnir íslendingar höfðu jafnvel keypt við- tæki frá útlöndum til þess að hlusta á fyrstu erlendu stöðvarnar, þó oft með misjöfnum árangri. Almennt gerði fólk sér ekki grein fyrir notagildi útvarpsins, enda þekkti þá enginn morgunfréttir og kvöld- fréttdr. fslenzkt útvarp hafði verið fjarlægur draumur. En nú virtist sem hann væri að rætast. Og maðurinn, sem mestan þátt átti í því að gera útvarpsdrauminn að veruleika árið 1926, var ungur sjálf- menntaður loftskeytafræðingur, ættað- ur frá fsafirði. Hann var fyrsti út- varpsstjórinn, fyrsti magnaravörður- inn, fyrsti þulurinn — já, hann var allt í' öllu: Hann setti stöðina upp og sá um rekstur hennar, var jafnvel gjald keri fyrirtækisins í þokkabót. Þessi maður heyrist ekki lengur í útvarpinu, en þeir sem fylgdust áf áhuga með upphafi útvarpstækninnar hérlendis á sínum tíma, kannast vel við nafnið. Otto B. Arnar heitir maðurinn og nú rekur hann heildsöluverzlun hér í Reykjavík. Hann var 22 ára að aldri, þegar hann lagði land undir fót, sigldi til Ameríku árið 1916 til þess að kynna sér út- varpstæknina. Otto hafði fengið brenn- andi áhuga á útvarpinu, sem þá var á algeru frumstigi — og fáir kunnu nokkur deili á hér á landi. En Otto var þess fullviss, að þetta væri tækni, sem íslendingar yrðu að tileinka sér fyrr eða síðar — og ferðina fór hann á eigin kostnað, bjartsýnn og brennandi af áhuga. 0 tto hafði náð sambandi við Dr. De Forest, þann sem fann upp útvarps- lampann og sem nú er almennt nefnd- ur faðir útvarpsins — og bauð vísinda- maðurínn íslendingnum að setjast að á rannsóknarstofu sinni og fylgjast með. Þá stóðu forsetakosningar fyrir dyrum — og mikill fjörkippur komst 1 upp- byggingu útvarpsins vestra. Otto fékk tækifæri til að fylgjast með frétta- dreifingunni, hvernig útvarpið var nú notað til þess að flytja kosningatöl- ur jafnharðan, hvernig útvarpstæknin skapaði ný viðhorf. Vegna styrjaldarástandsins hraðaði Otto sér heim eftir skamma dvöl, en hann hóf þegar að undirbúa jarðveginn hér heima. Að stríðinu loknu bauð Dr. De Forest honum að dveljast öðru sinni í rannsóknarstofnun sinni og Otto lagði enn í mikinn kostnað og fór vest- ur um haf, árið 1919. 1 þessari ferð var honum falið að kaupa loftskeyta- tæki í Sterling — og keypti hann bæði móttakara og talstöð. Fór hann með það til Kaupmannahafnar þar sem út- búnaðurinn var settur í skipið, en síð- an var siglt heim. etta var fyrsta talstöðin í ís- lenzku skipi. En þá voru kornnar tvær stöðvar á landi, í Reykjavík og á Seyð- isfirði. Það voru því merk tímamót, er Otto kallaði Seyðisfjörð upp, þegar Sterling nálgaðist ísland, og talaði við Þorstein Gíslason, stöðvarstjóra. Þetta var í fyrsta sinn, að íslenzkt skip hafði þráðlaust talsamband við ísland. Enn hélt Otto áfram að undirbúa jarðveginn hér heima fyrir útvarpið. En sagan var alltaf sú sama. Þá risu upp menn og börðust gegri útvarpi. Hér börðust menn líka gegn bílum og síma — og nú berjast þeir gegn sjón- varpi. Þrátt fyrir ýmsa fordóma vaknaði áhugi nokkurra forystumanna — og Otto fór utan í þriðja sinn, nú til Eng- lands, til þess að kynna sér starfsemi enska útvarpsfélagsins. Þetta var árið 1922. Tveimur árum síðar var hann aftur í Englandi. Þá var loks komið að hinum raunverulega undirbúningi und- ir útvarp á íslandi. Otto hafði fengið Lárus Jóhannesson, lögmann, til sam- vinnu og vann Lárus að kynningu máls- ins á opinberum vettvangi og fjáröflun. Sameiginlega beittu þeir sér fyrir stofnun félags í þessu skyni og ýmsir málsmetandi menn lögðu fram fé til kaupa á útvarpsstöð. Otto hafði einkum i huga hálfs kílówatts ameríska stöð, sem notuð hafði verið í hálft ár í Englandi en var til sölu. Slík stöð kostaði 80 þús. ísl. krónur beint frá verksmiðjunni og var það mikið fé í þá daga. En vegna þess að hún