Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Qupperneq 9
sinnum leikrít, sSngvara fengum við líka — og svo voru auðvitað fréttir. Ekki höfðum við nein tök á að vinna •þær sjálfir, fengum leyfi til að lesa upp úr Morgunblaðinu. Annars litu ýmsir, sem að blaðaútgáfu stóðu, útvarpið illu auga — en Valtýr Stefánsson var okkur mjög hlynntur. Útvarpið gerði sitt til að halda friðsamlegri sambúð, birti aldrei fréttir á undan blöðum. — Þá var stofnað svonefnt útvarps- notendafélag, sem beinlínis var beint gegn útvarpinu. Voru þar ýmis öfl að verki, sem reyndu að bregða fæti fyrir okkur. En sem betur fer áttum yið líka vini í hópnum. V 17 »-■' Ju g man ekki einstök atriði dag- skrárinnar, ég á engin plögg frá þeim tíma, en einna minnisstæðastur er mér leikur sinfóníuhljómsveitar frá Ham- borg, sem Jón Leifs kom með hingað. Otto við hljó'ð'nemann í Búnaðar- félagshúsinu. Við útvörpuðum hljómleikum úr Iðnó og reyndi þá mikið á tæknilega kunn- áttu starfsliðsins, því ekki var hægt ®ð nota nema einn hljóðnema og mikill vandi að koma honum fyrir þar sem hægt var að ná til allra hljóðfæra. Leiksýningum útvörpuðum við frá Iðnó og síðan en ekki sízt, músik frá Hótel ísland. Þar voru alltaf góðar hljóm- sveitir, sem léku bæði létt lög og dans- músik. — Á sunnudögum voru messurnar fastur þáttur, tvær á dag bæði úr Dómkirkjunni og Fríkirkjunni. Á þær var mikið hlustað — eins veðurfregn- irnar. Menn, sem komu til bæjarins úr nálægum sveitum, heimsóttu okkur oft í. útvarpið til þess að skoða útbún- nðinn og láta vita hvernig útvarpið líkaði. Veðurfregnirnar voru vinsælasta útvarpsefnið, því þær voru öllum nyt- samar. f Vestmannaeyjum voru þeir farnir að róa eftir veðurspá Þorkels heitins veðurstofustjóra. —. Viðtækjum fjölgaði mikið á þessu tímabili, en hlustendur voru ávallt miklu fleiri en tala viðtækjanna gaf beint til kynna. Fólk safnaðist saman á kvöldin þar sem útvarp var — og í nágrannabyggðinni voru sums staðar sett viðtæki á samkomuhús og þangað kom fólk á kvöldin. Um sumarið settum við eitt tæki í bíl hér í Reykjavík, ókum um göturnar í eins konar aug- Iýsingaherferð og fórum svo austur á Þingvöll. Þetta vakti mikla athygli. vJ tvarpið reyndi að auka tekjurn- ar með því að framleiða sjálft útvarps- tæki úr því að einkasöluleyfið fékkst ekki. Voru þau gerð eftir minni teikn- ingu, einföld og lítil tæki, og vann allt Btarfslið útvarpsins að framleiðslunni á milli þess sem útvarpað var og dag- skrá undirbúin. Það voru þrír menn, sem störfuðu með mér að þessu, Svein- bjöm Egilsson, sem nú á raftækja- vinnustofuna að Óðinsgötu 2, Ottó Baldvins, sem nú er hjá raforkumála- stjórninni og Gunnar Sörensen. Hann starfar hjá Sveinbirni á Óðinsgötu. Allt ágætir og áhugasamir menn. — Við framleiddum 3—400 tæki — og gekk sæmilega, fyrst og fremst vegna þess, að hópurinn var samhentur og vann af brennandi áhuga. Það vissu allir, að fjárhagurinn var lakur og kaupkröfur sátu ekki í fyrirrúmi. Þess vegna var hægt að framkvæma þetta. En að ári liðnu var ljóst, að útvarjs- stöðin í Rvík gat ekki starfað lengur nema að nýir sjóðir kæmu til. Svo varð ekki — og samþykkti félagið að leggja reksturinn niður. Fékk ég þá heimild þess til að starfrækja stöðina fyrir eigin reikning, því að ég var að vona, að ríkisstjórnin fengi áhuga á málinu og tæki, við. Ég ætlaði að reyna að halda það út einn þangað til. Útvarp- ið hafði verið mitt hjartans mál í mörg ár og ég ætlaði ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. 1. ví var það eitt kvöld, að ég las tilkynningu frá útvarpsfélaginu um að það hefði hætt rekstrinum — og síðan aðra frá sjálfum mér um að ég ætlaði að reka stöðina einn fyrst um sinn. Samstarfsmenn mínir hættu þá starf- inu hjá útvarpinu og ég var einn eftir. — Ég þurfti þá að byrja á því á morgnana að fara vestur á Mela og kveikja á stöðinni — síðan þeysti ég á reiðhjóli niður í Búnaðarfélagshús til að hefja útsendinguna — og þegar útsendingunni var lokið þurfti ég að þeysa aftur út í loftskeytastöð til að slökkva. — Við vorum búnir að leggja drög að kaupum á nýrri 5 kw stöð, þegar félagið gafst upp, því illa heyrðist fyrir norðan og austan í litlu stöðinni okk- ar — nema þá í fjögurra lampa tækjum. Öll þessi áform fóru nú út í sandinn og svo kom einnig að því, að mitt fé gekk til þurrðar og meira en það. Kvöld eitt haustið 1927 lauk ég útvarpinu með til- kynningu frá mér um að útvarpsstöðin í Reykjavík mundi nú hætta starfsem- inni. Þetta voru þung spor, margra ára starf hafði verið unnið til einskis — og framtíðardraumarnir, það var víst korr\- •inn tími til að snúa sér að einhverju öðru en að innleiða útvarpstæknina á íslandi. Þeir, sem unnu gegn útvarpinu höfðu orðið yfirsterkari og stjórn sú, sem þá sat, sýndi málinu engan áhuga. — Útvarpsstöðin var sett upp á háa- loft í loftskeytastöðinni. Síðan var hún flutt út í skúr. Ég hafði ekki meiri af- skipti af málinu og veit ekki hvað af stöðinni varð, sagði Otto og brosti. Þannig fór um sjóferð þá. Við sátum í stofunni i hinu vist- lega heimili Ottos óg frúin, Karen Margrethe, kom inn í þessu og bauð okkur að setjast að kaffiborðinu. Rabb- inu var haldið áfram. Eftir að Otto hætti útvarpsrekstrin- um setti hann á stofn viðtækjavinnu- stofu og síðar gerðist hann umboðs- maður ýmissa stórframleiðenda margs konar fjarskipta og siglingatækja auk þess sem hann hefur flutt inn annan tækniútbúnað. Tæknin hefur alltaf átt hug hans og þær fáu frístundir, sem gáfust á yngri árum, notaði Otto til íþróttaiðkana. Hann hljóp oft í víðavangshlaupinu og stundaði fimleika. í seinni tíð hefur um litlar frístundir verið að ræða, seg- ir hann. Tækniþróunin hefur verið það ör, að hann hefur mátt hafa sig allan við til þess að fylgjast með framförum á viðskiptasviði sínu. Þau hjónin eiga tvo syni, Gústaf, verkfræðing, og Birgi, sem stundar menntaskólanám, en hann hefur líka hug á verkfræðinámi. tekjulindum, og af þeim eru aðeins til áreiðanlegar tölur um eina, lífeyrinn. Hinar tvær eru einkaeignir konungs- fjölskyldunnar, sem enginn veit hve miklar eru, og að endingu ýmis eyðsla á opinberu fé, sem drottningu er aðeins óbeinn hagnaður að. Fjármálaráðuneytið greiðir konungs- fjölskyldunni um 70 milljónir króna árlega. Af þeim fær drottning meira en 50 milljónir, drottningarmóðirin um 7,7 milljónir, hertoginn af Edinborg um 4,4 millj., hertoginn af Gloucester, frændi drottningar, um 3,85 millj., frænka drottningar, svonefnd Princess Royal, um 660.000, og Margrét prin- sessa um 1.650.000 kr. c em stendur þurfa skattgreiðend- ur ekki að greiða allan lífeyrinn, því meðan krónprinsinn er ekki fullveðja lætur drottningin tekjur hertogadæm- isins Gornwall ríkissjóði