var notuð fékkst 20 þús. króna afsláttur. Var loks ákveðið að kaupa þessa stöð og fór Lárus utan til þess að ganga frá kaupunum með Otto. Jí' n björninn var ekki unninn enda þótt tekizt hefði að afla fjár til kaupa á stöðinni, því nú veu- beðið eftir af- greiðslu Alþingis á umsókn útvarps- félagsins um sérleyfi til útvarpsrekst- urs. Upphaflega var það hugmynd Ottos, að stjórnin tæki þetta mál í sínar hendur og stofnaði til útvarps. En áhugi stjórnmálamanna á þessu máli var þá það takmarkaður, að Ijóst var, að því yrði ekki hrundið í framkvæmd þá þegar nema með framtaki einstaklinga. Þess vegna var sótt um sérleyfi til sjö ára og var jafnframt óskað einka- söluleyfis á viðtækjum — tál þess að standa undir kostnaði útvarpsrekstrar- ins. Útvarpsleyfið fékkst, en ekki einka- söluleyfið — og þótti þá mörgum sem þessi tilraun væri fyrirfram dauða- dæmd, enda kom það á daginn. Afnota- gjaldið varð að vera mun hærra en upphaflega var áætlað þar sem það var eini tekjustofn útvarpsins og jafnframí hindraði það efnaminna fólk í að fá sér útvarpstæki. Árgjaldið var ákveðið 50 krónur — og þar með hófst útvarpið. Þriðjudaginn 2. febrúar 1926, eða tveimur dögum eftir fyrstu útvarpstil- raunina, segir Morgunblaðið: „Getiö var um þaö hjer x blaöinu d sunnudaginn var aö útvarpiö hjer œtl* aöi aö senda messugeröina x fríkirkj- unni x Hafnarfiröi. Þar messaöi sjerct Ólafur Ólafsson. 1 upphafi uröu smávœgileg mistðk d sambandinu milli fríkirkjunnar og loftskeytastöövarinnar, er uröu þesa váldandi, aö útvarpiö náöi ekki mess- unni fyrr en prédikunin var nýbyrjuö, En þegar þetta var komiö í lag fór, allt vel. Togarinn Draupnir var t. d. 70 mxlur suöaustur af Vestmannaeyj- um. Þar heyröist það, sem af var rœöunni eins vel og alt heföi fariö fram þar í skipinu. 1 gœr liaföi útvarpið ekki frétFfrá togurunum fyrir Vestur- landi, hvort messan heföi heyrzt þang aö. En austur x Rangárvallasýslu heyröist vel. Og eins fékk sjera Ólafur x gaer þakkir fyrir rœöuna frá ýmsum hjer x nœstu sýslum. Taliö er, aö móttökutœki sjeu nú um 200 hjer á landi, rúmur helmingur, þeirra hjer x Reykjavxk. Til Akureyrar hefur ekki heyrst vel frá útvarpinu. Ætlar stjórn útvarps- félagsins aö senda mann noröur til þess aö gera tilraunir meö þaö, hvaöa tœki sje best aö nota þar.“ Og daginn eftir segir enn í Morgun- blaðinu: íslenzkur söngur x útvarpiö. í gær« kvöldi klukkan 10% sungu 2 vinsœl- ustu og kunnustu söngmenn bæjarins x útvarpsstööina á Melunum, þeir Árni Jónsson frá Múla og Sxmon Þóröarson frá Hól. Var þaö vel til fundiö af stjórn útvarpsins aö fá einmitt þessa góöu söngmenn til þess aö láta xs- lenzkan söng hljóma x fyrsta sinn i xslenskt útvarp. Þeir sungu nokkra dúetta úr Gluntarne og fóru jafnvel meö þá og þeir eru vanir.“ etta voru bara tilraunir, sagðl Ottó B. Arnar, þegar við hittum hann að máli að heimili hans, Fjölnxsvegi 15. Útvarpið hófst formlega nokkru síðar og opnaði Magnús heitinn Guðmunds- son, ráðherra, stöðina með ræðu. — Við fengum inni í Búnaðarfélags- húsinu, eitt herbergi og smákompu, 1 skjalasafninu. Stöðin sjálf var sett upp vestur á Melum, í loftskeytastöðinni. Aðbúnaður var auðvitað frumstæður, Álafossdúkur á veggjum til einangrun- ar og annað eftir því. — Við höfðum hálftíma útsendingu á morgnana, veðurfregnir, gengisskrán- inguna og annað smávægilegt. — Grammófón-plötur notuðum við ekki mikið, aðeins til uppfyllingar. Þá var rafmagnsdósin ekki komin, höfðum bara gamlan Edison-grammofon og lét- um hann standa fyrir framan hljóð- nemann. Tóngæði platnanna voru þá léleg miðað við það, sem nú er — og beinar útsendingar mun betri. — Á kvöldin voru upplestrar, stöku 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 20. tölublað 196?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.