eftir, en þær eru um 8,8 milljónir króna árlega. Lifeyririnn er greiddur samkvæmt samningi milli Georgs III og ríkis- stjórnarinnar frá 1760. Þá aflhenti kon- ungurinn allar tekjur af jarðeignum krúnunnar, en fékk í staðinn árlegan lífeyri. Krúnulöndin eru nokkur land- búnaðarsvæði í konungsríkinu, og afar verðmætar lóðir í borgum, fyrst og fremst London, þar sem krúnan á enn heil hverfi og um 3500 hús, þar á með- al eitt leikhús og eitt hótel. H reinar tekjur ríkissjóðs af krúnulöndunum eru um 165 milljónir kr. á ári, og það er meira en tvöfaldur lífeyririnn. Þegar rætt er um kostnað- inn við konungdæmið segja alltaf ein- hverjir, að ríkið græði þarna 88 millj. En sá reikningur er ekki réttur, þvi kostnaður ríkisins við konungdæmið er ekki bundinn lífeyrinum einum. Ráðuneyti opinberra bygginga greiðir 77 milljónir árlega til að halda við og reka hallir krúnunnar. Auður drottninsar l-t. áðherrann, sem fer með mál- efni opin'berra bygginga, Lord Hope, hefur að undanförnu orðið að svara mörgum nærgöngulum spurningum um bústað Margrétar prinsessu og jarlsins af Snowdon í Kensington Palace. Breytingar á höllinni vegna þeirra hjóna koma til að kosta enska skattgreiðendur um 5 milljónir króna. Þetta hefur einnig í blöðunum verið nefnt sóun á opinberu fé, sem sé enn- þá óréttlætanlegri vegna þess, að kon- ungsfjölskyldan hafi talsverðar tekjur. E rfitt er að komast að raun um hinar raunverulegu tekjur konungs- Ijölskyldunnar, því þær koma frá þrem IVýlega lifnaði heldur en ekki yfir heimilinu, því fyrsta barnabarnið er fætt, drengur, sem trúlega verður líka verkfræðingur. Kannski fetar hann í fótspor afa, en þá verður sennilega ekki útvarpað úr skjalageymslu Búnðarfé- lagshússins. Nei, þá fæst hann við gervihnettina eða eitthvað annað, sem nú er óþekkt. En svo mikið er víst, að þá verður talað um fólkið, sem var á móti síma, bílum, útvarpi og sjónvarpi eins og furðuverur lítt kannaðra frum- skóga. h.j.h. /4 •íS-f þeirri upphæð fara þó 25 millj- ónir til Windsor-hallar. Þar hefur drottning aðeins tiltölulega litla ílbúð, en almenningur hefur aðgang að mest- um hluta hallarinnar, sem er aðeins haldið við sem sögulegum minjum. Höllin Hampton Court er einnig talin konungshöll, þótt konungsfjölskyldan i sé alveg hætt að búa i henni. Annað, sem óbeint er notað í þágu drottningar, eru sérlegar flugvélar RAF, sem notaðar eru til ferðalaga drottn- ingar. í kostnaðaráætlun sjó’hersins eru 27 milljónir ætlaðar til konungssnekkj- unnar „Britannía.“ F ■l-J kkert er vitað opinberlega um íe'kjur drottningar og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar af einkaeign- um, enda eru eignir þeirra leyndarmál, sem stranglega er gætt. Talið er, að Georg VI hafi látið Elísabetu eftir um 440 milljónir. Þar við bætast tvær einkahallir drottningar, Sandringham Palace í Norfolk og Balmoral í Skot- landi. Málverkin í höllum drottningar eru einkaeign hennar og eru virt á 1650 milljónir (krúnugimsteinarnir eru eign ríkisins). En þetta eru aðeins tölur; þessar eignir geta aldrei orðið drottn- ingu tekjulind, því hinar síðastnefndu eignir gefa ekkert af sér og stöðu siiyi- ai vegna getur hún aldrei selt þær. Hitt má telja víst, að drottning hafi tals- verðar tekjur af hlutabréfum sínum og öðrum eignum. , 20. tölublað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.